Umfjöllun og viðtöl: FH - Þór 3-1 | Silfurliðið í engum vandræðum Ísak Hallmundarson skrifar 30. júlí 2020 20:50 FH - ÍA Pepsi max deild karla, Sumar 2020. Foto: hag / Haraldur Guðjónsson/Ljósmynd/hag FH vann Þór frá Akureyri 3-1 í Kaplakrika í kvöld í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. FH er þar með komið í 8-liða úrslit. Mörk Hafnfirðinga skoruðu Daníel Hafsteinsson, Þórir Jóhann Helgason og Steven Lennon. Guðni Sigþórsson skoraði eina mark Þórsara. Þetta byrjaði með látum en strax á 2. mínútu komust FH-ingar yfir. Þórsarar spiluðu boltanum til baka á Aron Birki Stefánsson markvörð sem stóð mjög aftarlega, Daníel Hafsteinsson pressaði hátt og Aron negldi boltanum í Daníel og þaðan fór boltinn inn í markið. Algjört sprellimark og ekki draumabyrjun fyrir Þórsara. Þórsarar voru baráttuglaðir og náðu að gera atlögu að marki FH-inga í fyrri hálfleik og fengu oft fín færi til að skora. Orri Sigurjónsson fékk besta færi Þórsara þegar hann átti skalla að marki eftir hornspyrnu en boltinn flaug rétt yfir markið. Besta færi FH-inga fékk markaskorarinn Daníel Hafsteinsson, hann fékk frían skalla inni í teig eftir fyrirgjöf Þórðar Þorsteins Þórðarsonar en skallaði framhjá markinu. Staðan í hálfleik 1-0 FH í vil. FH gerði breytingu í hálfleik þegar Þórir Jóhann Helgason kom inn fyrir Baldur Sigurðsson. Hafnfirðingar voru strax meira sannfærandi í seinni hálfleik og náði Atli Guðnason að koma boltanum í netið á 50. mínútu en rangstaða dæmd. Við endursýningu kom þó í ljós að markið hefði líklega átt að standa. Á 60. mínútu fékk FH vítaspyrnu, en svo virtist sem dómarinn hafi dæmt á peysutog inni í teig eftir hornspyrnu. Það fór framhjá blaðamanni hvað nákvæmlega skeði og hver átti brotið. Þórir Jóhann fór á punktinn og kom FH í 2-0 forystu. Heimamenn bættu fljótlega við þriðja markinu og gerðu út um leikinn þegar Steven Lennon skoraði auðveldlega í autt netið eftir góðan undirbúning og stoðsendingu frá Daníeli Hafsteinssyni. Við þetta róaðist leikurinn niður en Þórsarar náðu inn sárabótarmarki þegar Guðni Sigþórsson minnkaði muninn með laglegu skoti vinstra megin úr vítateignum í fjærhornið. Fleiri mörk voru ekki skoruð, lokatölur 3-1 fyrir FH sem verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Af hverju vann FH? Gæðamunur á liðunum, FH-ingar buðu ekki upp á neina flugeldasýningu en gerðu það sem þeir þurftu og ekki hjálpaði það Þórsurum að gefa fyrsta markið á silfurfati. Þórsarar fengu færi til að jafna en náðu ekki að nýta sér þau og FH-ingar kláruðu leikinn í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Daníel Hafsteinsson var einn besti maður vallarins í dag. Líflegur allan tímann, skoraði fyrsta markið með því að setja pressu á markvörð Þórs og átti síðan stoðsendingu á Lennon í þriðja markinu. Logi Tómasson fannst mér flottur í þessum leik og átti hann sína spretti, var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og skilaði varnarvinnunni ágætlega af sér. Steven Lennon og Þórir Jóhann Helgason áttu báðir góða innkomu og kláraðu leikinn fyrir FH. Orri Sigurjónsson átti mjög góðan leik á miðjunni fyrir Þór, Alvaro Montajo var kannski sá leikmaður Þórs sem var hættulegastur fram á við. Aron Birkir markvörður Þórs sýndi karakter með því að eiga nokkrar góðar markvörslur eftir að hafa gefið FH fyrsta markið. Hvað gekk illa? Það var auðvitað mjög klaufalegt fyrsta markið sem Þór fékk á sig, sendingin á Aron léleg og Aron átti að vera sneggri að losa sig úr pressunni. Guðmann Þórisson átti alls ekki góðan leik í vörninni hjá FH og var heppinn að gefa ekki mark að minnsta kosti tvisvar, í seinna skiptið var það Daði Freyr sem kom honum til bjargar með frábærri markvörslu eftir að Alvaro Montejo hafði betur í baráttunni um lausan bolta rétt utan teigs. Logi Ólafsson: Gerðum okkur þetta erfitt sjálfir ,,Oft er þetta svona í bikarnum, þetta eru erfiðir leikir og skiptir í sjálfu sér ekki miklu máli í hvaða deild liðin eru. Við gerðum okkur þetta svolítið erfitt sjálfir, erum komnir í forystu og þetta eru reyndir fótboltamenn og eiga að gera betur og halda boltanum og láta hann ganga. Mér fannst þetta betra í seinni hálfleik, þá náðum við að halda boltanum betur innan liðsins og skapa hættu og það voru að vísu alveg nógu mörg færi sem við fengum til að klára leikinn fyrr, en svona er þetta og við erum ánægðir að vera komnir áfram,‘‘ sagði Logi Ólafsson, þjálfari FH eftir leik, en hann viðurkenndi að þetta hefði ekki verið nein flugeldasýning í kvöld. Kristján Gauti Emilsson kom inn á í seinni hálfleik, hans fyrsti leikur síðan 2014 fyrir FH og fyrsti fótboltaleikur síðan 2016. ,,Gaman að sjá Kristján Gauta koma inn á völlinn aftur, þetta eru góðir fótboltamenn og sumir kannski ekki búnir að spila mikið sem við létum spila í dag. Þá eru menn kannski aðeins ryðgaðir en koma vel frá leiknum.‘‘ Óvíst er hvenær næsti leikur FH fer fram vegna hertrar stefnu stjórnvalda í sóttvarnarmálum. ,,Þetta er óvissuástand og það á að taka einhverja nýja afstöðu í kringum 5. ágúst, við bíðum bara eftir svari hvað eigi að gera og reynum að fylgja þeim reglum sem settar eru,‘‘ sagði Logi að lokum. Páll Viðar: Dómarinn gjafmildur ,,Ég er mjög sáttur við frammistöðu Þórsliðsins í dag, þegar ég miða við síðasta leik sem við töpuðum illa. Mér fannst úrslitin bregðast vel við í dag og við gátum skorað mörk í dag, skoruðum eitt. Við vorum gjafmildir á mörkin sem við fengum á okkur eins og flestir sáu og mér fannst dómarinn líka gjafmildur. Í upphafi seinni hálfleiks áttum við að jafna, þá veit enginn hvað hefði gerst vegna þess að við vorum flottir og aggresívir og þéttir, ég er fyrst og fremst svekktur að hafa ekki náð að jafna en á móti kemur að frammistaðan stendur upp úr. Ég var sáttur með liðsframmistöðu Þórs í dag,‘‘ voru fyrstu viðbrögð Páls Gíslasonar þjálfara Þórs eftir leik. Páll gaf lítið fyrir vítaspyrnudóminn í seinni hálfleik en segir hann ekki hafa ráðið úrslitum. ,,Við vorum hættulegir í mörgum sóknaraðgerðum og áttum fínustu möguleika á því að skora mark, ef við hefðum jafnað hefðum við eflaust fuðrast upp og barið okkur meira á brjóst en fáum mark á okkur, að mínu viti galin dómur. Bananabolti lengst upp í loft, enginn að reyna við hann, allir að hlaupa til baka og markvörðurinn grípur hann. Svo kemur eitthvað djók peysutog sem hefur engin áhrif á leikinn. Þetta réði kannski ekki úrslitum en þetta hefði verið geggjaður leikur ef við hefðum ekki ásamt fleirum verið svona gjafmildir.‘‘ ,,Ég er sáttari að fara í ferðalagið heim eftir þetta tap heldur en í síðustu umferð. Ég er svekktur að hafa tapað leiknum en FH er með öflugt lið og ég ætla að halda með þeim í bikarkeppni KSÍ þetta árið,‘‘ sagði Palli léttur að lokum. Mjólkurbikarinn
FH vann Þór frá Akureyri 3-1 í Kaplakrika í kvöld í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. FH er þar með komið í 8-liða úrslit. Mörk Hafnfirðinga skoruðu Daníel Hafsteinsson, Þórir Jóhann Helgason og Steven Lennon. Guðni Sigþórsson skoraði eina mark Þórsara. Þetta byrjaði með látum en strax á 2. mínútu komust FH-ingar yfir. Þórsarar spiluðu boltanum til baka á Aron Birki Stefánsson markvörð sem stóð mjög aftarlega, Daníel Hafsteinsson pressaði hátt og Aron negldi boltanum í Daníel og þaðan fór boltinn inn í markið. Algjört sprellimark og ekki draumabyrjun fyrir Þórsara. Þórsarar voru baráttuglaðir og náðu að gera atlögu að marki FH-inga í fyrri hálfleik og fengu oft fín færi til að skora. Orri Sigurjónsson fékk besta færi Þórsara þegar hann átti skalla að marki eftir hornspyrnu en boltinn flaug rétt yfir markið. Besta færi FH-inga fékk markaskorarinn Daníel Hafsteinsson, hann fékk frían skalla inni í teig eftir fyrirgjöf Þórðar Þorsteins Þórðarsonar en skallaði framhjá markinu. Staðan í hálfleik 1-0 FH í vil. FH gerði breytingu í hálfleik þegar Þórir Jóhann Helgason kom inn fyrir Baldur Sigurðsson. Hafnfirðingar voru strax meira sannfærandi í seinni hálfleik og náði Atli Guðnason að koma boltanum í netið á 50. mínútu en rangstaða dæmd. Við endursýningu kom þó í ljós að markið hefði líklega átt að standa. Á 60. mínútu fékk FH vítaspyrnu, en svo virtist sem dómarinn hafi dæmt á peysutog inni í teig eftir hornspyrnu. Það fór framhjá blaðamanni hvað nákvæmlega skeði og hver átti brotið. Þórir Jóhann fór á punktinn og kom FH í 2-0 forystu. Heimamenn bættu fljótlega við þriðja markinu og gerðu út um leikinn þegar Steven Lennon skoraði auðveldlega í autt netið eftir góðan undirbúning og stoðsendingu frá Daníeli Hafsteinssyni. Við þetta róaðist leikurinn niður en Þórsarar náðu inn sárabótarmarki þegar Guðni Sigþórsson minnkaði muninn með laglegu skoti vinstra megin úr vítateignum í fjærhornið. Fleiri mörk voru ekki skoruð, lokatölur 3-1 fyrir FH sem verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Af hverju vann FH? Gæðamunur á liðunum, FH-ingar buðu ekki upp á neina flugeldasýningu en gerðu það sem þeir þurftu og ekki hjálpaði það Þórsurum að gefa fyrsta markið á silfurfati. Þórsarar fengu færi til að jafna en náðu ekki að nýta sér þau og FH-ingar kláruðu leikinn í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Daníel Hafsteinsson var einn besti maður vallarins í dag. Líflegur allan tímann, skoraði fyrsta markið með því að setja pressu á markvörð Þórs og átti síðan stoðsendingu á Lennon í þriðja markinu. Logi Tómasson fannst mér flottur í þessum leik og átti hann sína spretti, var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og skilaði varnarvinnunni ágætlega af sér. Steven Lennon og Þórir Jóhann Helgason áttu báðir góða innkomu og kláraðu leikinn fyrir FH. Orri Sigurjónsson átti mjög góðan leik á miðjunni fyrir Þór, Alvaro Montajo var kannski sá leikmaður Þórs sem var hættulegastur fram á við. Aron Birkir markvörður Þórs sýndi karakter með því að eiga nokkrar góðar markvörslur eftir að hafa gefið FH fyrsta markið. Hvað gekk illa? Það var auðvitað mjög klaufalegt fyrsta markið sem Þór fékk á sig, sendingin á Aron léleg og Aron átti að vera sneggri að losa sig úr pressunni. Guðmann Þórisson átti alls ekki góðan leik í vörninni hjá FH og var heppinn að gefa ekki mark að minnsta kosti tvisvar, í seinna skiptið var það Daði Freyr sem kom honum til bjargar með frábærri markvörslu eftir að Alvaro Montejo hafði betur í baráttunni um lausan bolta rétt utan teigs. Logi Ólafsson: Gerðum okkur þetta erfitt sjálfir ,,Oft er þetta svona í bikarnum, þetta eru erfiðir leikir og skiptir í sjálfu sér ekki miklu máli í hvaða deild liðin eru. Við gerðum okkur þetta svolítið erfitt sjálfir, erum komnir í forystu og þetta eru reyndir fótboltamenn og eiga að gera betur og halda boltanum og láta hann ganga. Mér fannst þetta betra í seinni hálfleik, þá náðum við að halda boltanum betur innan liðsins og skapa hættu og það voru að vísu alveg nógu mörg færi sem við fengum til að klára leikinn fyrr, en svona er þetta og við erum ánægðir að vera komnir áfram,‘‘ sagði Logi Ólafsson, þjálfari FH eftir leik, en hann viðurkenndi að þetta hefði ekki verið nein flugeldasýning í kvöld. Kristján Gauti Emilsson kom inn á í seinni hálfleik, hans fyrsti leikur síðan 2014 fyrir FH og fyrsti fótboltaleikur síðan 2016. ,,Gaman að sjá Kristján Gauta koma inn á völlinn aftur, þetta eru góðir fótboltamenn og sumir kannski ekki búnir að spila mikið sem við létum spila í dag. Þá eru menn kannski aðeins ryðgaðir en koma vel frá leiknum.‘‘ Óvíst er hvenær næsti leikur FH fer fram vegna hertrar stefnu stjórnvalda í sóttvarnarmálum. ,,Þetta er óvissuástand og það á að taka einhverja nýja afstöðu í kringum 5. ágúst, við bíðum bara eftir svari hvað eigi að gera og reynum að fylgja þeim reglum sem settar eru,‘‘ sagði Logi að lokum. Páll Viðar: Dómarinn gjafmildur ,,Ég er mjög sáttur við frammistöðu Þórsliðsins í dag, þegar ég miða við síðasta leik sem við töpuðum illa. Mér fannst úrslitin bregðast vel við í dag og við gátum skorað mörk í dag, skoruðum eitt. Við vorum gjafmildir á mörkin sem við fengum á okkur eins og flestir sáu og mér fannst dómarinn líka gjafmildur. Í upphafi seinni hálfleiks áttum við að jafna, þá veit enginn hvað hefði gerst vegna þess að við vorum flottir og aggresívir og þéttir, ég er fyrst og fremst svekktur að hafa ekki náð að jafna en á móti kemur að frammistaðan stendur upp úr. Ég var sáttur með liðsframmistöðu Þórs í dag,‘‘ voru fyrstu viðbrögð Páls Gíslasonar þjálfara Þórs eftir leik. Páll gaf lítið fyrir vítaspyrnudóminn í seinni hálfleik en segir hann ekki hafa ráðið úrslitum. ,,Við vorum hættulegir í mörgum sóknaraðgerðum og áttum fínustu möguleika á því að skora mark, ef við hefðum jafnað hefðum við eflaust fuðrast upp og barið okkur meira á brjóst en fáum mark á okkur, að mínu viti galin dómur. Bananabolti lengst upp í loft, enginn að reyna við hann, allir að hlaupa til baka og markvörðurinn grípur hann. Svo kemur eitthvað djók peysutog sem hefur engin áhrif á leikinn. Þetta réði kannski ekki úrslitum en þetta hefði verið geggjaður leikur ef við hefðum ekki ásamt fleirum verið svona gjafmildir.‘‘ ,,Ég er sáttari að fara í ferðalagið heim eftir þetta tap heldur en í síðustu umferð. Ég er svekktur að hafa tapað leiknum en FH er með öflugt lið og ég ætla að halda með þeim í bikarkeppni KSÍ þetta árið,‘‘ sagði Palli léttur að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti