Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2020 12:14 Emmanuel Macron og Michel Aoun, forsetar Frakklands og Líbanon. EPA/DALATI NOHRA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. Hann hét því einnig að standa þétt við bakið á Líbanon. Tala látinna í Beirút er komin í 145 eftir sprenginguna þar á þriðjudaginn. Þúsundir særðust í sprengingunni og allt að 300 þúsund manns eru án heimila. Tuga er enn saknað eftir sprenginguna og er fastlega búist við því að tala látinna muni hækka mikið, samkvæmt frétt Reuters. Macron lenti á flugvellinum í Beirút í morgun og hitti þar fyrir Michel Aoun, forseta Líbanon. Íbúar Líbanon hafa gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu þar sem ástand efnahags ríkisins er mjög slæmt, sem hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í borgum landsins og áköllum eftir endurbótum. Þá hafa sjúkrahús í Líbanon einnig þurft að glíma við töluverða útbreiðslu Covid-19. Líbanon var frönsk nýlenda fyrir seinni heimsstyrjöldina og síðan þá hafa tengsl ríkjanna verið mjög náin. Í frétt France24 segir að Frakkland sé vinsælt í Líbanon en meðlimir í ríkisstjórn Macron hafa gagnrýnt ráðandi öfl í Líbanon og hefur það fallið í kramið hjá mótmælendum þar í landi. Jean Yves Le Drian, einn æðsti erindreki Frakklands, heimsótti Líbanon í síðasta mánuði. Þá sagði hann ráðandi öfl þar ekki nógu dugleg í að verða við kröfum mótmælenda og í kjölfarið Nassif Hitti, utanríkisráðherra, af sér í mótmælaskyni við eigin ríkisstjórn. Forsetinn franski mun heimsækja vettvang sprengingarinnar í dag og svo seinna mun hann funda með stjórnmálamönnum og embættismönnum. Þá mun Macron halda blaðamannafund í kvöld. Watch: During French President Emmanuel Macron's visit to Lebanon after the massive explosion, he tells a woman not to worry after she urges Macron not to give money to the Lebanese government. #BeirutExplosion #Lebanon https://t.co/tiKzo9PxE2 pic.twitter.com/fPBIGWi1tP— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) August 6, 2020 Talið er að sprengingin hafi orðið í vöruskemmu þar sem verið var að geyma flugelda og ammóníum nítrat, sem notað er til að framleiða áburð og sprengiefni. Alls voru um 2.750 tonn af þessu efni í vöruskemmunni en hafnarstarfsmenn höfðu reynt að losna við það um árabil en án árangurs. Margir telja sprenginguna vera afleiðingu vanrækslu og spillingar stjórnvalda. Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Innflutningur á efninu ammóníum nítrat í lágmarki hér á landi Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. 5. ágúst 2020 20:00 Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. Hann hét því einnig að standa þétt við bakið á Líbanon. Tala látinna í Beirút er komin í 145 eftir sprenginguna þar á þriðjudaginn. Þúsundir særðust í sprengingunni og allt að 300 þúsund manns eru án heimila. Tuga er enn saknað eftir sprenginguna og er fastlega búist við því að tala látinna muni hækka mikið, samkvæmt frétt Reuters. Macron lenti á flugvellinum í Beirút í morgun og hitti þar fyrir Michel Aoun, forseta Líbanon. Íbúar Líbanon hafa gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu þar sem ástand efnahags ríkisins er mjög slæmt, sem hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í borgum landsins og áköllum eftir endurbótum. Þá hafa sjúkrahús í Líbanon einnig þurft að glíma við töluverða útbreiðslu Covid-19. Líbanon var frönsk nýlenda fyrir seinni heimsstyrjöldina og síðan þá hafa tengsl ríkjanna verið mjög náin. Í frétt France24 segir að Frakkland sé vinsælt í Líbanon en meðlimir í ríkisstjórn Macron hafa gagnrýnt ráðandi öfl í Líbanon og hefur það fallið í kramið hjá mótmælendum þar í landi. Jean Yves Le Drian, einn æðsti erindreki Frakklands, heimsótti Líbanon í síðasta mánuði. Þá sagði hann ráðandi öfl þar ekki nógu dugleg í að verða við kröfum mótmælenda og í kjölfarið Nassif Hitti, utanríkisráðherra, af sér í mótmælaskyni við eigin ríkisstjórn. Forsetinn franski mun heimsækja vettvang sprengingarinnar í dag og svo seinna mun hann funda með stjórnmálamönnum og embættismönnum. Þá mun Macron halda blaðamannafund í kvöld. Watch: During French President Emmanuel Macron's visit to Lebanon after the massive explosion, he tells a woman not to worry after she urges Macron not to give money to the Lebanese government. #BeirutExplosion #Lebanon https://t.co/tiKzo9PxE2 pic.twitter.com/fPBIGWi1tP— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) August 6, 2020 Talið er að sprengingin hafi orðið í vöruskemmu þar sem verið var að geyma flugelda og ammóníum nítrat, sem notað er til að framleiða áburð og sprengiefni. Alls voru um 2.750 tonn af þessu efni í vöruskemmunni en hafnarstarfsmenn höfðu reynt að losna við það um árabil en án árangurs. Margir telja sprenginguna vera afleiðingu vanrækslu og spillingar stjórnvalda.
Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Innflutningur á efninu ammóníum nítrat í lágmarki hér á landi Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. 5. ágúst 2020 20:00 Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Innflutningur á efninu ammóníum nítrat í lágmarki hér á landi Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. 5. ágúst 2020 20:00
Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46
Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12