Hertar aðgerðir koma illa niður á tónlistarfólki og skemmtistöðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2020 21:30 Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans og meðeigandi Röntgen bar segir stöðuna leiðinlega en treystir stjórnvöldum. ARNAR HALLDÓRSSON Allar línur hafa verið rauðglóandi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar eftir að tíðindi bárust um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Félagsmenn eru áhyggjufullir, sérstaklega þeir sem eru með starfsemi á landsbyggðinni. „Það eru náttúrulega vonbrigði að það hafi þurft að grípa til svona harðra aðgerða sérstaklega þetta snemma. Ég átti nú kannski von á því að til þess myndi koma í haust en þetta er fyrr en við áttum von á,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Hann telur að mikil röskun verði á starfsemi veitinga- og skemmtistaða og að takmarkanir munu valda fjárhagslegu tjóni þar. „Þetta eykur á vanda fyrirtækja að því leyti og mun þá ekki hjálpa til við það að fólk verði endurráðið eða takist að halda störfunum,“ sagði Jóhannes. Steinþór Einarsson er skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.ARNAR HALLDÓRSSON Takmarka þarf fjölda fólks í sundlaugar frá og með hádegi á morgun. Sóttvarnir verða efldar og hugsanlega verður einhverjum heitum pottum lokað. „Þegar mestu takmarkanirnar voru þá tókum við úr umferð annan hvern skáp og það er líklega það sem við þurfum að gera í fyrstu en við sjáum til,“ sagði Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag, en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju.STÖÐ2 „Þetta er búið að vera alveg hrikalega erfitt og ekki neitt öryggisnet fyrir þennan hóp þannig hljóðið er þungt,“ sagði Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans og meðeigandi Röntgen bar. Hefðir þú viljað sjá annars konar aðgerðir? „Ég er ekki dómbær á það. Ég treysti sóttvarnarlækni alveg hundrað prósent og ber mikla virðingu fyrir heilbrigðisráðherra og stjórnvöldum almennt í þessu máli. Það er búið að gera ýmsar tilraunir í þessu máli, það gengur ekkert alltaf allt upp en ég treysti þessu fólki,“ Sagði Ásgeir. Tónlistarhátíðinni Innipúkanum, sem átti að fara fram um helgina, hefur verið aflýst. „Við vorum búin að selja 80% af miðunum sem er gott þannig það gekk ótrúlega vel að skipuleggja innipúkann og mikil stemning alveg þangað til klukkan ellefu í morgun,“ sagði Ásgeir. Þeir sem áttu miða á hátíðina geta farið fram á endurgreiðslu. „Eða óski þeir þess ekki þá rennur öll sú innkoma beint til þeirra listamanna sem áttu að koma fram,“ sagði Ásgeir. Innipúkinn fer ekki fram í ár.Mynd/Brynjar Snær Kom ekki til greina að takmarka tónleikana við hundrað manns og skylda fólk til að bera grímur? „Nei það myndi ekki borga sig. Þá hefðum við skipuleggjendur þurft að borga þann brúsa. Auk þess beindi Víðir því til okkar skipuleggjenda að vera ekki í því að hólfa svæðið niður eða slíkt. Þannig að okkar ábyrgð er að aflýsa strax og vera ekkert í neinum leikjum um hópamyndun,“ sagði Ásgeir. Hann hvetur fólk til að styðja við bakið á listamönnum á tímum sem þessum. „Ég hvet mína þjóð til að kaupa íslenska tónlist, lesa íslensk ritverk. Kaupa íslenska myndlist og grafík. Það er kominn tími til að við styðjum almennilega við okkar fólk.“ „Þessir listamenn eru það dýrmætasta sem við eigum og það er enginn sérstakur tilgangur í því að lækna og mennta „kúltúrlausa“ þjóð,“ sagði Ásgeir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Allar línur hafa verið rauðglóandi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar eftir að tíðindi bárust um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Félagsmenn eru áhyggjufullir, sérstaklega þeir sem eru með starfsemi á landsbyggðinni. „Það eru náttúrulega vonbrigði að það hafi þurft að grípa til svona harðra aðgerða sérstaklega þetta snemma. Ég átti nú kannski von á því að til þess myndi koma í haust en þetta er fyrr en við áttum von á,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Hann telur að mikil röskun verði á starfsemi veitinga- og skemmtistaða og að takmarkanir munu valda fjárhagslegu tjóni þar. „Þetta eykur á vanda fyrirtækja að því leyti og mun þá ekki hjálpa til við það að fólk verði endurráðið eða takist að halda störfunum,“ sagði Jóhannes. Steinþór Einarsson er skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.ARNAR HALLDÓRSSON Takmarka þarf fjölda fólks í sundlaugar frá og með hádegi á morgun. Sóttvarnir verða efldar og hugsanlega verður einhverjum heitum pottum lokað. „Þegar mestu takmarkanirnar voru þá tókum við úr umferð annan hvern skáp og það er líklega það sem við þurfum að gera í fyrstu en við sjáum til,“ sagði Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag, en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju. Fjölmargir listarmenn tjáðu sig um hertar aðgerðir á samfélagsmiðlum í dag en þær hafa mikil áhrif á þeirra iðju.STÖÐ2 „Þetta er búið að vera alveg hrikalega erfitt og ekki neitt öryggisnet fyrir þennan hóp þannig hljóðið er þungt,“ sagði Ásgeir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Innipúkans og meðeigandi Röntgen bar. Hefðir þú viljað sjá annars konar aðgerðir? „Ég er ekki dómbær á það. Ég treysti sóttvarnarlækni alveg hundrað prósent og ber mikla virðingu fyrir heilbrigðisráðherra og stjórnvöldum almennt í þessu máli. Það er búið að gera ýmsar tilraunir í þessu máli, það gengur ekkert alltaf allt upp en ég treysti þessu fólki,“ Sagði Ásgeir. Tónlistarhátíðinni Innipúkanum, sem átti að fara fram um helgina, hefur verið aflýst. „Við vorum búin að selja 80% af miðunum sem er gott þannig það gekk ótrúlega vel að skipuleggja innipúkann og mikil stemning alveg þangað til klukkan ellefu í morgun,“ sagði Ásgeir. Þeir sem áttu miða á hátíðina geta farið fram á endurgreiðslu. „Eða óski þeir þess ekki þá rennur öll sú innkoma beint til þeirra listamanna sem áttu að koma fram,“ sagði Ásgeir. Innipúkinn fer ekki fram í ár.Mynd/Brynjar Snær Kom ekki til greina að takmarka tónleikana við hundrað manns og skylda fólk til að bera grímur? „Nei það myndi ekki borga sig. Þá hefðum við skipuleggjendur þurft að borga þann brúsa. Auk þess beindi Víðir því til okkar skipuleggjenda að vera ekki í því að hólfa svæðið niður eða slíkt. Þannig að okkar ábyrgð er að aflýsa strax og vera ekkert í neinum leikjum um hópamyndun,“ sagði Ásgeir. Hann hvetur fólk til að styðja við bakið á listamönnum á tímum sem þessum. „Ég hvet mína þjóð til að kaupa íslenska tónlist, lesa íslensk ritverk. Kaupa íslenska myndlist og grafík. Það er kominn tími til að við styðjum almennilega við okkar fólk.“ „Þessir listamenn eru það dýrmætasta sem við eigum og það er enginn sérstakur tilgangur í því að lækna og mennta „kúltúrlausa“ þjóð,“ sagði Ásgeir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira