Alvarlegt ástand og reiði í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 15:35 Maður virðir fyrir sér skemmdirnar á höfninni í Beirút. AP/Hussein Malla Björgunarsveitir vinna enn að því að leita að líkum í rústum á hafnarsvæðinu í Beirút þar sem gríðarstór sprenging varð á þriðjudaginn. Minnst 149 eru látnir en talið er að þeim muni fjölga þar sem margra er enn saknað. Sveitir frá Rússlandi og Frakklandi notast við hunda til að leita í rústunum en búið er að senda sveitir frá fjölda annarra landa. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu í dag við því að ástandið í Beirút væri alvarlegt og stefndi í krísu. Mörg ríki heims hafa sent fólk til Líbanon. Önnur hafa sent peninga, birgðir, mat, lyf og ýmislegt fleira. Ljóst er þó að tjónið er umfangsmikið og kemur það í kjölfar mikillar niðursveiflu hagkerfis landsins og mótmæla þeirra vegna. Fyrir sprenginguna þurftu um 75 prósent íbúa Líbanon á aðstoð að halda og þriðjungur þjóðarinnar var atvinnulaus. Allt að 300 þúsund manns, sem er rúmlega tólf prósent þjóðarinnar, geta ekki búið á heimilum sínum vegna sprengingarinnar. Áætlað er að tjónið samsvari um 10 til 15 milljörðum dala. Að auki við þessar efnahagsaðstæður mun tjónið á stærstu höfn landsins hægja á matvælasendingum til landsins og að öllum líkindum hækka verð á mat. Þrjú sjúkrahús skemmdust í sprengingunni og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir heilbrigðiskerfi landsins verulega laskað. Michel Aoun, forseti Líbanon, hafnaði alþjóðlegri rannsókn á sprengingunni. Yfirvöld í Líbanon rannsaka nú hvað olli sprengingunni og hafa sextán hafnarstarfsmenn og starfsmenn tollsins verið yfirheyrðir. Fyrstu vísbendingarnar benda þó til vanrækslu og íbúar benda á yfirvöld. Fjölmiðlar ytra hafa sagt að eldur hafi kviknað út frá logsuðu. Eldurinn kviknaði í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir auk 2.750 tonna af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Því var komið fyrir í vöruskemmunni árið 2014 þegar það var tekið úr skipi sem að endingu var gert upptækt. Opinber gögn sýna að hafnarstarfsmenn reyndu ítrekað í gegnum árin að losna við efnið en því var ekki sinnt. Fréttaritari LA Times tísti mynd af reyk frá eldinum klukkan 5:45 að staðartíma á þriðjudaginn. Þá sagðist hann hafa heyrt sprengingu. Í fjórtán mínútur eftir það logaði eldurinn og slökkviliðsmenn mættu á vettvang. Þá stækkaði eldurinn mjög hratt og önnur stærri sprenging varð. 35 sekúndum seinna kom stóra sprengingin en þá höfðu fjölmargir íbúar Beirút þegar beint símum sínum að látunum og þess vegna náðust svo mörg myndbönd af sprengingunni. Það vakti töluverða athygli þegar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Beirút í gær og jafnvel reiði. Sú reiði beindist þó ekki að Macron þar sem hann gerði það sem stjórnmálamenn í Líbanon hafa ekki gert. Macron hlustaði á fólkið og lofaði að hjálpa því, eins og það er orðað í frétt New York Times. „Ég sé tilfinningarnar í andlitum ykkar, sorgina, sársaukann,“ sagði Macron við hóp íbúa Beirút. Hann ræddi við fólkið um þau djúpu tengsl sem Líbanon og Frakkland eiga og sagði: „Þess vegna er ég hér“. Macron hét því einnig að safna aðstoð handa Líbanon og lofaði því að hún myndi ekki enda í fangi „spilltra aðila“. Líbanon var frönsk nýlenda fyrir seinni heimsstyrjöldina og síðan þá hafa tengsl ríkjanna verið mjög náin. Frakkland er vinsælt í Líbanon en meðlimir í ríkisstjórn