Hvetur fólk til að fagna Hinsegin dögum heima Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2020 21:56 Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson í Listasafni Reykjavíkur þar sem sýning fer fram í tengslum við Hinsegin daga í ár. Vísir Ekkert varð að opnunarhátíð Hinsegin daga í gær fyrir skipulagða dagskrá hennar sem standa átti fram á sunnudag. Hertar sóttvarnareglur gera það ómögulegt að þessi önnur fjölmennasta hátíð landsins geti farið fram og því verður engin Gleðiganga í fyrsta skipti í tuttugu ár. Einhverjir viðburðir verða þó sendir út á netinu og formaður hátíðarinnar setti hana heima í stofu hjá sér í gær, en fólk er einmitt hvatt til að vera hinsegin heima að þessu sinni. Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir margar leiðir til þess að fagna fjölbreytileikanum í ár. „Markmiðið á Hinsegin dögum hefur verið sýnileiki og við erum að hvetja alla til að vera eins sýnilegir og þeir geta á samfélagsmiðlum, skreyta heima hjá sér og búa til hinsegin umhverfi í kringum sig. Vonandi fagna flestir hátíðinni og laugardeginum, fara kannski í gleðigöngutúr frekar en gleðigöngu,“ segir Vilhjálmur. Þá er fólk hvatt til þess að deila fögnuðinum undir myllumerkinu #hinseginheima til þess að minna alla á samstöðuna. „Þrátt fyrir að við verðum kannski með minni sýnileika í raunformi og viðburðum og göngu, þá erum við enn þá til. Við erum bara heima hjá okkur og við þurfum að hlúa að hvort öðru, bæði í hinsegin samfélaginu og samfélaginu í heild sinni.“ Hann segir sýnileikann skipta miklu máli fyrir hinsegin fólk. „Sérstaklega í göngunni, þar sem hópar eru að safnast saman sem maður sér ekkert í sjónvarpinu eða öðrum miðlum. Þess vegna vildum við að fólk gæti klikkað á þetta myllumerki og hitt annað hinsegin fólk.“ Hinsegin Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Ekkert varð að opnunarhátíð Hinsegin daga í gær fyrir skipulagða dagskrá hennar sem standa átti fram á sunnudag. Hertar sóttvarnareglur gera það ómögulegt að þessi önnur fjölmennasta hátíð landsins geti farið fram og því verður engin Gleðiganga í fyrsta skipti í tuttugu ár. Einhverjir viðburðir verða þó sendir út á netinu og formaður hátíðarinnar setti hana heima í stofu hjá sér í gær, en fólk er einmitt hvatt til að vera hinsegin heima að þessu sinni. Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir margar leiðir til þess að fagna fjölbreytileikanum í ár. „Markmiðið á Hinsegin dögum hefur verið sýnileiki og við erum að hvetja alla til að vera eins sýnilegir og þeir geta á samfélagsmiðlum, skreyta heima hjá sér og búa til hinsegin umhverfi í kringum sig. Vonandi fagna flestir hátíðinni og laugardeginum, fara kannski í gleðigöngutúr frekar en gleðigöngu,“ segir Vilhjálmur. Þá er fólk hvatt til þess að deila fögnuðinum undir myllumerkinu #hinseginheima til þess að minna alla á samstöðuna. „Þrátt fyrir að við verðum kannski með minni sýnileika í raunformi og viðburðum og göngu, þá erum við enn þá til. Við erum bara heima hjá okkur og við þurfum að hlúa að hvort öðru, bæði í hinsegin samfélaginu og samfélaginu í heild sinni.“ Hann segir sýnileikann skipta miklu máli fyrir hinsegin fólk. „Sérstaklega í göngunni, þar sem hópar eru að safnast saman sem maður sér ekkert í sjónvarpinu eða öðrum miðlum. Þess vegna vildum við að fólk gæti klikkað á þetta myllumerki og hitt annað hinsegin fólk.“
Hinsegin Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira