Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2020 23:00 Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. Djúp og víðáttumikil lægð stjórnar veðrinu á landinu næstu daga. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt og verður blautt í öllum landshlutum um helgina. Mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum og má búast við auknu afrennsli í ám og lækjum á svæðinu. Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni og eru ferðamenn því beðnir um að sýna aðgát í fjalllendi og nágrenni árfarvega. Álíka rigningu er spáð á suðausturlandi þar sem vegir og slóðar geta orðið varhugaverðir. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris en búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, sem getur skapað varasöm akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Verslunarmannahelgin er framundan og segir yfirlögregluþjónn almannavarna slæmt veður mögulega verða til þess að fólk verði minna á ferðalagi um helgina. Er það lán í óláni að veðurspáin sé slæm um helgina? „Öll viljum við gott veður en auðvitað verður þetta til þess að fólk hreyfir sig minna og það er það sem við höfum verið að tala fyrir en ég held að í þessu ástandi hefðum við öll viljað vera í sólinni,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar hjá ríkislögreglustjóra. Lögreglan er sé viðbúin því að hópamyndun eigi sér stað þrátt fyrir takmarkanir. „Það eru búin að vera mikil samskipti lögreglu við rekstraraðila tjaldsvæða um allt land. Þar eru menn búnir að setja þessar reglur í gang, þær tóku auðvitað gildi áðan og allt komið í gang varðandi það þannig við höfum ekkert stórar áhyggjur en við erum viðbúnir,“ sagði Víðir. Búist er sé við fjölda manns í Vestmannaeyjum um helgina. „Það er aukinn viðbúnaður hjá lögreglunni um allt land og meðal annars í Vestmannaeyjum. Þar eru menn undirbúnir undir það að þar verði fjöldi gesta á svæðinu þó svo að menn eigi ekki von á að samkomubannið verði brotið en það verður auðvitað mikið af fólki út um allt,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20 Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. 31. júlí 2020 12:11 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Fleiri fréttir Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Sjá meira
Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. Djúp og víðáttumikil lægð stjórnar veðrinu á landinu næstu daga. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt og verður blautt í öllum landshlutum um helgina. Mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum og má búast við auknu afrennsli í ám og lækjum á svæðinu. Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni og eru ferðamenn því beðnir um að sýna aðgát í fjalllendi og nágrenni árfarvega. Álíka rigningu er spáð á suðausturlandi þar sem vegir og slóðar geta orðið varhugaverðir. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris en búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, sem getur skapað varasöm akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Verslunarmannahelgin er framundan og segir yfirlögregluþjónn almannavarna slæmt veður mögulega verða til þess að fólk verði minna á ferðalagi um helgina. Er það lán í óláni að veðurspáin sé slæm um helgina? „Öll viljum við gott veður en auðvitað verður þetta til þess að fólk hreyfir sig minna og það er það sem við höfum verið að tala fyrir en ég held að í þessu ástandi hefðum við öll viljað vera í sólinni,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar hjá ríkislögreglustjóra. Lögreglan er sé viðbúin því að hópamyndun eigi sér stað þrátt fyrir takmarkanir. „Það eru búin að vera mikil samskipti lögreglu við rekstraraðila tjaldsvæða um allt land. Þar eru menn búnir að setja þessar reglur í gang, þær tóku auðvitað gildi áðan og allt komið í gang varðandi það þannig við höfum ekkert stórar áhyggjur en við erum viðbúnir,“ sagði Víðir. Búist er sé við fjölda manns í Vestmannaeyjum um helgina. „Það er aukinn viðbúnaður hjá lögreglunni um allt land og meðal annars í Vestmannaeyjum. Þar eru menn undirbúnir undir það að þar verði fjöldi gesta á svæðinu þó svo að menn eigi ekki von á að samkomubannið verði brotið en það verður auðvitað mikið af fólki út um allt,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20 Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. 31. júlí 2020 12:11 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Fleiri fréttir Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Sjá meira
Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20
Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. 31. júlí 2020 12:11