Forsetinn hvatti þjóðina til að forðast að „festast í þröngri rétthugsun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. ágúst 2020 20:30 Það voru færri viðstaddir embættistöku forseta Íslands í dag en venja er. Vísir/Einar Óvenju fámennt var við lágstemmda og hátíðlega athöfn á Alþingi í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands öðru sinni. Forsetinn bað þjóðina að halda áfram að meta víðsýni og frelsi og forðast að festast í þröngri rétthugsun í innsetningarræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson og Elisa Reid komu til athafnarinnar á elsta bíl í eigu embættisins, sem var forsetabíll Sveins Björnssonar í hans tíð í embætti. Athöfnin hófst með einsöng Estherar Taliu Casey á lagi og ljóði Bubba Morthens "Fallegur dagur," að ósk Guðna. Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar lýsti kjöri Guðna Th. Jóhannessonar, sem síðan skrifaði undir drengskaparheit að stjórnarskránni. Hertar sóttvarnarráðstafanir settu óhjákvæmilega svip sinn á athöfnina. Aðeins 29 boðsgestir voru viðstaddir og vel var gætt að því að tveggja metra reglan væri virt. Guðni undirstrikaði í ræðu sinni að það væri á Alþingi sem þungi hins pólitíska valds lægi en forseta væri þó ætlað hlutverk á sviði stjórnmálanna. Forsetinn ítrekaði að samstaða væri um að forseti hverju sinni væri sameiningartákn þjóðarinnar. Bölmóður ætti ekki heima á Bessastöðum en rangur póll væri tekinn í hæðina ef forseti teldi vænlegast stöðu sinnar vegna að segja ekkert sem gæti valdið deilum í samfélaginu. „Blessunarlega erum við ólík um margt. En saman metum við þó mikils víðsýni og mildi, fjölbreytni og frelsi. Höldum því áfram en forðumst um leið að festast í þröngri rétthugsun, verða ofur viðkvæm fyrir öndverðum skoðunum og hneykslast á hinu og þessu í kringum okkur,“ sagði Guðni meðal annars. Engin athöfn fór fram í dómkirkjunni líkt og venja er en þess í stað, bað Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands, forseta og þjóð blessunar við athöfnina í þinghúsinu. Það var svo engin önnur en Diddú sem söng þjóðsönginn við lok athafnarinnar. Þótt forsetahjónin hafi ekki stígið út á svalir þinghússins að athöfn lokinni líkt og venjan er hafði nokkur hópur fólks safnast saman á Austurvelli til að fylgjast með. „Mér er efst í huga þakklæti og auðmýkt. Ég tek nú við embætti forseta í annað sinn og einset mér að gegna þessi embætti eftir bestu getu og er þakklátur þjóð minni fyrir það traust sem mér hefur verið falið,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu að athöfninni lokinni. Viðtal við Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan. Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira
Óvenju fámennt var við lágstemmda og hátíðlega athöfn á Alþingi í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands öðru sinni. Forsetinn bað þjóðina að halda áfram að meta víðsýni og frelsi og forðast að festast í þröngri rétthugsun í innsetningarræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson og Elisa Reid komu til athafnarinnar á elsta bíl í eigu embættisins, sem var forsetabíll Sveins Björnssonar í hans tíð í embætti. Athöfnin hófst með einsöng Estherar Taliu Casey á lagi og ljóði Bubba Morthens "Fallegur dagur," að ósk Guðna. Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar lýsti kjöri Guðna Th. Jóhannessonar, sem síðan skrifaði undir drengskaparheit að stjórnarskránni. Hertar sóttvarnarráðstafanir settu óhjákvæmilega svip sinn á athöfnina. Aðeins 29 boðsgestir voru viðstaddir og vel var gætt að því að tveggja metra reglan væri virt. Guðni undirstrikaði í ræðu sinni að það væri á Alþingi sem þungi hins pólitíska valds lægi en forseta væri þó ætlað hlutverk á sviði stjórnmálanna. Forsetinn ítrekaði að samstaða væri um að forseti hverju sinni væri sameiningartákn þjóðarinnar. Bölmóður ætti ekki heima á Bessastöðum en rangur póll væri tekinn í hæðina ef forseti teldi vænlegast stöðu sinnar vegna að segja ekkert sem gæti valdið deilum í samfélaginu. „Blessunarlega erum við ólík um margt. En saman metum við þó mikils víðsýni og mildi, fjölbreytni og frelsi. Höldum því áfram en forðumst um leið að festast í þröngri rétthugsun, verða ofur viðkvæm fyrir öndverðum skoðunum og hneykslast á hinu og þessu í kringum okkur,“ sagði Guðni meðal annars. Engin athöfn fór fram í dómkirkjunni líkt og venja er en þess í stað, bað Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands, forseta og þjóð blessunar við athöfnina í þinghúsinu. Það var svo engin önnur en Diddú sem söng þjóðsönginn við lok athafnarinnar. Þótt forsetahjónin hafi ekki stígið út á svalir þinghússins að athöfn lokinni líkt og venjan er hafði nokkur hópur fólks safnast saman á Austurvelli til að fylgjast með. „Mér er efst í huga þakklæti og auðmýkt. Ég tek nú við embætti forseta í annað sinn og einset mér að gegna þessi embætti eftir bestu getu og er þakklátur þjóð minni fyrir það traust sem mér hefur verið falið,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu að athöfninni lokinni. Viðtal við Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira