Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu Andri Eysteinsson skrifar 28. júlí 2020 22:49 Kári Stefánsson segist telja að fleiri séu smitaðir en vitað er af. Vísir/Vilhelm „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. Fyrr í dag var tilkynnt að Íslensk erfðagreining sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. Greint hefur verið frá því að þrír aðilar séu sýktir með samskonar stökkbreytingu veirunnar án þess að nokkur tengsl séu á milli þeirra. Kári segir að það bendi til þess að þær komi frá sömu uppsprettu og bendi til þess að fleiri séu sýktir en vitað er til. Kári segist hafa áhyggjur af stöðu mála og að faraldurinn sé aftur kominn á þann stað þar sem allir eigi að leggja sitt af mörkum. „Nú eru að berast fréttir af því að sá möguleiki sé fyrir hendi að fleiri af þeim sem voru á fótboltamótinu í Laugardal séu orðnir sýktir,“ sagði Kári en knattspyrnumót Þróttar, Rey Cup, fór fram um liðna helgi og greindist fullorðinn einstaklingur sem var á svæðinu með kórónuveirusmit. Þegar allt sé lagt saman bendi það til þess að veiran sé komin á nokkuð flug að nýju. Íslensk erfðagreining muni sinna skimun í samfélaginu og skima mikið í kringum þá sýktu til þess að meta hversu miklu flugi veiran hafi náð. Þetta muni þurfa að gerast hratt að mati Kára. „Þannig að við buðumst til þess að fara af stað og byrja að skima aftur og erum búin að eiga fund með landlækni, sóttvarnarlækni, hafa samband við kollega okkar uppi á Landspítala og við ætlum að byrja á þessu eins hratt eins og við getum.“ Sagði Kári Stefánsson í Kvöldfréttum RÚV. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
„Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. Fyrr í dag var tilkynnt að Íslensk erfðagreining sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. Greint hefur verið frá því að þrír aðilar séu sýktir með samskonar stökkbreytingu veirunnar án þess að nokkur tengsl séu á milli þeirra. Kári segir að það bendi til þess að þær komi frá sömu uppsprettu og bendi til þess að fleiri séu sýktir en vitað er til. Kári segist hafa áhyggjur af stöðu mála og að faraldurinn sé aftur kominn á þann stað þar sem allir eigi að leggja sitt af mörkum. „Nú eru að berast fréttir af því að sá möguleiki sé fyrir hendi að fleiri af þeim sem voru á fótboltamótinu í Laugardal séu orðnir sýktir,“ sagði Kári en knattspyrnumót Þróttar, Rey Cup, fór fram um liðna helgi og greindist fullorðinn einstaklingur sem var á svæðinu með kórónuveirusmit. Þegar allt sé lagt saman bendi það til þess að veiran sé komin á nokkuð flug að nýju. Íslensk erfðagreining muni sinna skimun í samfélaginu og skima mikið í kringum þá sýktu til þess að meta hversu miklu flugi veiran hafi náð. Þetta muni þurfa að gerast hratt að mati Kára. „Þannig að við buðumst til þess að fara af stað og byrja að skima aftur og erum búin að eiga fund með landlækni, sóttvarnarlækni, hafa samband við kollega okkar uppi á Landspítala og við ætlum að byrja á þessu eins hratt eins og við getum.“ Sagði Kári Stefánsson í Kvöldfréttum RÚV.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira