Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2020 22:00 Ekki er mælt með almennri notkun á almannafæri og er gríman óþörf ef fjarlægðarmörk eru virt. Vísir/Getty Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju á hádegi á morgun. Ekki er mælt með almennri notkun á almannafæri og er hún óþörf ef fjarlægðarmörk eru virt. Þetta kemur fram í leiðbeiningum frá Embætti landlæknis um notkun á hlífðargrímum. Þar er jafnframt áréttað að hlífðargríma kemur aldrei í stað almennra sýkingavarna sem skal viðhafa; handhreinsun, almennt hreinlæti og þrif á snertiflötum. Hlífðargrímurnar koma þó ekki í stað tveggja metra reglunnar. Í leiðbeiningunum er farið yfir hvar skal nota grímurnar. Fólk skal nota hlífðargrímur í öllu áætlunarflugi, farþegaferjum ef ekki er hægt að virða fjarlægðarmörk og í öðrum almenningssamgöngum ef ekki eru gerðar ráðstafanir til þess að viðhalda fjarlægð milli einstaklinga. „Sérstaklega er mikilvægt að nota grímu í rútum frá flugvelli eftir sýnatöku á landamærum og á lengri leiðum með hópferðabílum, en í innanbæjarsamgöngum þar sem ferð er gjarnan 15-30 mínútur eru það fyrst og fremst einstaklingar í áhættuhópum sem ættu að nota grímu,“ segir í leiðbeiningunum. Þannig er ekki skylda að nota grímu í Strætó nema fyrirtækið ákveði að halda sig við þær reglur sem gefnar voru út í dag. Einnota grímur skulu notaðar að hámarki í fjórar klukkustundir og þá skal henda grímunni í almennt sorp. Mikilvægt er að þvo hendur eða spritta eftir snertingu við grímuna. Einnig er hægt að nota margnota grímur úr taui en að lágmarki skal þvo þær daglega. Hafið í huga: Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri Rök og skítug gríma gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingahættu Einnota gríma sem notuð er oftar en einu sinni gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu Hlífðargríma sem hylur ekki bæði nef og munn gerir ekkert gagn Hlífðargríma sem er höfð á enni eða undir höku gerir ekkert gagn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju á hádegi á morgun. Ekki er mælt með almennri notkun á almannafæri og er hún óþörf ef fjarlægðarmörk eru virt. Þetta kemur fram í leiðbeiningum frá Embætti landlæknis um notkun á hlífðargrímum. Þar er jafnframt áréttað að hlífðargríma kemur aldrei í stað almennra sýkingavarna sem skal viðhafa; handhreinsun, almennt hreinlæti og þrif á snertiflötum. Hlífðargrímurnar koma þó ekki í stað tveggja metra reglunnar. Í leiðbeiningunum er farið yfir hvar skal nota grímurnar. Fólk skal nota hlífðargrímur í öllu áætlunarflugi, farþegaferjum ef ekki er hægt að virða fjarlægðarmörk og í öðrum almenningssamgöngum ef ekki eru gerðar ráðstafanir til þess að viðhalda fjarlægð milli einstaklinga. „Sérstaklega er mikilvægt að nota grímu í rútum frá flugvelli eftir sýnatöku á landamærum og á lengri leiðum með hópferðabílum, en í innanbæjarsamgöngum þar sem ferð er gjarnan 15-30 mínútur eru það fyrst og fremst einstaklingar í áhættuhópum sem ættu að nota grímu,“ segir í leiðbeiningunum. Þannig er ekki skylda að nota grímu í Strætó nema fyrirtækið ákveði að halda sig við þær reglur sem gefnar voru út í dag. Einnota grímur skulu notaðar að hámarki í fjórar klukkustundir og þá skal henda grímunni í almennt sorp. Mikilvægt er að þvo hendur eða spritta eftir snertingu við grímuna. Einnig er hægt að nota margnota grímur úr taui en að lágmarki skal þvo þær daglega. Hafið í huga: Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri Rök og skítug gríma gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingahættu Einnota gríma sem notuð er oftar en einu sinni gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu Hlífðargríma sem hylur ekki bæði nef og munn gerir ekkert gagn Hlífðargríma sem er höfð á enni eða undir höku gerir ekkert gagn
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira