Telur ekki að of brátt hafi verið farið í opnun landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 11:34 Katrín segir Ísland hafa nálgast komu ferðamanna hingað til lands með varfærni. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki telja að of brátt hafi verið farið í opnun landsins og að ekki hafi verið mistök að liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli hennar á fréttamannafundi vegna hertra aðgerða í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar. Katrín segir að þegar Ísland sé borið saman við aðrar þjóðir komi í ljós að Ísland hafi nálgast komur til landsins með varfærnasta mögulega hætti. Segir hún skimun á landamærunum hafa sýnt gildi sitt og sannað. Nú sé hins vegar verið að herða aðgerðir á landamærunum. „Við vitum að stór hluti sem hefur verið að koma hingað eru Íslendingar að snúa heim. Þetta er ekki einlitur veruleiki sem við búum í. Við vorum meðvituð um þessa áhættu en herðum núna reglurnar og gæti þurft að koma til frekari herðinga síðar,“ sagði Katrín. Lá fyrir að grípa þyrfti inn í Í viðtali við fréttastofu beint eftir fundinn sagði Katrín að hertar aðgerðir vegna faraldursins hafi verið aðaldagskrármálið á fundi ríkisstjórnar í morgun. Það hafi legið fyrir að grípa þyrfti inn í vegna fjölgunar smita. Þá útilokar Katrín ekki að stjórnvöld grípi til frekari efnahagsaðgerða vegna áhrifa veirunnar á hagkerfið. Þá benti Katrín á að ekki sé verið að leggja til lokanir á þjónustu heldur sé verið að gera kröfu til almennings um að viðhafa sóttvarnir. Þá sagði Katrín að eins og sakir standa þurfi ekki að kalla þingið saman til þess að bregðast við. Hins vegar séu allir þingmenn meðvitaðir um að þeir gætu þurft að vera á bakvakt það sem eftir lifir sumri. Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki telja að of brátt hafi verið farið í opnun landsins og að ekki hafi verið mistök að liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli hennar á fréttamannafundi vegna hertra aðgerða í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar. Katrín segir að þegar Ísland sé borið saman við aðrar þjóðir komi í ljós að Ísland hafi nálgast komur til landsins með varfærnasta mögulega hætti. Segir hún skimun á landamærunum hafa sýnt gildi sitt og sannað. Nú sé hins vegar verið að herða aðgerðir á landamærunum. „Við vitum að stór hluti sem hefur verið að koma hingað eru Íslendingar að snúa heim. Þetta er ekki einlitur veruleiki sem við búum í. Við vorum meðvituð um þessa áhættu en herðum núna reglurnar og gæti þurft að koma til frekari herðinga síðar,“ sagði Katrín. Lá fyrir að grípa þyrfti inn í Í viðtali við fréttastofu beint eftir fundinn sagði Katrín að hertar aðgerðir vegna faraldursins hafi verið aðaldagskrármálið á fundi ríkisstjórnar í morgun. Það hafi legið fyrir að grípa þyrfti inn í vegna fjölgunar smita. Þá útilokar Katrín ekki að stjórnvöld grípi til frekari efnahagsaðgerða vegna áhrifa veirunnar á hagkerfið. Þá benti Katrín á að ekki sé verið að leggja til lokanir á þjónustu heldur sé verið að gera kröfu til almennings um að viðhafa sóttvarnir. Þá sagði Katrín að eins og sakir standa þurfi ekki að kalla þingið saman til þess að bregðast við. Hins vegar séu allir þingmenn meðvitaðir um að þeir gætu þurft að vera á bakvakt það sem eftir lifir sumri. Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira