Viðræður um stuðningsaðgerðir skiluðu engu Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2020 08:03 Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði það siðferðislega skyldu þingmannanna að ná samkomulagi. EPA Viðræður fulltrúa Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi um stuðningsaðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarísk heimili og fyrirtæki sigldu í strand í nótt. Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni nú gefa út forsetatilskipun um hvað muni felast í aðgerðunum það sem eftir lifi árs. Leiðtogar Demókrata á þingi lýstu yfir vonbrigðum vegna niðurstöðunnar. „Við vorum reiðubúin að lækka um billjón ef þeir hefðu hækkað sig um billjón. Þeir sögðu alls ekki,“ er haft eftir Demókratanum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Pelosi sagði það nú siðferðislega skyldu þingmannanna að ná samkomulagi. Demókratar og Repúblikanar deildu enn um hvernig skyldi nálgast stuðning á fjölda sviða bandarísks þjóðfélags, þar á meðal hvernig skuli styðja við skólana, fjármagna skimun, leigubætur og fyrirhugaðar kosningar. Hafa staðið í tvær vikur Fyrri stuðningsaðgerðir runnu sitt skeið síðasta dag júlímánaðar og hafa Demókratar og Repúblikanar síðustu tvær vikurnar átt í viðræðum um framhaldinu skyldi háttað. Viðræðurnar hafa hins vegar engu skilað, en Demókratar vildu leggja til 3,4 billjónir Bandaríkjadala, en Repúblikanar eina billjón. Repúblikanar harma sömuleiðis að ekki hafi náðst samkomulag. „Þetta var ekki fyrsti valkostur okkar,“ sagði fjármálaráðherrann Steven Mnuchin sem segist ennfremur ætla að leggja það til við forsetann að hann gefi nú út forsetatilskipun um framhaldið. Lítur til fjögurra sviða Trump forseti hefur sjálfur sagst vera reiðubúinn að gefa úr forsetatilskipun um stuðningsaðgerðir á fjórum sviðum – stuðning við atvinnulausa, námslán, áframhaldandi frest þegar kemur að útburði úr húsum og svo greiðslu launatengdra gjalda. Deilurnar hafa ekki síst staðið um stuðning við atvinnulausa þar sem leiðtogar Repúblikana hafa viljað lækka stuðning alríkisstjórnarinnar úr 600 í 200 dali í viku og að kostnaður falli í auknum mæli á einstök ríki. Demókratar hafa lýst yfir efasemdum um lögmæti þess að gefin sé út forsetatilskipun til að leysa hnútinn um stuðningsaðgerðirnar og hafa sagst reiðubúnir að fara með málið fyrir dómstóla ef þörf krefur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Viðræður fulltrúa Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi um stuðningsaðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarísk heimili og fyrirtæki sigldu í strand í nótt. Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni nú gefa út forsetatilskipun um hvað muni felast í aðgerðunum það sem eftir lifi árs. Leiðtogar Demókrata á þingi lýstu yfir vonbrigðum vegna niðurstöðunnar. „Við vorum reiðubúin að lækka um billjón ef þeir hefðu hækkað sig um billjón. Þeir sögðu alls ekki,“ er haft eftir Demókratanum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Pelosi sagði það nú siðferðislega skyldu þingmannanna að ná samkomulagi. Demókratar og Repúblikanar deildu enn um hvernig skyldi nálgast stuðning á fjölda sviða bandarísks þjóðfélags, þar á meðal hvernig skuli styðja við skólana, fjármagna skimun, leigubætur og fyrirhugaðar kosningar. Hafa staðið í tvær vikur Fyrri stuðningsaðgerðir runnu sitt skeið síðasta dag júlímánaðar og hafa Demókratar og Repúblikanar síðustu tvær vikurnar átt í viðræðum um framhaldinu skyldi háttað. Viðræðurnar hafa hins vegar engu skilað, en Demókratar vildu leggja til 3,4 billjónir Bandaríkjadala, en Repúblikanar eina billjón. Repúblikanar harma sömuleiðis að ekki hafi náðst samkomulag. „Þetta var ekki fyrsti valkostur okkar,“ sagði fjármálaráðherrann Steven Mnuchin sem segist ennfremur ætla að leggja það til við forsetann að hann gefi nú út forsetatilskipun um framhaldið. Lítur til fjögurra sviða Trump forseti hefur sjálfur sagst vera reiðubúinn að gefa úr forsetatilskipun um stuðningsaðgerðir á fjórum sviðum – stuðning við atvinnulausa, námslán, áframhaldandi frest þegar kemur að útburði úr húsum og svo greiðslu launatengdra gjalda. Deilurnar hafa ekki síst staðið um stuðning við atvinnulausa þar sem leiðtogar Repúblikana hafa viljað lækka stuðning alríkisstjórnarinnar úr 600 í 200 dali í viku og að kostnaður falli í auknum mæli á einstök ríki. Demókratar hafa lýst yfir efasemdum um lögmæti þess að gefin sé út forsetatilskipun til að leysa hnútinn um stuðningsaðgerðirnar og hafa sagst reiðubúnir að fara með málið fyrir dómstóla ef þörf krefur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira