Hvetur fólk til að fagna Hinsegin dögum heima Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2020 21:56 Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson í Listasafni Reykjavíkur þar sem sýning fer fram í tengslum við Hinsegin daga í ár. Vísir Ekkert varð að opnunarhátíð Hinsegin daga í gær fyrir skipulagða dagskrá hennar sem standa átti fram á sunnudag. Hertar sóttvarnareglur gera það ómögulegt að þessi önnur fjölmennasta hátíð landsins geti farið fram og því verður engin Gleðiganga í fyrsta skipti í tuttugu ár. Einhverjir viðburðir verða þó sendir út á netinu og formaður hátíðarinnar setti hana heima í stofu hjá sér í gær, en fólk er einmitt hvatt til að vera hinsegin heima að þessu sinni. Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir margar leiðir til þess að fagna fjölbreytileikanum í ár. „Markmiðið á Hinsegin dögum hefur verið sýnileiki og við erum að hvetja alla til að vera eins sýnilegir og þeir geta á samfélagsmiðlum, skreyta heima hjá sér og búa til hinsegin umhverfi í kringum sig. Vonandi fagna flestir hátíðinni og laugardeginum, fara kannski í gleðigöngutúr frekar en gleðigöngu,“ segir Vilhjálmur. Þá er fólk hvatt til þess að deila fögnuðinum undir myllumerkinu #hinseginheima til þess að minna alla á samstöðuna. „Þrátt fyrir að við verðum kannski með minni sýnileika í raunformi og viðburðum og göngu, þá erum við enn þá til. Við erum bara heima hjá okkur og við þurfum að hlúa að hvort öðru, bæði í hinsegin samfélaginu og samfélaginu í heild sinni.“ Hann segir sýnileikann skipta miklu máli fyrir hinsegin fólk. „Sérstaklega í göngunni, þar sem hópar eru að safnast saman sem maður sér ekkert í sjónvarpinu eða öðrum miðlum. Þess vegna vildum við að fólk gæti klikkað á þetta myllumerki og hitt annað hinsegin fólk.“ Hinsegin Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Ekkert varð að opnunarhátíð Hinsegin daga í gær fyrir skipulagða dagskrá hennar sem standa átti fram á sunnudag. Hertar sóttvarnareglur gera það ómögulegt að þessi önnur fjölmennasta hátíð landsins geti farið fram og því verður engin Gleðiganga í fyrsta skipti í tuttugu ár. Einhverjir viðburðir verða þó sendir út á netinu og formaður hátíðarinnar setti hana heima í stofu hjá sér í gær, en fólk er einmitt hvatt til að vera hinsegin heima að þessu sinni. Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga, segir margar leiðir til þess að fagna fjölbreytileikanum í ár. „Markmiðið á Hinsegin dögum hefur verið sýnileiki og við erum að hvetja alla til að vera eins sýnilegir og þeir geta á samfélagsmiðlum, skreyta heima hjá sér og búa til hinsegin umhverfi í kringum sig. Vonandi fagna flestir hátíðinni og laugardeginum, fara kannski í gleðigöngutúr frekar en gleðigöngu,“ segir Vilhjálmur. Þá er fólk hvatt til þess að deila fögnuðinum undir myllumerkinu #hinseginheima til þess að minna alla á samstöðuna. „Þrátt fyrir að við verðum kannski með minni sýnileika í raunformi og viðburðum og göngu, þá erum við enn þá til. Við erum bara heima hjá okkur og við þurfum að hlúa að hvort öðru, bæði í hinsegin samfélaginu og samfélaginu í heild sinni.“ Hann segir sýnileikann skipta miklu máli fyrir hinsegin fólk. „Sérstaklega í göngunni, þar sem hópar eru að safnast saman sem maður sér ekkert í sjónvarpinu eða öðrum miðlum. Þess vegna vildum við að fólk gæti klikkað á þetta myllumerki og hitt annað hinsegin fólk.“
Hinsegin Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira