Í lífshættu eftir að hafa smakkað íslenskan orkudrykk Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. ágúst 2020 19:24 Brynja fékk alvarlegt ofnæmiskast eftir að hafa tekið sopa af drykknum. Vísir/Aðsend Kona með fiskiofnæmi var í lífshættu eftir að hafa innbyrt einn sopa af orkudrykk. Hún vill betri merkingar á ofnæmisvöldum í matvælum. Brynja Guðmundsdóttir er með bráðaofnæmi fyrir fiski. Fyrir rúmum tveimur vikum var henni boðinn orkudrykkurinn Collab og eftir að hafa litið á texta framan á drykknum tók hún sopa. Fann hún strax að ekki var allt með felldu. Munnur og varir bólgnuðu upp, hún hneig niður og missti sjónina í um tuttugu mínútur en Brynja var í lífshættu vegna ofnæmisins. „Áður en ég fékk mér sopann þá leit ég bara framan á dósina og sá að þetta var orkudrykkur. Ég hélt að það væri í góðu en það var ekki fyrr en eftir að ég tók sopann og fann að það var eitthvað að sem ég leit á innihaldslýsinguna og sá að það var fiskur í þessu,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Ofnæmi Brynju er alvarlegt og þarf hún því alltaf að vera mjög meðvituð um það sem hún innbyrðir. Hana óraði þó ekki fyrir því að það gæti verið fiskur í orkudrykk. „Ég veit að það getur oft einhver matur innihaldið fisk en út af því að umbúðirnar eru þannig að mér finnst þær ekki skýrar. Þær eru villandi þegar ég horfi framan á þær,“ segir Brynja. Samkvæmt leiðbeiningum MAST þurfa ofnæmisvaldar að koma fram með skýrum hætti á matvælum. Á umbúðum drykkjarins stendur að varan sé unnin úr fiski en Brynja vill að lengra sé gengið í merkingum fremst á drykknum. Brynja telur að merkingum er lúta að ofnæmisvöldum í matvörum sé ábótavant.Vísir „Mér finnst að það ætti að koma fram með stórum stöfum að þetta sé fiskikollagen eða kollagen sem er unnið úr fiskiroði.“ Á dögunum sendi Brynja Ölgerðinni og MAST erindi vegna þessa og vonast hún til að merkingum verði breytt. „Ég var mjög hrædd um líf mitt. Ég hef fengið köst áður sem voru alvarleg en ekki eins alvarleg og þetta,“ segir Brynja. Neytendur Orkudrykkir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Kona með fiskiofnæmi var í lífshættu eftir að hafa innbyrt einn sopa af orkudrykk. Hún vill betri merkingar á ofnæmisvöldum í matvælum. Brynja Guðmundsdóttir er með bráðaofnæmi fyrir fiski. Fyrir rúmum tveimur vikum var henni boðinn orkudrykkurinn Collab og eftir að hafa litið á texta framan á drykknum tók hún sopa. Fann hún strax að ekki var allt með felldu. Munnur og varir bólgnuðu upp, hún hneig niður og missti sjónina í um tuttugu mínútur en Brynja var í lífshættu vegna ofnæmisins. „Áður en ég fékk mér sopann þá leit ég bara framan á dósina og sá að þetta var orkudrykkur. Ég hélt að það væri í góðu en það var ekki fyrr en eftir að ég tók sopann og fann að það var eitthvað að sem ég leit á innihaldslýsinguna og sá að það var fiskur í þessu,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Ofnæmi Brynju er alvarlegt og þarf hún því alltaf að vera mjög meðvituð um það sem hún innbyrðir. Hana óraði þó ekki fyrir því að það gæti verið fiskur í orkudrykk. „Ég veit að það getur oft einhver matur innihaldið fisk en út af því að umbúðirnar eru þannig að mér finnst þær ekki skýrar. Þær eru villandi þegar ég horfi framan á þær,“ segir Brynja. Samkvæmt leiðbeiningum MAST þurfa ofnæmisvaldar að koma fram með skýrum hætti á matvælum. Á umbúðum drykkjarins stendur að varan sé unnin úr fiski en Brynja vill að lengra sé gengið í merkingum fremst á drykknum. Brynja telur að merkingum er lúta að ofnæmisvöldum í matvörum sé ábótavant.Vísir „Mér finnst að það ætti að koma fram með stórum stöfum að þetta sé fiskikollagen eða kollagen sem er unnið úr fiskiroði.“ Á dögunum sendi Brynja Ölgerðinni og MAST erindi vegna þessa og vonast hún til að merkingum verði breytt. „Ég var mjög hrædd um líf mitt. Ég hef fengið köst áður sem voru alvarleg en ekki eins alvarleg og þetta,“ segir Brynja.
Neytendur Orkudrykkir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent