Einn var með allar tölur réttar í lottóútrdætti kvöldsins. Fyrsti vinningur gekk því út en hann nemur rúmlega 32 milljónum króna. Vinningsmiðinn var keyptur á stöð N1 í Skógarseli í Breiðholti í Reykjavík.
Þá voru þrír miðahafar sem hrepptu annan vinning, og fær hver þeirra tæpar 196 þúsund krónur í sinn hlut. Þeir miðar voru seldir á N1 Hringbraut, í Krambúðinni í Firði og á lotto.is.
Tíu manns voru þá með fjórar tölur í jókernum réttar og fær hver vinningshafi 100 þúsund krónur.