Macron hafa gagnrýnt ráðandi öfl í Líbanon og hefur það fallið í kramið hjá mótmælendum þar í landi. Sömuleiðis hefur það ekki verið vinsælt hjá ríkisstjórn landsins. Áður en Macron sneri aftur til Frakklands fundaði hann með ráðamönnum í Líbanon og sagðist hafa fært þeim lista yfir nauðsynlegar umbætur sem þyrftu að eiga sér stað, áður en stjórnvöld fá aðgang að alþjóðlegum sjóðum. Mikil reiði ríkir í garð stjórnvalda og stjórnmálastéttarinnar í Líbanon. Miðað við viðbrögð þeirra sem margir blaðamenn hafa þegar rætt við, þá eru íbúar einnig sannfærðir um að réttlæti muni ekki nást í gegnum störf stjórnvalda. Enginn úr ríkisstjórn Líbanon hefur látið sjá sig á vettvangi hamfaranna í Beirút. Í frétt New York Times segir að stjórnmálamenn sjáist ekki á almannafæri nema þegar brynvörðum bílum þeirra er ekið í gegnum hverfi borgarinnar. Því voru íbúar mjög ánægðir með Macron eins og einn viðmælandi NYT gerði ljóst. „Ég vil ekki að Frakkland sendi peninga til þessa spillta fólks,“ sagði Khalil Honein, sem sat fyrir utan skemmda varahlutaverslun sína nærri þar sem Macron gekk um. „Hann getur tekið þessa stjórnmálamenn með sér, eða verið okkar forseti.“ Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Í miðri brúðarmyndtöku þegar sprengingin varð Hin 29 ára gamla Israa Seblani var í miðri brúðarmyndatöku við Le Gray hótelið í Beirút þegar gríðarstór sprenging varð á hafnarsvæði borgarinnar á þriðjudag. 6. ágúst 2020 21:01 Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. 6. ágúst 2020 06:35 Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Björgunarsveitir vinna enn að því að leita að líkum í rústum á hafnarsvæðinu í Beirút þar sem gríðarstór sprenging varð á þriðjudaginn. Minnst 149 eru látnir en talið er að þeim muni fjölga þar sem margra er enn saknað. Sveitir frá Rússlandi og Frakklandi notast við hunda til að leita í rústunum en búið er að senda sveitir frá fjölda annarra landa. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu í dag við því að ástandið í Beirút væri alvarlegt og stefndi í krísu. Mörg ríki heims hafa sent fólk til Líbanon. Önnur hafa sent peninga, birgðir, mat, lyf og ýmislegt fleira. Ljóst er þó að tjónið er umfangsmikið og kemur það í kjölfar mikillar niðursveiflu hagkerfis landsins og mótmæla þeirra vegna. Fyrir sprenginguna þurftu um 75 prósent íbúa Líbanon á aðstoð að halda og þriðjungur þjóðarinnar var atvinnulaus. Allt að 300 þúsund manns, sem er rúmlega tólf prósent þjóðarinnar, geta ekki búið á heimilum sínum vegna sprengingarinnar. Áætlað er að tjónið samsvari um 10 til 15 milljörðum dala. Að auki við þessar efnahagsaðstæður mun tjónið á stærstu höfn landsins hægja á matvælasendingum til landsins og að öllum líkindum hækka verð á mat. Þrjú sjúkrahús skemmdust í sprengingunni og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir heilbrigðiskerfi landsins verulega laskað. Michel Aoun, forseti Líbanon, hafnaði alþjóðlegri rannsókn á sprengingunni. Yfirvöld í Líbanon rannsaka nú hvað olli sprengingunni og hafa sextán hafnarstarfsmenn og starfsmenn tollsins verið yfirheyrðir. Fyrstu vísbendingarnar benda þó til vanrækslu og íbúar benda á yfirvöld. Fjölmiðlar ytra hafa sagt að eldur hafi kviknað út frá logsuðu. Eldurinn kviknaði í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir auk 2.750 tonna af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Því var komið fyrir í vöruskemmunni árið 2014 þegar það var tekið úr skipi sem að endingu var gert upptækt. Opinber gögn sýna að hafnarstarfsmenn reyndu ítrekað í gegnum árin að losna við efnið en því var ekki sinnt. Fréttaritari LA Times tísti mynd af reyk frá eldinum klukkan 5:45 að staðartíma á þriðjudaginn. Þá sagðist hann hafa heyrt sprengingu. Í fjórtán mínútur eftir það logaði eldurinn og slökkviliðsmenn mættu á vettvang. Þá stækkaði eldurinn mjög hratt og önnur stærri sprenging varð. 35 sekúndum seinna kom stóra sprengingin en þá höfðu fjölmargir íbúar Beirút þegar beint símum sínum að látunum og þess vegna náðust svo mörg myndbönd af sprengingunni. Það vakti töluverða athygli þegar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Beirút í gær og jafnvel reiði. Sú reiði beindist þó ekki að Macron þar sem hann gerði það sem stjórnmálamenn í Líbanon hafa ekki gert. Macron hlustaði á fólkið og lofaði að hjálpa því, eins og það er orðað í frétt New York Times. „Ég sé tilfinningarnar í andlitum ykkar, sorgina, sársaukann,“ sagði Macron við hóp íbúa Beirút. Hann ræddi við fólkið um þau djúpu tengsl sem Líbanon og Frakkland eiga og sagði: „Þess vegna er ég hér“. Macron hét því einnig að safna aðstoð handa Líbanon og lofaði því að hún myndi ekki enda í fangi „spilltra aðila“. Líbanon var frönsk nýlenda fyrir seinni heimsstyrjöldina og síðan þá hafa tengsl ríkjanna verið mjög náin. Frakkland er vinsælt í Líbanon en meðlimir í ríkisstjórn Macron hafa gagnrýnt ráðandi öfl í Líbanon og hefur það fallið í kramið hjá mótmælendum þar í landi. Sömuleiðis hefur það ekki verið vinsælt hjá ríkisstjórn landsins. Áður en Macron sneri aftur til Frakklands fundaði hann með ráðamönnum í Líbanon og sagðist hafa fært þeim lista yfir nauðsynlegar umbætur sem þyrftu að eiga sér stað, áður en stjórnvöld fá aðgang að alþjóðlegum sjóðum. Mikil reiði ríkir í garð stjórnvalda og stjórnmálastéttarinnar í Líbanon. Miðað við viðbrögð þeirra sem margir blaðamenn hafa þegar rætt við, þá eru íbúar einnig sannfærðir um að réttlæti muni ekki nást í gegnum störf stjórnvalda. Enginn úr ríkisstjórn Líbanon hefur látið sjá sig á vettvangi hamfaranna í Beirút. Í frétt New York Times segir að stjórnmálamenn sjáist ekki á almannafæri nema þegar brynvörðum bílum þeirra er ekið í gegnum hverfi borgarinnar. Því voru íbúar mjög ánægðir með Macron eins og einn viðmælandi NYT gerði ljóst. „Ég vil ekki að Frakkland sendi peninga til þessa spillta fólks,“ sagði Khalil Honein, sem sat fyrir utan skemmda varahlutaverslun sína nærri þar sem Macron gekk um. „Hann getur tekið þessa stjórnmálamenn með sér, eða verið okkar forseti.“
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Í miðri brúðarmyndtöku þegar sprengingin varð Hin 29 ára gamla Israa Seblani var í miðri brúðarmyndatöku við Le Gray hótelið í Beirút þegar gríðarstór sprenging varð á hafnarsvæði borgarinnar á þriðjudag. 6. ágúst 2020 21:01 Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. 6. ágúst 2020 06:35 Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Í miðri brúðarmyndtöku þegar sprengingin varð Hin 29 ára gamla Israa Seblani var í miðri brúðarmyndatöku við Le Gray hótelið í Beirút þegar gríðarstór sprenging varð á hafnarsvæði borgarinnar á þriðjudag. 6. ágúst 2020 21:01
Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. 6. ágúst 2020 06:35
Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46
Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13