Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Andri Eysteinsson skrifar 4. ágúst 2020 18:49 Sprengingin varð á fjórða tímanum í dag. Getty/Marwan Naamani Héraðsstjóri Beirút-héraðs, þar sem samnefnda höfuðborg Líbanon er að finna, segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hiróshíma og Nagasakí árið 1945. Marwan Abboud ræddi við Sky News Arabia á vettvangi sprengingarinnar öflugu sem varð á hafnarsvæði Beirút á fjórða tímanum í dag. Abboud sagði að ekki væri vitað um afdrif tíu slökkviliðsmanna sem störfuðu á vettvangi. Beirut's governor: "I have never in my life seen a disaster this big. This a national catastrophe. I don't know how we will recover from this," he says before breaking down in tears. Officials will have a lot to answer for if turns out combustible material kept in civilian area https://t.co/1qyEuQFSBK— Josie Ensor (@Josiensor) August 4, 2020 „Ég hef aldrei nokkurn tímann upplifað jafn mikla eyðileggingu. Þetta er þjóðarharmleikur og stórslys fyrir Líbanon. Ég veit ekki hvernig við munum jafna okkur eftir þetta,“ sagði Abboud sem grét þegar hann bað líbönsku þjóðina að standa saman. „Við erum sterk og munum áfram vera sterk“ sagði Abboud. Hundruð manna eru særðir og að minnsta kosti tíu eru látnir eftir sprengingun. Ekki liggur yfir hvers vegna sprengingin varð en líbanskur hershöfðingi, Abbas Ibrahim, sagði að eldur hafi borist í vöruskemmu sem innihélt sprengifimt efni sem hafi verið gert upptækt. Hann hafnaði vangaveltum um ísraelska árás og að eldur hafi borist í flugelda. AP greinir þá frá því að yfir 25 séu látnir og yfir 2.500 manns séu særðir eftir sprenginguna. BEIRUT (AP) — Lebanese Health Minister Hassan Hamad says more than 25 people dead, over 2,500 injured in the Beirut explosion.— Zeke Miller (@ZekeJMiller) August 4, 2020 Höfnin, þar sem sprengingin varð, hefur verið lokuð undanfarna daga vegna kórónuveirufaraldursins. Vinna á staðnum hófst þó að nýju í dag. Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Héraðsstjóri Beirút-héraðs, þar sem samnefnda höfuðborg Líbanon er að finna, segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hiróshíma og Nagasakí árið 1945. Marwan Abboud ræddi við Sky News Arabia á vettvangi sprengingarinnar öflugu sem varð á hafnarsvæði Beirút á fjórða tímanum í dag. Abboud sagði að ekki væri vitað um afdrif tíu slökkviliðsmanna sem störfuðu á vettvangi. Beirut's governor: "I have never in my life seen a disaster this big. This a national catastrophe. I don't know how we will recover from this," he says before breaking down in tears. Officials will have a lot to answer for if turns out combustible material kept in civilian area https://t.co/1qyEuQFSBK— Josie Ensor (@Josiensor) August 4, 2020 „Ég hef aldrei nokkurn tímann upplifað jafn mikla eyðileggingu. Þetta er þjóðarharmleikur og stórslys fyrir Líbanon. Ég veit ekki hvernig við munum jafna okkur eftir þetta,“ sagði Abboud sem grét þegar hann bað líbönsku þjóðina að standa saman. „Við erum sterk og munum áfram vera sterk“ sagði Abboud. Hundruð manna eru særðir og að minnsta kosti tíu eru látnir eftir sprengingun. Ekki liggur yfir hvers vegna sprengingin varð en líbanskur hershöfðingi, Abbas Ibrahim, sagði að eldur hafi borist í vöruskemmu sem innihélt sprengifimt efni sem hafi verið gert upptækt. Hann hafnaði vangaveltum um ísraelska árás og að eldur hafi borist í flugelda. AP greinir þá frá því að yfir 25 séu látnir og yfir 2.500 manns séu særðir eftir sprenginguna. BEIRUT (AP) — Lebanese Health Minister Hassan Hamad says more than 25 people dead, over 2,500 injured in the Beirut explosion.— Zeke Miller (@ZekeJMiller) August 4, 2020 Höfnin, þar sem sprengingin varð, hefur verið lokuð undanfarna daga vegna kórónuveirufaraldursins. Vinna á staðnum hófst þó að nýju í dag.
Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira