Fráleit hugmynd að hverfa frá sóttvarnaraðgerðum Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2020 20:48 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir fráleitt sjónarmið að hverfa eigi frá sóttvarnaraðgerðum yfirvalda í ljósi þess að samfélagið sé að glíma við alvarlegan veirusjúkdóm. Lítill hluti landsmanna sé með mótefni og hætta yrði á að útbreiðsla veirunnar yrði óheft í samfélaginu ef ekki væri gripið til samskonar ráðstafana og nú er gert. Þetta kom fram í viðtali við Má í Reykjavík síðdegis í dag þar sem þáttastjórnendur báru undir hann viðtal við Jóhannes Loftsson, formann Frjálshyggjufélagsins. Jóhannes sagði í viðtali í gær að hann teldi það ekki ganga upp að reyna að hemja hópsýkingar með því að herða samkomutakmarkanir og hyggst hann skipuleggja mótmæli gegn aðgerðum yfirvalda. „Samkvæmt rannsóknum sem voru gerðar á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, þá er ekki nema 2-3 prósent þjóðarinnar sem er með verndandi mótefni. Það vill þá segja að 97-98 prósent eru ekki með verndandi mótefni eða sérhæfðar varnir gegn þessari veiru,“ segir Már um stöðuna. „Ef maður myndi hverfa frá öllum opinberum sóttvörnum, sem felast í einangrun, sóttkvíun þeirra sem hafa verið útsettir og síðan öðrum reglum eins og tveggja metra reglunni og grímunotkun – þá er í rauninni ekkert sem heftir útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.“ Mikill fjöldi sem þarf að sinna fólki í áhættuhópum Aðspurður hvort mögulegt væri að aflétta takmörkunum í samfélaginu en vernda viðkvæmustu hópana segir Már það einfaldlega ekki ganga upp. Á hverjum degi vinni stór hópur fólks með fólki í áhættuhópum og slíkt myndi auka líkurnar á því að starfsfólk myndi smitast og bera veiruna með sér á staði þar sem viðkvæmir einstaklingar dvelja. „Tökum bara dæmi: Landspítalinn er sex þúsund manna vinnustaður. Ef ég gef mér það að það séu fjögur þúsund manns sem vinna í klínískum störfum á vöktum, sem þýðir það að kannski helmingurinn kemur í vinnuna milli sjö og átta og það koma þúsund manns kannski um fjögurleytið og annað þúsund um miðnætti.“ „Þetta fólk, hvaðan er það að koma? Það er að koma úr samfélaginu og þá er þetta eins og stöðugur innblástur af hugsanlega útsettum einstaklingum inn á viðkvæmar stofnanir,“ segir Már og bendir á að það sama gildi um öldrunarstofnanir. Hann segir fjölda smitaðra stóraukast ef horfið yrði frá takmörkunum. Óheft smit þýddi að fleiri myndu smitast, fleiri yrðu alvarlega veikir og því mun meira álag á heilbrigðiskerfið. „Það er þá svo fólk sem þarf að koma til kasta spítalakerfisins. Við myndum aldrei ráða við það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir fráleitt sjónarmið að hverfa eigi frá sóttvarnaraðgerðum yfirvalda í ljósi þess að samfélagið sé að glíma við alvarlegan veirusjúkdóm. Lítill hluti landsmanna sé með mótefni og hætta yrði á að útbreiðsla veirunnar yrði óheft í samfélaginu ef ekki væri gripið til samskonar ráðstafana og nú er gert. Þetta kom fram í viðtali við Má í Reykjavík síðdegis í dag þar sem þáttastjórnendur báru undir hann viðtal við Jóhannes Loftsson, formann Frjálshyggjufélagsins. Jóhannes sagði í viðtali í gær að hann teldi það ekki ganga upp að reyna að hemja hópsýkingar með því að herða samkomutakmarkanir og hyggst hann skipuleggja mótmæli gegn aðgerðum yfirvalda. „Samkvæmt rannsóknum sem voru gerðar á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, þá er ekki nema 2-3 prósent þjóðarinnar sem er með verndandi mótefni. Það vill þá segja að 97-98 prósent eru ekki með verndandi mótefni eða sérhæfðar varnir gegn þessari veiru,“ segir Már um stöðuna. „Ef maður myndi hverfa frá öllum opinberum sóttvörnum, sem felast í einangrun, sóttkvíun þeirra sem hafa verið útsettir og síðan öðrum reglum eins og tveggja metra reglunni og grímunotkun – þá er í rauninni ekkert sem heftir útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.“ Mikill fjöldi sem þarf að sinna fólki í áhættuhópum Aðspurður hvort mögulegt væri að aflétta takmörkunum í samfélaginu en vernda viðkvæmustu hópana segir Már það einfaldlega ekki ganga upp. Á hverjum degi vinni stór hópur fólks með fólki í áhættuhópum og slíkt myndi auka líkurnar á því að starfsfólk myndi smitast og bera veiruna með sér á staði þar sem viðkvæmir einstaklingar dvelja. „Tökum bara dæmi: Landspítalinn er sex þúsund manna vinnustaður. Ef ég gef mér það að það séu fjögur þúsund manns sem vinna í klínískum störfum á vöktum, sem þýðir það að kannski helmingurinn kemur í vinnuna milli sjö og átta og það koma þúsund manns kannski um fjögurleytið og annað þúsund um miðnætti.“ „Þetta fólk, hvaðan er það að koma? Það er að koma úr samfélaginu og þá er þetta eins og stöðugur innblástur af hugsanlega útsettum einstaklingum inn á viðkvæmar stofnanir,“ segir Már og bendir á að það sama gildi um öldrunarstofnanir. Hann segir fjölda smitaðra stóraukast ef horfið yrði frá takmörkunum. Óheft smit þýddi að fleiri myndu smitast, fleiri yrðu alvarlega veikir og því mun meira álag á heilbrigðiskerfið. „Það er þá svo fólk sem þarf að koma til kasta spítalakerfisins. Við myndum aldrei ráða við það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira