Kínverskur maður dó úr svarta dauða Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 14:09 Bræður sem borðuðu múrmelsdýr smituðust af svarta dauða fyrr í sumar. Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn sem dó smitaðist. Vísir/Getty Yfirvöld í Innri Mongólíu í Kína hafa girt þorp af eftir að maður dó þar úr svarta dauða. Sjúkdómi sem olli versta faraldri sögunnar. Maðurinn er sá þriðji sem smitast í Kína á þessu ári en sá fyrsti sem deyr. Maðurinn dó á sunnudaginn og svo var staðfest í gær að hann hefði dáið vegna svarta dauða. Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn smitaðist af veikinni en þorpið Suji Xincun hefur verið lokað af vegna málsins. Öll heimili þorpsins eru sótthreinsuð einu sinni á dag en hingað til hefur enginn annar íbúi greinst með svarta dauða. Alls hafa 26 verið sendir í sóttkví. Þorpið Suji Xincun er staðsett í Baotou héraði. Fyrr í sumar greindist maður í Bayannur, héraði við hlið Baotou, með svarta dauða. Þar smituðust bræður eftir að þeir borðuðu múrmeldýr. Á Vísindavefnum segir að baktería sem nefnist Yersinia pestis valdi svartadauða. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Eins og tekið er fram í frétt CNN er talið að eitt til tvö þúsund manns smitist af svarta dauða á ári hverju. Líklegt er að sjúkdómurinn finnist á hverri heimsálfu og þá sérstaklega í vesturhluta Bandaríkjanna, Brasilíu, suðausturhluta Afríku, Indlandi, Kína og Mið-Austurlöndum. Árið 2015 dóu til að mynda tvær manneskjur í Colorado í Bandaríkjunum. Árið áður greindust átta með svarta dauða í ríkinu Who segir tiltölulega auðvelt að bregðast við sjúkdómnum með sýklalyfjum og hefðbundnum sóttvörnum. Yfirvöld í Baotou hafa varað íbúa við því umgangast villt dýr og forðast veiðar. Þá er þeim ráðlagt að leita til læknis sýni þau einkenni sjúkdómsins eins og hita og/eða hósta. Kína Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Yfirvöld í Innri Mongólíu í Kína hafa girt þorp af eftir að maður dó þar úr svarta dauða. Sjúkdómi sem olli versta faraldri sögunnar. Maðurinn er sá þriðji sem smitast í Kína á þessu ári en sá fyrsti sem deyr. Maðurinn dó á sunnudaginn og svo var staðfest í gær að hann hefði dáið vegna svarta dauða. Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn smitaðist af veikinni en þorpið Suji Xincun hefur verið lokað af vegna málsins. Öll heimili þorpsins eru sótthreinsuð einu sinni á dag en hingað til hefur enginn annar íbúi greinst með svarta dauða. Alls hafa 26 verið sendir í sóttkví. Þorpið Suji Xincun er staðsett í Baotou héraði. Fyrr í sumar greindist maður í Bayannur, héraði við hlið Baotou, með svarta dauða. Þar smituðust bræður eftir að þeir borðuðu múrmeldýr. Á Vísindavefnum segir að baktería sem nefnist Yersinia pestis valdi svartadauða. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Eins og tekið er fram í frétt CNN er talið að eitt til tvö þúsund manns smitist af svarta dauða á ári hverju. Líklegt er að sjúkdómurinn finnist á hverri heimsálfu og þá sérstaklega í vesturhluta Bandaríkjanna, Brasilíu, suðausturhluta Afríku, Indlandi, Kína og Mið-Austurlöndum. Árið 2015 dóu til að mynda tvær manneskjur í Colorado í Bandaríkjunum. Árið áður greindust átta með svarta dauða í ríkinu Who segir tiltölulega auðvelt að bregðast við sjúkdómnum með sýklalyfjum og hefðbundnum sóttvörnum. Yfirvöld í Baotou hafa varað íbúa við því umgangast villt dýr og forðast veiðar. Þá er þeim ráðlagt að leita til læknis sýni þau einkenni sjúkdómsins eins og hita og/eða hósta.
Kína Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira