Ingvar um markið hans Hilmars Árna: „Er aldrei að fara gefa hann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 14:00 „Ég þarf að sjá þetta aftur. Ég hélt hann myndi gefa hann og held hann hafi gripið mig í skrefinu,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. „Ég á að þekkja hann sem leikmann, hann er aldrei að fara gefa hann í svona færi,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Hilmar Árni lét vaða í stað þess gefa á Sölva Snæ Guðbjargarson sem hefði eflaust verið í betra færi. Hilmar hitti boltann vel en Ingvar náði að slæma hendi í boltann áður en söng í netinu. Ingvar átti samt sem áður mjög fínan leik í marki Víkings. Varði hann til að mynda meistaralega frá Emil Atlasyni í síðari hálfleik og þó Víkingar hafi verið sterkari aðilinn í síðari hálfleik þá tryggði sú markvarsla Víkingum stig í Garðabænum. Ingvar hefur spilað sex leiki fyrir Víkinga í sumar en hann meiddist gegn FH og missti af næstu þremur leikjum. Hinum fræga KR leik þar sem Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson fengu allir rautt spjald. Ingvar missti einnig af afhroðinu sem fylgdi í næsta leik er Valur heimsótti Víkina og að sama skapi sigurleiknum gegn HK í Kórnum. Ingvar mætti sínum gömlu félögum í Stjörnunni í gær og mætir þeim svo strax aftur á fimmtudag er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. „Það var sérstakt. Ég spilaði hérna í fjögur ár og var mjög spenntur fyrir leik sem og síðustu daga. Get ekki beðið eftir að mæta þeim aftur á fimmtudaginn,“ sagði Ingvar um endurkomu sína í Garðabæinn. „Þetta er það, einhver Evrópuleikja fýlingur yfir því að mæta þeim aftur. Þetta er samt bara næsti leikur og maður þarf að mæta klár.“ Ingvar hefur ekki enn tapað leik en að sama skapi hefur hann aðeins verið tvisvar í sigurliði þar sem Víkingar hafa gert fjögur jafntefli [gegn Fjölni, KA, Gróttu og Stjörnunni]. „Við erum ekkert að velta því fyrir okkur þannig séð. Það hafa komið nokkrar fínar frammi-stöður í röð núna og mér finnst góður stígandi í þessu. Við erum með rosaleg gæði í liðinu okkar og ef við höldum áfram á sömu braut eru ekki mörg lið sem stoppa okkur í sumar,“ sagði Ingvar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í síðasta leik 9. umferðar í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. Arnar Gunnlaugsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Pepsi Max Tilþrifin af leik loknum. 28. júlí 2020 07:30 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Ég þarf að sjá þetta aftur. Ég hélt hann myndi gefa hann og held hann hafi gripið mig í skrefinu,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. „Ég á að þekkja hann sem leikmann, hann er aldrei að fara gefa hann í svona færi,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Hilmar Árni lét vaða í stað þess gefa á Sölva Snæ Guðbjargarson sem hefði eflaust verið í betra færi. Hilmar hitti boltann vel en Ingvar náði að slæma hendi í boltann áður en söng í netinu. Ingvar átti samt sem áður mjög fínan leik í marki Víkings. Varði hann til að mynda meistaralega frá Emil Atlasyni í síðari hálfleik og þó Víkingar hafi verið sterkari aðilinn í síðari hálfleik þá tryggði sú markvarsla Víkingum stig í Garðabænum. Ingvar hefur spilað sex leiki fyrir Víkinga í sumar en hann meiddist gegn FH og missti af næstu þremur leikjum. Hinum fræga KR leik þar sem Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson fengu allir rautt spjald. Ingvar missti einnig af afhroðinu sem fylgdi í næsta leik er Valur heimsótti Víkina og að sama skapi sigurleiknum gegn HK í Kórnum. Ingvar mætti sínum gömlu félögum í Stjörnunni í gær og mætir þeim svo strax aftur á fimmtudag er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. „Það var sérstakt. Ég spilaði hérna í fjögur ár og var mjög spenntur fyrir leik sem og síðustu daga. Get ekki beðið eftir að mæta þeim aftur á fimmtudaginn,“ sagði Ingvar um endurkomu sína í Garðabæinn. „Þetta er það, einhver Evrópuleikja fýlingur yfir því að mæta þeim aftur. Þetta er samt bara næsti leikur og maður þarf að mæta klár.“ Ingvar hefur ekki enn tapað leik en að sama skapi hefur hann aðeins verið tvisvar í sigurliði þar sem Víkingar hafa gert fjögur jafntefli [gegn Fjölni, KA, Gróttu og Stjörnunni]. „Við erum ekkert að velta því fyrir okkur þannig séð. Það hafa komið nokkrar fínar frammi-stöður í röð núna og mér finnst góður stígandi í þessu. Við erum með rosaleg gæði í liðinu okkar og ef við höldum áfram á sömu braut eru ekki mörg lið sem stoppa okkur í sumar,“ sagði Ingvar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í síðasta leik 9. umferðar í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. Arnar Gunnlaugsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Pepsi Max Tilþrifin af leik loknum. 28. júlí 2020 07:30 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00
Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í síðasta leik 9. umferðar í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. Arnar Gunnlaugsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Pepsi Max Tilþrifin af leik loknum. 28. júlí 2020 07:30
Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15