Segir að Man United verði að fjárfesta í nýjum markverði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 08:30 Roy Keane er ekki aðdáandi David De Gea, svo vægt sé tekið til orða. Vísir/Independent David De Gea, spænski markvörður Manchester United, hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og gert fleiri mistök en vanalegt er. Roy Keane – fyrrum fyrirliði Manchester United – virðist vera sérstaklega í nöp við þann spænska og segir, enn og aftur, að liðið verði að fjárfesta í nýjum markverði. Keane var á Sky Sports að fjalla um leik Manchester United og Leicester City í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Þar viðurkenndi hann einfaldlega að hann væri ekki aðdáandi De Gea. „Hann gerir alltof mikið af mistökum, mistökum sem kosta United stig. Ef United vilja berjast um titilinn þurfa þeir betri markmann. Þeir þurfa að breyta, þeir hafa gert það áður,“ sagði Keane í sínum einstaka tón um helgina. 'He makes far too many mistakes' - Roy Keane calls on United to axe David de Geahttps://t.co/a1sq3kPwKO pic.twitter.com/8tTQxVkfVM— Independent Sport (@IndoSport) July 28, 2020 „Framherjar eru settir á bekkinn og seldir, sama með miðjumenn en út af einhverri stórskrítinni ástæðu verða lið að halda sig við sama markvörðinn aðeins lengur af því hann gerði eitthvað fyrir tveimur eða þremur árum,“ bætti Keane við. Frá 2013 til 2020 – þegar kórónufaraldurinn skall á – gerði De Gea tíu mistök sem leiddu til marks hjá mótherjum Man United. Frá 2013 og fram að upphafi tímabilsins 2018-2019 þá gerði spænski markvörðurinn þó aðeins þrjú mistök sem leiddu til þess að mótherji Man Utd skoraði. Hin sjö mistökin hafa komið á síðustu tveimur leiktíðum. My team https://t.co/TysCsAABzR— David de Gea (@D_DeGea) July 27, 2020 Á síðustu tveimur tímabilum hefur Spánverjinn hins vegar kostað Man Utd sjö mörk sem og hann átti afleitan leik gegn Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. Keane benti að lokum á hvernig Liverpool hefði losað sig við Loris Karius – sem þeir voru nýbúnir að kaupa – og eytt fúlgum fjár í Alisson í kjölfarið. „Hvað er málið? Ef De Gea er að gera mistök skiptið honum þá út. Það eru fleiri góðir markverðir þarna úti,“ sagði Keane að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Solskjær: Næsta skref er að vinna eitthvað Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var að vonum kampakátur með að liðið hafi tryggt sér þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mun því leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. 26. júlí 2020 19:00 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
David De Gea, spænski markvörður Manchester United, hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og gert fleiri mistök en vanalegt er. Roy Keane – fyrrum fyrirliði Manchester United – virðist vera sérstaklega í nöp við þann spænska og segir, enn og aftur, að liðið verði að fjárfesta í nýjum markverði. Keane var á Sky Sports að fjalla um leik Manchester United og Leicester City í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Þar viðurkenndi hann einfaldlega að hann væri ekki aðdáandi De Gea. „Hann gerir alltof mikið af mistökum, mistökum sem kosta United stig. Ef United vilja berjast um titilinn þurfa þeir betri markmann. Þeir þurfa að breyta, þeir hafa gert það áður,“ sagði Keane í sínum einstaka tón um helgina. 'He makes far too many mistakes' - Roy Keane calls on United to axe David de Geahttps://t.co/a1sq3kPwKO pic.twitter.com/8tTQxVkfVM— Independent Sport (@IndoSport) July 28, 2020 „Framherjar eru settir á bekkinn og seldir, sama með miðjumenn en út af einhverri stórskrítinni ástæðu verða lið að halda sig við sama markvörðinn aðeins lengur af því hann gerði eitthvað fyrir tveimur eða þremur árum,“ bætti Keane við. Frá 2013 til 2020 – þegar kórónufaraldurinn skall á – gerði De Gea tíu mistök sem leiddu til marks hjá mótherjum Man United. Frá 2013 og fram að upphafi tímabilsins 2018-2019 þá gerði spænski markvörðurinn þó aðeins þrjú mistök sem leiddu til þess að mótherji Man Utd skoraði. Hin sjö mistökin hafa komið á síðustu tveimur leiktíðum. My team https://t.co/TysCsAABzR— David de Gea (@D_DeGea) July 27, 2020 Á síðustu tveimur tímabilum hefur Spánverjinn hins vegar kostað Man Utd sjö mörk sem og hann átti afleitan leik gegn Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. Keane benti að lokum á hvernig Liverpool hefði losað sig við Loris Karius – sem þeir voru nýbúnir að kaupa – og eytt fúlgum fjár í Alisson í kjölfarið. „Hvað er málið? Ef De Gea er að gera mistök skiptið honum þá út. Það eru fleiri góðir markverðir þarna úti,“ sagði Keane að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Solskjær: Næsta skref er að vinna eitthvað Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var að vonum kampakátur með að liðið hafi tryggt sér þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mun því leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. 26. júlí 2020 19:00 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40
Solskjær: Næsta skref er að vinna eitthvað Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var að vonum kampakátur með að liðið hafi tryggt sér þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mun því leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. 26. júlí 2020 19:00
United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55