Segja heilbrigðiskerfið hársbreidd frá því að hrynja vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 29. júlí 2020 07:27 Carrie Lam tilkynnti hertar aðgerðir í baráttunni við kórónuveiruna á blaðamannafundi í dag. Qin Louyue/Getty Stjórnvöld í Hong Kong vara nú við því að heilbrigðiskerfi sjálfstjórnarhéraðsins hrynji en kórónuveiran er í stórsókn á svæðinu. Fólki er ráðlagt að halda sig heima fyrir og nýjar hertari reglur tóku í nótt gildi í borginni þar sem fólki er gert skylt að ganga með grímur og veitingastöðum þar sem fólk situr til borðs hefur verið gert að loka. Þá mega fleiri en tveir ekki koma saman, nema um sé að ræða nána fjölskyldumeðlimi. Um hundrað ný tilfelli koma nú upp á hverjum degi í Hong Kong en þar á bæ tókst mönnum að ná nokkuð góðum tökum á faraldrinum í byrjun árs og fyrir minna en mánuði voru tilfellin aðeins um tíu á dag að meðaltali. Í tilkynningu sem Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, gaf út í gærkvöldi varaði hún við því að ef ekki næðust tök á útbreiðslu veirunnar myndi heilbrigðiskerfið hrynja. Afleiðingarnar yrðu dauðsföll og myndi það sérstaklega bitna á eldri borgurum. Hún biðlaði til íbúa að fylgja sóttvarnarreglum og halda sig heima eftir mestu getu. Þá tóku nýjar hertari reglur gildi í nótt í borginni, veitingastaðir lokuðu og ekki fleiri en tveir af sitt hvoru heimilinu mega koma saman. Hong Kong hefur ekki gengið svo langt áður í reglum til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá mun fólk, eins og áður sagði, vera skylt til að bera grímur fyrir vitum og fyrr í vikunni var tilkynnt að staðir líkt og barir, líkamsræktarstöðvar og snyrtistofur þyrftu að loka. Í byrjun mánaðarins var sett 50 manna samkomubann, svo var það hert í fjögurra manna samkomubann – og nú, tveggja. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýsmitaðra víða um heim Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku. 25. júlí 2020 08:05 Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Aðgerðir í baráttunni við veiruna verða hertar. 19. júlí 2020 22:26 Segir enga sérmeðferð í boði fyrir Hong Kong í skugga öryggislaganna Hong Hong fær framvegis enga sérmeðferð frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum en sjálfstjórnarhérðaðið hefur löngum verið undanskilið alls kyns refsiaðgerðum og tollum sem Kína hefur mátt sæta. 15. júlí 2020 08:35 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Sjá meira
Stjórnvöld í Hong Kong vara nú við því að heilbrigðiskerfi sjálfstjórnarhéraðsins hrynji en kórónuveiran er í stórsókn á svæðinu. Fólki er ráðlagt að halda sig heima fyrir og nýjar hertari reglur tóku í nótt gildi í borginni þar sem fólki er gert skylt að ganga með grímur og veitingastöðum þar sem fólk situr til borðs hefur verið gert að loka. Þá mega fleiri en tveir ekki koma saman, nema um sé að ræða nána fjölskyldumeðlimi. Um hundrað ný tilfelli koma nú upp á hverjum degi í Hong Kong en þar á bæ tókst mönnum að ná nokkuð góðum tökum á faraldrinum í byrjun árs og fyrir minna en mánuði voru tilfellin aðeins um tíu á dag að meðaltali. Í tilkynningu sem Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, gaf út í gærkvöldi varaði hún við því að ef ekki næðust tök á útbreiðslu veirunnar myndi heilbrigðiskerfið hrynja. Afleiðingarnar yrðu dauðsföll og myndi það sérstaklega bitna á eldri borgurum. Hún biðlaði til íbúa að fylgja sóttvarnarreglum og halda sig heima eftir mestu getu. Þá tóku nýjar hertari reglur gildi í nótt í borginni, veitingastaðir lokuðu og ekki fleiri en tveir af sitt hvoru heimilinu mega koma saman. Hong Kong hefur ekki gengið svo langt áður í reglum til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá mun fólk, eins og áður sagði, vera skylt til að bera grímur fyrir vitum og fyrr í vikunni var tilkynnt að staðir líkt og barir, líkamsræktarstöðvar og snyrtistofur þyrftu að loka. Í byrjun mánaðarins var sett 50 manna samkomubann, svo var það hert í fjögurra manna samkomubann – og nú, tveggja.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýsmitaðra víða um heim Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku. 25. júlí 2020 08:05 Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Aðgerðir í baráttunni við veiruna verða hertar. 19. júlí 2020 22:26 Segir enga sérmeðferð í boði fyrir Hong Kong í skugga öryggislaganna Hong Hong fær framvegis enga sérmeðferð frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum en sjálfstjórnarhérðaðið hefur löngum verið undanskilið alls kyns refsiaðgerðum og tollum sem Kína hefur mátt sæta. 15. júlí 2020 08:35 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Sjá meira
Metfjöldi nýsmitaðra víða um heim Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku. 25. júlí 2020 08:05
Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Aðgerðir í baráttunni við veiruna verða hertar. 19. júlí 2020 22:26
Segir enga sérmeðferð í boði fyrir Hong Kong í skugga öryggislaganna Hong Hong fær framvegis enga sérmeðferð frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum en sjálfstjórnarhérðaðið hefur löngum verið undanskilið alls kyns refsiaðgerðum og tollum sem Kína hefur mátt sæta. 15. júlí 2020 08:35