Fráleit hugmynd að hverfa frá sóttvarnaraðgerðum Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2020 20:48 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir fráleitt sjónarmið að hverfa eigi frá sóttvarnaraðgerðum yfirvalda í ljósi þess að samfélagið sé að glíma við alvarlegan veirusjúkdóm. Lítill hluti landsmanna sé með mótefni og hætta yrði á að útbreiðsla veirunnar yrði óheft í samfélaginu ef ekki væri gripið til samskonar ráðstafana og nú er gert. Þetta kom fram í viðtali við Má í Reykjavík síðdegis í dag þar sem þáttastjórnendur báru undir hann viðtal við Jóhannes Loftsson, formann Frjálshyggjufélagsins. Jóhannes sagði í viðtali í gær að hann teldi það ekki ganga upp að reyna að hemja hópsýkingar með því að herða samkomutakmarkanir og hyggst hann skipuleggja mótmæli gegn aðgerðum yfirvalda. „Samkvæmt rannsóknum sem voru gerðar á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, þá er ekki nema 2-3 prósent þjóðarinnar sem er með verndandi mótefni. Það vill þá segja að 97-98 prósent eru ekki með verndandi mótefni eða sérhæfðar varnir gegn þessari veiru,“ segir Már um stöðuna. „Ef maður myndi hverfa frá öllum opinberum sóttvörnum, sem felast í einangrun, sóttkvíun þeirra sem hafa verið útsettir og síðan öðrum reglum eins og tveggja metra reglunni og grímunotkun – þá er í rauninni ekkert sem heftir útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.“ Mikill fjöldi sem þarf að sinna fólki í áhættuhópum Aðspurður hvort mögulegt væri að aflétta takmörkunum í samfélaginu en vernda viðkvæmustu hópana segir Már það einfaldlega ekki ganga upp. Á hverjum degi vinni stór hópur fólks með fólki í áhættuhópum og slíkt myndi auka líkurnar á því að starfsfólk myndi smitast og bera veiruna með sér á staði þar sem viðkvæmir einstaklingar dvelja. „Tökum bara dæmi: Landspítalinn er sex þúsund manna vinnustaður. Ef ég gef mér það að það séu fjögur þúsund manns sem vinna í klínískum störfum á vöktum, sem þýðir það að kannski helmingurinn kemur í vinnuna milli sjö og átta og það koma þúsund manns kannski um fjögurleytið og annað þúsund um miðnætti.“ „Þetta fólk, hvaðan er það að koma? Það er að koma úr samfélaginu og þá er þetta eins og stöðugur innblástur af hugsanlega útsettum einstaklingum inn á viðkvæmar stofnanir,“ segir Már og bendir á að það sama gildi um öldrunarstofnanir. Hann segir fjölda smitaðra stóraukast ef horfið yrði frá takmörkunum. Óheft smit þýddi að fleiri myndu smitast, fleiri yrðu alvarlega veikir og því mun meira álag á heilbrigðiskerfið. „Það er þá svo fólk sem þarf að koma til kasta spítalakerfisins. Við myndum aldrei ráða við það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir fráleitt sjónarmið að hverfa eigi frá sóttvarnaraðgerðum yfirvalda í ljósi þess að samfélagið sé að glíma við alvarlegan veirusjúkdóm. Lítill hluti landsmanna sé með mótefni og hætta yrði á að útbreiðsla veirunnar yrði óheft í samfélaginu ef ekki væri gripið til samskonar ráðstafana og nú er gert. Þetta kom fram í viðtali við Má í Reykjavík síðdegis í dag þar sem þáttastjórnendur báru undir hann viðtal við Jóhannes Loftsson, formann Frjálshyggjufélagsins. Jóhannes sagði í viðtali í gær að hann teldi það ekki ganga upp að reyna að hemja hópsýkingar með því að herða samkomutakmarkanir og hyggst hann skipuleggja mótmæli gegn aðgerðum yfirvalda. „Samkvæmt rannsóknum sem voru gerðar á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, þá er ekki nema 2-3 prósent þjóðarinnar sem er með verndandi mótefni. Það vill þá segja að 97-98 prósent eru ekki með verndandi mótefni eða sérhæfðar varnir gegn þessari veiru,“ segir Már um stöðuna. „Ef maður myndi hverfa frá öllum opinberum sóttvörnum, sem felast í einangrun, sóttkvíun þeirra sem hafa verið útsettir og síðan öðrum reglum eins og tveggja metra reglunni og grímunotkun – þá er í rauninni ekkert sem heftir útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.“ Mikill fjöldi sem þarf að sinna fólki í áhættuhópum Aðspurður hvort mögulegt væri að aflétta takmörkunum í samfélaginu en vernda viðkvæmustu hópana segir Már það einfaldlega ekki ganga upp. Á hverjum degi vinni stór hópur fólks með fólki í áhættuhópum og slíkt myndi auka líkurnar á því að starfsfólk myndi smitast og bera veiruna með sér á staði þar sem viðkvæmir einstaklingar dvelja. „Tökum bara dæmi: Landspítalinn er sex þúsund manna vinnustaður. Ef ég gef mér það að það séu fjögur þúsund manns sem vinna í klínískum störfum á vöktum, sem þýðir það að kannski helmingurinn kemur í vinnuna milli sjö og átta og það koma þúsund manns kannski um fjögurleytið og annað þúsund um miðnætti.“ „Þetta fólk, hvaðan er það að koma? Það er að koma úr samfélaginu og þá er þetta eins og stöðugur innblástur af hugsanlega útsettum einstaklingum inn á viðkvæmar stofnanir,“ segir Már og bendir á að það sama gildi um öldrunarstofnanir. Hann segir fjölda smitaðra stóraukast ef horfið yrði frá takmörkunum. Óheft smit þýddi að fleiri myndu smitast, fleiri yrðu alvarlega veikir og því mun meira álag á heilbrigðiskerfið. „Það er þá svo fólk sem þarf að koma til kasta spítalakerfisins. Við myndum aldrei ráða við það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira