Zuckerberg í fámennan hóp auðkýfinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2020 07:44 Zuckerberg ávarpar hér þingnefnd Bandaríkjaþings í gegn um fjarfundabúnað. AP/(Mandel Ngan Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi samskiptamiðilsins Facebook, er nú metinn á meira en 100 milljarða Bandaríkjadollara, eftir að Facebook kynnti til leiks nýjan myndbandamöguleika til höfuðs kínverska samskiptamiðlinum TikTok. Zuckerberg bætist í fámennan hóp manna sem metnir eru á svo háa fjárhæð. Facebook gaf á miðvikudag út Instagram Reels, sem gerir notendum kleift að deila stuttum myndböndum til fylgjenda sinna á sérstakri efnisveitu sem haldið verður aðgreindri frá meginefnisveitu Instagram. Hlutabréf í Facebook hækkuðu um meira en sex prósent við útgáfu Reels en Instagram er í eigu Facebook, sem hinn bandaríski Zuckerberg á 13 prósenta hlut í. Zuckerberg er þannig kominn í þriggja manna hóp manna sem metnir eru á 100 milljarða Bandaríkjadollara eða meira. Fyrir voru það þeir Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Bill Gates, stofnandi Microsoft, sem voru metnir á svo mikið. Tæknifyrirtæki og eigendur þeirra hafa verið í fréttum síðustu vikur og mánuði þar sem umsvif slíkra fyrirtækja verða sífellt meiri og persónulegur hagur eigenda vænkar um leið. Amazon, Facebook, Google og Apple eru þannig á meðal þeirra fyrirtækja sem hagnast hafa hvað mest á kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans, þar sem fólk eyðir meiri tíma heima en oft áður og á því meiri samskipti, sækir meiri afþreyingu og verslar meira á netinu. Á þessu ári hefur sú fjárhæð sem Zuckerberg er metinn á hækkað um 22 milljarða Bandaríkjadollara. Á meðan hefur metið virði Jeff Bezos hækkað um meira en 75 milljarða dollara, samkvæmt Bloomberg. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi samskiptamiðilsins Facebook, er nú metinn á meira en 100 milljarða Bandaríkjadollara, eftir að Facebook kynnti til leiks nýjan myndbandamöguleika til höfuðs kínverska samskiptamiðlinum TikTok. Zuckerberg bætist í fámennan hóp manna sem metnir eru á svo háa fjárhæð. Facebook gaf á miðvikudag út Instagram Reels, sem gerir notendum kleift að deila stuttum myndböndum til fylgjenda sinna á sérstakri efnisveitu sem haldið verður aðgreindri frá meginefnisveitu Instagram. Hlutabréf í Facebook hækkuðu um meira en sex prósent við útgáfu Reels en Instagram er í eigu Facebook, sem hinn bandaríski Zuckerberg á 13 prósenta hlut í. Zuckerberg er þannig kominn í þriggja manna hóp manna sem metnir eru á 100 milljarða Bandaríkjadollara eða meira. Fyrir voru það þeir Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Bill Gates, stofnandi Microsoft, sem voru metnir á svo mikið. Tæknifyrirtæki og eigendur þeirra hafa verið í fréttum síðustu vikur og mánuði þar sem umsvif slíkra fyrirtækja verða sífellt meiri og persónulegur hagur eigenda vænkar um leið. Amazon, Facebook, Google og Apple eru þannig á meðal þeirra fyrirtækja sem hagnast hafa hvað mest á kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans, þar sem fólk eyðir meiri tíma heima en oft áður og á því meiri samskipti, sækir meiri afþreyingu og verslar meira á netinu. Á þessu ári hefur sú fjárhæð sem Zuckerberg er metinn á hækkað um 22 milljarða Bandaríkjadollara. Á meðan hefur metið virði Jeff Bezos hækkað um meira en 75 milljarða dollara, samkvæmt Bloomberg.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent