Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 06:59 Frá mótmælum hinsegin fólks í Varsjá gegn Duda forseta. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Piotr Lapinski/Getty Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. Fólkið er ákært fyrir að vanhelga minnismerki og að móðga trúarlega sannfæringu fólks. Fólkið hengdi fánana upp í mótmælaskyni við stefnumál Andrzej Duda, forseta Póllands. Hann er afar mótfallinn samkynhneigðum og hinsegin fólki. Fánarnir voru hengdir á styttu af hafmeyju, Jesú Kristi og stjörnufræðingnum Nikulási Kópernikus. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur fordæmt athæfi mótmælendanna og sagt að stytturnar standi fyrir gildi sem mikilvæg séu milljónum Pólverja. Mótmælendur hafa hins vegar sagt að með athæfinu hafi þeir verið að mótmæla hugmyndafræði stjórnvalda, sem byggi á fordómum í garð hinsegin fólks. Saksóknarar hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort þeir láti reyna á málið fyrir dómi en við því að móðga trúarlega sannfæringu í Póllandi getur legið allt að tveggja ára fangelsisrefsins. Duda forseti verður settur í embætti öðru sinni í dag en hann vann í síðasta mánuði nauman sigur á mótframbjóðanda sínum, Rafal Trzaskowski. Sá síðarnefndi er borgarstjóri Varsjár. Í kosningabaráttu sinni fyrir kosningarnar sagði Duda að hann myndi vilja innleiða bann við hjónaböndum og rétti samkynhneigðra til að ættleiða í stjórnarskrá Póllands. Hann hefur að sama skapi sagt að „hugmyndafræði hinsegin fólks“ væri „verri en kommúnismi.“ Hjónabönd samkynhneigðra eru ekki viðurkennt í Pólland í dag. Þá er samkynja pörum, samkvæmt lögum, ekki leyfilegt að ættleiða börn. Pólland Hinsegin Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. Fólkið er ákært fyrir að vanhelga minnismerki og að móðga trúarlega sannfæringu fólks. Fólkið hengdi fánana upp í mótmælaskyni við stefnumál Andrzej Duda, forseta Póllands. Hann er afar mótfallinn samkynhneigðum og hinsegin fólki. Fánarnir voru hengdir á styttu af hafmeyju, Jesú Kristi og stjörnufræðingnum Nikulási Kópernikus. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur fordæmt athæfi mótmælendanna og sagt að stytturnar standi fyrir gildi sem mikilvæg séu milljónum Pólverja. Mótmælendur hafa hins vegar sagt að með athæfinu hafi þeir verið að mótmæla hugmyndafræði stjórnvalda, sem byggi á fordómum í garð hinsegin fólks. Saksóknarar hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort þeir láti reyna á málið fyrir dómi en við því að móðga trúarlega sannfæringu í Póllandi getur legið allt að tveggja ára fangelsisrefsins. Duda forseti verður settur í embætti öðru sinni í dag en hann vann í síðasta mánuði nauman sigur á mótframbjóðanda sínum, Rafal Trzaskowski. Sá síðarnefndi er borgarstjóri Varsjár. Í kosningabaráttu sinni fyrir kosningarnar sagði Duda að hann myndi vilja innleiða bann við hjónaböndum og rétti samkynhneigðra til að ættleiða í stjórnarskrá Póllands. Hann hefur að sama skapi sagt að „hugmyndafræði hinsegin fólks“ væri „verri en kommúnismi.“ Hjónabönd samkynhneigðra eru ekki viðurkennt í Pólland í dag. Þá er samkynja pörum, samkvæmt lögum, ekki leyfilegt að ættleiða börn.
Pólland Hinsegin Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira