Beygði af í viðtali eftir sigurinn á 3M Open: „Get ekki beðið eftir því að faðma son minn og konuna mína“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2020 12:30 Það fór ekkert á milli mála hversu miklu sigurinn á 3M Open skipti Michael Thompson. getty/Nick Wosika Michael Thompson var tilfinningaríkur eftir að hann vann 3M Open mótið í Minnesota í golfi í gær. Hann tileinkaði fjölskyldu sinni sigurinn. „Ég er mjög leiður yfir því að konan og börnin séu ekki hér til að fagna með mér. Ég get ekki beðið eftir að hitta þau. Elskan, ég elska þig. Ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta er svo spennandi,“ sagði Thompson og beygði af. „Afsakið mig ... ég spilaði svo vel í dag og trúði á sjálfan mig. Ég gæti ekki beðið um neitt meira.“ Thompson lék lokahringinn í gær á fjórum höggum undir pari. Samtals var bandaríski kylfingurinn á nítján höggum undir pari og var tveimur höggum á undan landa sínum, Adam Long. Thompson segir að sigurinn á 3M Open hafi gríðarlega mikla þýðingu fyrir sig. Hann hlakkar til að fagna sigrinum í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta skiptir öllu máli. Ég get ekki beðið eftir faðma son minn og fagna með honum, fá okkur bollakökur eða eitthvað. Gráta og faðma konuna mína. Við höfum lagt svo hart að okkur og hún hefur staðið þétt við bakið á mér,“ sagði Thompson. „Þetta fær mig til að gráta aftur. Hún hætti aldrei að trúa á mig og það sem ég get. Og ég er svo þakklátur.“ Sigurinn á 3M Open var annar sigur Thompson á PGA-mótaröðinni. Hann hafði áður unnið The Honda Classic fyrir sjö árum. Klippa: Tileiknaði fjölskyldu sinni sigurinn Golf Tengdar fréttir Thompson stóð uppi sem sigurvegari á 3M Open Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson sigraði 3M Open golfmótið á PGA-mótaröðinni en lokahringurinn fór fram í dag. 26. júlí 2020 23:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Michael Thompson var tilfinningaríkur eftir að hann vann 3M Open mótið í Minnesota í golfi í gær. Hann tileinkaði fjölskyldu sinni sigurinn. „Ég er mjög leiður yfir því að konan og börnin séu ekki hér til að fagna með mér. Ég get ekki beðið eftir að hitta þau. Elskan, ég elska þig. Ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta er svo spennandi,“ sagði Thompson og beygði af. „Afsakið mig ... ég spilaði svo vel í dag og trúði á sjálfan mig. Ég gæti ekki beðið um neitt meira.“ Thompson lék lokahringinn í gær á fjórum höggum undir pari. Samtals var bandaríski kylfingurinn á nítján höggum undir pari og var tveimur höggum á undan landa sínum, Adam Long. Thompson segir að sigurinn á 3M Open hafi gríðarlega mikla þýðingu fyrir sig. Hann hlakkar til að fagna sigrinum í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta skiptir öllu máli. Ég get ekki beðið eftir faðma son minn og fagna með honum, fá okkur bollakökur eða eitthvað. Gráta og faðma konuna mína. Við höfum lagt svo hart að okkur og hún hefur staðið þétt við bakið á mér,“ sagði Thompson. „Þetta fær mig til að gráta aftur. Hún hætti aldrei að trúa á mig og það sem ég get. Og ég er svo þakklátur.“ Sigurinn á 3M Open var annar sigur Thompson á PGA-mótaröðinni. Hann hafði áður unnið The Honda Classic fyrir sjö árum. Klippa: Tileiknaði fjölskyldu sinni sigurinn
Golf Tengdar fréttir Thompson stóð uppi sem sigurvegari á 3M Open Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson sigraði 3M Open golfmótið á PGA-mótaröðinni en lokahringurinn fór fram í dag. 26. júlí 2020 23:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Thompson stóð uppi sem sigurvegari á 3M Open Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson sigraði 3M Open golfmótið á PGA-mótaröðinni en lokahringurinn fór fram í dag. 26. júlí 2020 23:00