Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Andri Eysteinsson skrifar 4. ágúst 2020 18:49 Sprengingin varð á fjórða tímanum í dag. Getty/Marwan Naamani Héraðsstjóri Beirút-héraðs, þar sem samnefnda höfuðborg Líbanon er að finna, segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hiróshíma og Nagasakí árið 1945. Marwan Abboud ræddi við Sky News Arabia á vettvangi sprengingarinnar öflugu sem varð á hafnarsvæði Beirút á fjórða tímanum í dag. Abboud sagði að ekki væri vitað um afdrif tíu slökkviliðsmanna sem störfuðu á vettvangi. Beirut's governor: "I have never in my life seen a disaster this big. This a national catastrophe. I don't know how we will recover from this," he says before breaking down in tears. Officials will have a lot to answer for if turns out combustible material kept in civilian area https://t.co/1qyEuQFSBK— Josie Ensor (@Josiensor) August 4, 2020 „Ég hef aldrei nokkurn tímann upplifað jafn mikla eyðileggingu. Þetta er þjóðarharmleikur og stórslys fyrir Líbanon. Ég veit ekki hvernig við munum jafna okkur eftir þetta,“ sagði Abboud sem grét þegar hann bað líbönsku þjóðina að standa saman. „Við erum sterk og munum áfram vera sterk“ sagði Abboud. Hundruð manna eru særðir og að minnsta kosti tíu eru látnir eftir sprengingun. Ekki liggur yfir hvers vegna sprengingin varð en líbanskur hershöfðingi, Abbas Ibrahim, sagði að eldur hafi borist í vöruskemmu sem innihélt sprengifimt efni sem hafi verið gert upptækt. Hann hafnaði vangaveltum um ísraelska árás og að eldur hafi borist í flugelda. AP greinir þá frá því að yfir 25 séu látnir og yfir 2.500 manns séu særðir eftir sprenginguna. BEIRUT (AP) — Lebanese Health Minister Hassan Hamad says more than 25 people dead, over 2,500 injured in the Beirut explosion.— Zeke Miller (@ZekeJMiller) August 4, 2020 Höfnin, þar sem sprengingin varð, hefur verið lokuð undanfarna daga vegna kórónuveirufaraldursins. Vinna á staðnum hófst þó að nýju í dag. Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Héraðsstjóri Beirút-héraðs, þar sem samnefnda höfuðborg Líbanon er að finna, segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hiróshíma og Nagasakí árið 1945. Marwan Abboud ræddi við Sky News Arabia á vettvangi sprengingarinnar öflugu sem varð á hafnarsvæði Beirút á fjórða tímanum í dag. Abboud sagði að ekki væri vitað um afdrif tíu slökkviliðsmanna sem störfuðu á vettvangi. Beirut's governor: "I have never in my life seen a disaster this big. This a national catastrophe. I don't know how we will recover from this," he says before breaking down in tears. Officials will have a lot to answer for if turns out combustible material kept in civilian area https://t.co/1qyEuQFSBK— Josie Ensor (@Josiensor) August 4, 2020 „Ég hef aldrei nokkurn tímann upplifað jafn mikla eyðileggingu. Þetta er þjóðarharmleikur og stórslys fyrir Líbanon. Ég veit ekki hvernig við munum jafna okkur eftir þetta,“ sagði Abboud sem grét þegar hann bað líbönsku þjóðina að standa saman. „Við erum sterk og munum áfram vera sterk“ sagði Abboud. Hundruð manna eru særðir og að minnsta kosti tíu eru látnir eftir sprengingun. Ekki liggur yfir hvers vegna sprengingin varð en líbanskur hershöfðingi, Abbas Ibrahim, sagði að eldur hafi borist í vöruskemmu sem innihélt sprengifimt efni sem hafi verið gert upptækt. Hann hafnaði vangaveltum um ísraelska árás og að eldur hafi borist í flugelda. AP greinir þá frá því að yfir 25 séu látnir og yfir 2.500 manns séu særðir eftir sprenginguna. BEIRUT (AP) — Lebanese Health Minister Hassan Hamad says more than 25 people dead, over 2,500 injured in the Beirut explosion.— Zeke Miller (@ZekeJMiller) August 4, 2020 Höfnin, þar sem sprengingin varð, hefur verið lokuð undanfarna daga vegna kórónuveirufaraldursins. Vinna á staðnum hófst þó að nýju í dag.
Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira