Þrjú innanlandssmit greindust í gær Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 11:00 Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Smit greindist á íþróttamótinu ReyCUP í gær og hefur sá sem greindist með veiruna verið sendur í einangrun og sextán aðrir, sem voru í nánu samneyti við hann, hafa verið sendir í fjórtán daga sóttkví. Einstaklingurinn tók þátt í félagsstarfi íþróttafélags í Reykjavík og er einungis hluti liðsins sem tók þátt á mótinu í sóttkví. Aðrir tengjast einstaklingnum öðrum böndum. Enn hefur uppruni smitsins ekki verið fundinn og smitrakning er enn í gangi. Íþróttafélagið og mótshaldari hafa farið eftir þeim leiðbeiningum og reglum sóttvarnalæknis og almannavarna sem eru í gildi og hafa viðeigandi ráðstafanir verið gerðar. Annað smit sem greindist í gær tengist smiti sem greint var frá á föstudag. Að sögn almannavarna hefur Íslensk erfðagreining raðgreint smitin og kom í ljós að um nýja tegund veirunnar er að ræða en hún hefur ekki greinst hér á landi áður. Smitrakningu í því máli er lokið en tólf eru í sóttkví eftir að hafa verið í nánu samneyti við þann einstakling. Þriðja smitið sem greindist í gær er hjá einstaklingi sem kom til landsins að utan þann 15. júlí síðastliðinn. Sá greindist með veiruna á suðvesturhorni landsins. Hann er kominn í einangrun og sex sem voru í samneyti við hann eru komnir í sóttkví. Þeir munu jafnframt fara í sýnatöku en tveir eru þegar farnir að sýna einkenni veirunnar. Þá greindust tvö smit við landamærin en beðið er eftir niðurstöðum frekari rannsókna á því hvort um virk smit eða gömul sé að ræða. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis brýna fyrir fólki að gæta varúðar og huga vel að einstaklingsbundnum smitvörnum. Leiki minnsti vafi á hvort einkenni Covid-19 veirunnar séu til staðar er sá hinn sami beðinn um að fara í sýnatöku á næstu heilsugæslustöð. Fréttin var uppfærð klukkan 11:06. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37 Smitrakningu að mestu lokið Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. 24. júlí 2020 19:30 Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Smit greindist á íþróttamótinu ReyCUP í gær og hefur sá sem greindist með veiruna verið sendur í einangrun og sextán aðrir, sem voru í nánu samneyti við hann, hafa verið sendir í fjórtán daga sóttkví. Einstaklingurinn tók þátt í félagsstarfi íþróttafélags í Reykjavík og er einungis hluti liðsins sem tók þátt á mótinu í sóttkví. Aðrir tengjast einstaklingnum öðrum böndum. Enn hefur uppruni smitsins ekki verið fundinn og smitrakning er enn í gangi. Íþróttafélagið og mótshaldari hafa farið eftir þeim leiðbeiningum og reglum sóttvarnalæknis og almannavarna sem eru í gildi og hafa viðeigandi ráðstafanir verið gerðar. Annað smit sem greindist í gær tengist smiti sem greint var frá á föstudag. Að sögn almannavarna hefur Íslensk erfðagreining raðgreint smitin og kom í ljós að um nýja tegund veirunnar er að ræða en hún hefur ekki greinst hér á landi áður. Smitrakningu í því máli er lokið en tólf eru í sóttkví eftir að hafa verið í nánu samneyti við þann einstakling. Þriðja smitið sem greindist í gær er hjá einstaklingi sem kom til landsins að utan þann 15. júlí síðastliðinn. Sá greindist með veiruna á suðvesturhorni landsins. Hann er kominn í einangrun og sex sem voru í samneyti við hann eru komnir í sóttkví. Þeir munu jafnframt fara í sýnatöku en tveir eru þegar farnir að sýna einkenni veirunnar. Þá greindust tvö smit við landamærin en beðið er eftir niðurstöðum frekari rannsókna á því hvort um virk smit eða gömul sé að ræða. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis brýna fyrir fólki að gæta varúðar og huga vel að einstaklingsbundnum smitvörnum. Leiki minnsti vafi á hvort einkenni Covid-19 veirunnar séu til staðar er sá hinn sami beðinn um að fara í sýnatöku á næstu heilsugæslustöð. Fréttin var uppfærð klukkan 11:06.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37 Smitrakningu að mestu lokið Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. 24. júlí 2020 19:30 Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37
Smitrakningu að mestu lokið Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. 24. júlí 2020 19:30
Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04