Tónleikum Á Móti Sól á Akranesi aflýst: „Höfum engan áhuga á að stofna fólki í hættu“ Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2020 21:05 Tónleikarnir áttu að fara fram næsta laugardagskvöld. Samsett/GamlaKaupfélagið/Vísir Tónleikum hljómsveitarinnar Á Móti Sól sem áttu að fara fram laugardaginn næsta, 1. ágúst á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi hefur verið aflýst vegna óvissu ástands sem skapast hefur vegna faraldurs kórónuveirunnar. Magni Ásgeirsson, söngvari Á Móti Sól, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir ákvörðunina vera „no brainer.“ „Þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og tónleikahaldara,“ segir Magni. „Þessi staða er hundleiðinleg en vegna þess að verið er að taka slembiúrtak á Skaganum og þar kom upp hópsmit þá er óþarfi að taka sénsinn. Þetta heitir að sýna ábyrgð.“ Magni segir miðasöluna hafa verið farna í gang og að Tix muni sjá um að endurgreiða miðana. Hljómsveitarmeðlimir hafi engan áhuga á að stefna starfsmönnum Gamla Kaupfélagsins eða gestum í hættu. „Þetta var augljóst í okkar augum og í augum tónleikahaldarans.“ Ljóst er að oft hefur verið meira að gera hjá tónlistarmönnum og hljómsveitum en í ár og tekur Magni undir það. Hann segir þó að eftir að slakað var á takmörkunum hafi færst smá líf í leikinn. „ Þetta eru minni en skemmtileg gigg. Minni tónleikastaðir og hátíðir en það vantar alla þessa toppa, alla stóru punktana“ segir Magni og bætir við að sumarið hafi verið skemmtilegt en þó varla hægt að lifa á því sem tónlistarmaður. „Þetta er búið að vera æðislegt sumar og stórkostlegt að fylgjast með Íslendingum ferðast um landið og sækja alla viðburði,“ segir söngvarinn og minnist tónlistarhátíðarinnar Brælunnar sem kom í stað fyrir Bræðsluna í heimahögum hans, Borgarfirði eystri. Það hafi verið réttnefni en bræluveður hafi ekki dregið úr skemmtanagildi og fjölmenni á hátíðina. Magni segir að tónleikar hafi verið bókaðir fram á haust eftir að þróun faraldursins benti til þess að enn frekar yrði slakað á sóttvarnartakmörkunum. Það sé nú í hættu og skýrist á næstu dögum. Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún reiknaði með því að tillögur Sóttvarnalæknis yrðu komnar á borð Heilbrigðisráðherra í kvöld og ákvörðun tekin á næstu dögum. Magni segir að meira hefði mátt gera fyrir tónlistarmenn í samkomubanni og takmörkunum. „Það er búið að vera algjör ládeyða og allir sem vinna í kringum sviðslistir eru búnir að vera launalausir og falla á milli allra aðgerða. Það er hægt að henda peningum í allskonar en þegar kemur að list þá er hugsunin, gangi ykkur bara vel!“ Hann segir að kannski sé ekki um að ræða mikilvægasta verkefnið í heimsfaraldri en vissulega megi hugsa velta hlutunum fyrir sér. „Íslenska óperan lýtur sömu lögmálum og skemmtistaðir. Eitt gengur yfir alla alveg sama hvernig það er,“ segir Magni. „Það er sama hvort þú sért í númeruðu sæti í Eldborg eða fullur úti á túni einhvers staðar.“ „Ef við ætlum að vera í þessu í einhvern tíma í viðbót þá þyrfti að fara að hugsa þetta lengra,“ segir Magni og bætir við „Hlýðum Kára því Víðir er ekkert búinn að segja okkur að gera þetta. Ég ætla að vera með honum í liði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Tónleikum hljómsveitarinnar Á Móti Sól sem áttu að fara fram laugardaginn næsta, 1. ágúst á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi hefur verið aflýst vegna óvissu ástands sem skapast hefur vegna faraldurs kórónuveirunnar. Magni Ásgeirsson, söngvari Á Móti Sól, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir ákvörðunina vera „no brainer.“ „Þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og tónleikahaldara,“ segir Magni. „Þessi staða er hundleiðinleg en vegna þess að verið er að taka slembiúrtak á Skaganum og þar kom upp hópsmit þá er óþarfi að taka sénsinn. Þetta heitir að sýna ábyrgð.“ Magni segir miðasöluna hafa verið farna í gang og að Tix muni sjá um að endurgreiða miðana. Hljómsveitarmeðlimir hafi engan áhuga á að stefna starfsmönnum Gamla Kaupfélagsins eða gestum í hættu. „Þetta var augljóst í okkar augum og í augum tónleikahaldarans.“ Ljóst er að oft hefur verið meira að gera hjá tónlistarmönnum og hljómsveitum en í ár og tekur Magni undir það. Hann segir þó að eftir að slakað var á takmörkunum hafi færst smá líf í leikinn. „ Þetta eru minni en skemmtileg gigg. Minni tónleikastaðir og hátíðir en það vantar alla þessa toppa, alla stóru punktana“ segir Magni og bætir við að sumarið hafi verið skemmtilegt en þó varla hægt að lifa á því sem tónlistarmaður. „Þetta er búið að vera æðislegt sumar og stórkostlegt að fylgjast með Íslendingum ferðast um landið og sækja alla viðburði,“ segir söngvarinn og minnist tónlistarhátíðarinnar Brælunnar sem kom í stað fyrir Bræðsluna í heimahögum hans, Borgarfirði eystri. Það hafi verið réttnefni en bræluveður hafi ekki dregið úr skemmtanagildi og fjölmenni á hátíðina. Magni segir að tónleikar hafi verið bókaðir fram á haust eftir að þróun faraldursins benti til þess að enn frekar yrði slakað á sóttvarnartakmörkunum. Það sé nú í hættu og skýrist á næstu dögum. Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún reiknaði með því að tillögur Sóttvarnalæknis yrðu komnar á borð Heilbrigðisráðherra í kvöld og ákvörðun tekin á næstu dögum. Magni segir að meira hefði mátt gera fyrir tónlistarmenn í samkomubanni og takmörkunum. „Það er búið að vera algjör ládeyða og allir sem vinna í kringum sviðslistir eru búnir að vera launalausir og falla á milli allra aðgerða. Það er hægt að henda peningum í allskonar en þegar kemur að list þá er hugsunin, gangi ykkur bara vel!“ Hann segir að kannski sé ekki um að ræða mikilvægasta verkefnið í heimsfaraldri en vissulega megi hugsa velta hlutunum fyrir sér. „Íslenska óperan lýtur sömu lögmálum og skemmtistaðir. Eitt gengur yfir alla alveg sama hvernig það er,“ segir Magni. „Það er sama hvort þú sért í númeruðu sæti í Eldborg eða fullur úti á túni einhvers staðar.“ „Ef við ætlum að vera í þessu í einhvern tíma í viðbót þá þyrfti að fara að hugsa þetta lengra,“ segir Magni og bætir við „Hlýðum Kára því Víðir er ekkert búinn að segja okkur að gera þetta. Ég ætla að vera með honum í liði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira