Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2020 20:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni heldur þarf samfélagið að undirbúa sig undir að lifa með veirunni í nokkurn tíma að sögn heilbrigðisráðherra. Hún segir fjölgun smita vera mikið áhyggjuefni en ekki sé ljóst hvort takmarkanir verði hertar. Ekkert nýtt kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnarlæknir sendi heilbrigðisráðherra í gær og tekið var fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag. Á fundinum var ákveðið að skimun á landamærum verði óbreytt. Heilbrigðisráðherra segir að nú fari viðbrögðin við faraldrinum úr þeim fasa að um átaksverkefni sé að ræða. „Nú erum við að búa okkur undir það að við komum til með að lifa með veirunni enn um sinn. Að minnsta kosti einhverja mánuði en mögulega einhver misseri. Þá þurfum við að endurstilla okkur öll í þá veru að við séum ekki bara að snúa bökum saman og klára þennan slag heldur miklu frekar þannig að við þurfum að finna út úr því hvernig samfélagið á að haldast gangandi sem allra best og sem allra öflugast þrátt fyrir veiruna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Ekki liggur fyrir hve lengi Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimun og ómögulegt að segja á þessari stundum hver kostnaðurinn af þeirri aðstoð verður að sögn heilbrigðisráðherra. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertari aðgerða. Nú sé verið að skoða hvort núverandi aðgerðir skili árangri. „Aðgerðirnar sem við gripum til í síðustu viku þurfa að sýna sig á tveimur vikum. Við þurfum að fá tíma til að sjá hvernig þær hafa áhrif en þetta eru áhyggjuefni sannarlega þessar tölur sem eru að koma upp núna,“ sagði Svandís. Í ljósi þess hve margir greindust í gær, er ekki hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk. Það er það sem við höfum verið að gera í gegnum allan þennan faraldur frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk að vega og meta valkosti og það kann auðvitað vel að koma til þess að aðgerðir veðri hertar en sömuleiðis erum við meðvituð um það að við göngum ekki lengra en við teljum þörf á,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fimm manna verkefnateymi verður skipað í lok ágúst og mun það annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 undir stjórn sóttvarnarlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. 7. ágúst 2020 14:26 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni heldur þarf samfélagið að undirbúa sig undir að lifa með veirunni í nokkurn tíma að sögn heilbrigðisráðherra. Hún segir fjölgun smita vera mikið áhyggjuefni en ekki sé ljóst hvort takmarkanir verði hertar. Ekkert nýtt kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnarlæknir sendi heilbrigðisráðherra í gær og tekið var fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag. Á fundinum var ákveðið að skimun á landamærum verði óbreytt. Heilbrigðisráðherra segir að nú fari viðbrögðin við faraldrinum úr þeim fasa að um átaksverkefni sé að ræða. „Nú erum við að búa okkur undir það að við komum til með að lifa með veirunni enn um sinn. Að minnsta kosti einhverja mánuði en mögulega einhver misseri. Þá þurfum við að endurstilla okkur öll í þá veru að við séum ekki bara að snúa bökum saman og klára þennan slag heldur miklu frekar þannig að við þurfum að finna út úr því hvernig samfélagið á að haldast gangandi sem allra best og sem allra öflugast þrátt fyrir veiruna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Ekki liggur fyrir hve lengi Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimun og ómögulegt að segja á þessari stundum hver kostnaðurinn af þeirri aðstoð verður að sögn heilbrigðisráðherra. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertari aðgerða. Nú sé verið að skoða hvort núverandi aðgerðir skili árangri. „Aðgerðirnar sem við gripum til í síðustu viku þurfa að sýna sig á tveimur vikum. Við þurfum að fá tíma til að sjá hvernig þær hafa áhrif en þetta eru áhyggjuefni sannarlega þessar tölur sem eru að koma upp núna,“ sagði Svandís. Í ljósi þess hve margir greindust í gær, er ekki hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk. Það er það sem við höfum verið að gera í gegnum allan þennan faraldur frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk að vega og meta valkosti og það kann auðvitað vel að koma til þess að aðgerðir veðri hertar en sömuleiðis erum við meðvituð um það að við göngum ekki lengra en við teljum þörf á,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fimm manna verkefnateymi verður skipað í lok ágúst og mun það annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 undir stjórn sóttvarnarlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. 7. ágúst 2020 14:26 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. 7. ágúst 2020 14:26
Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40
Skipar kórónuveiruteymi sem mun starfa út árið 2021 Fimm manna verkefnateymi sem mun annast framkvæmd aðgerða vegna kórónuveirunnar út árið 2021 verður komið á fót í kjölfar vinnustofu sem heilbrigðisráðherra hefur boðað til þann 20. ágúst næstkomandi. 7. ágúst 2020 11:27