Leigubílaferðirnar enduðu í fangaklefa Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 06:29 Síðasti áfangastaður mannsins var í fangaklefa. Vísir/vilhelm Lögreglan segist tvívegis hafa aðstoðað leigubílstjóra í borginni vegna sama mannsins sem neitaði að greiða fargjaldið. Í fyrra skiptið er hann sagður hafa verið í slagtogi við annan mann um kvöldmatarleytið í gær en þeir báðir þveirneitað að borga fyrir farið. Ekki er tekið fram í dagbók lögreglu hvernig tókst að leysa úr þessu, hvort mennirnir hafi að endingu borgað eða hvort þeim hafi tekist að hlaupa á brott. Lögreglan segir hins vegar að hún hafi haft hendur í hári annars mannsins þegar hann ætlaði sér að leika sama leik síðar um kvöldið. Hann hafi stigið upp í leigubíl en neitað að greiða fyrir skutlið og því hafi lögreglan aftur verið kölluð til. Næsti áfangastaður mannsins var því fangaklefi að sögn lögreglunnar, þar sem hann hefur fengið að verja nóttinni. Tvö umferðarslys komu jafnframt inn á borð lögreglunnar í nótt. Bæði slysin urðu þegar tveir bílar skullu saman, annars vegar í vesturbæ Reykjavíkur og hins vegar á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Flytja þurfti einn á spítala eftir fyrrnefnda slysið en betur fór í því síðarnefnda. Allir fjórir bílarnir voru svo illa leiknir eftir slysin tvö að draga þurfti þá alla á brott með dráttarbíl. „Nokkrar tilkynningar komu í gærkvöldi um unglinga að aka ógætilega á vespum við Breiðholtsskóla. Svipaðar tilkynningar hafa verið að koma mjög reglulega inn á borð hjá lögreglu síðustu daga og vill lögregla brýna fyrir foreldrum að ræða við börn sín um að fara varlega á vespum eða sambærilegum ökutækjum,“ segir að sama skapi í dagbók lögreglunnar. Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Lögreglan segist tvívegis hafa aðstoðað leigubílstjóra í borginni vegna sama mannsins sem neitaði að greiða fargjaldið. Í fyrra skiptið er hann sagður hafa verið í slagtogi við annan mann um kvöldmatarleytið í gær en þeir báðir þveirneitað að borga fyrir farið. Ekki er tekið fram í dagbók lögreglu hvernig tókst að leysa úr þessu, hvort mennirnir hafi að endingu borgað eða hvort þeim hafi tekist að hlaupa á brott. Lögreglan segir hins vegar að hún hafi haft hendur í hári annars mannsins þegar hann ætlaði sér að leika sama leik síðar um kvöldið. Hann hafi stigið upp í leigubíl en neitað að greiða fyrir skutlið og því hafi lögreglan aftur verið kölluð til. Næsti áfangastaður mannsins var því fangaklefi að sögn lögreglunnar, þar sem hann hefur fengið að verja nóttinni. Tvö umferðarslys komu jafnframt inn á borð lögreglunnar í nótt. Bæði slysin urðu þegar tveir bílar skullu saman, annars vegar í vesturbæ Reykjavíkur og hins vegar á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Flytja þurfti einn á spítala eftir fyrrnefnda slysið en betur fór í því síðarnefnda. Allir fjórir bílarnir voru svo illa leiknir eftir slysin tvö að draga þurfti þá alla á brott með dráttarbíl. „Nokkrar tilkynningar komu í gærkvöldi um unglinga að aka ógætilega á vespum við Breiðholtsskóla. Svipaðar tilkynningar hafa verið að koma mjög reglulega inn á borð hjá lögreglu síðustu daga og vill lögregla brýna fyrir foreldrum að ræða við börn sín um að fara varlega á vespum eða sambærilegum ökutækjum,“ segir að sama skapi í dagbók lögreglunnar.
Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira