Þrjú ný smit greindust innanlands. Eitt smit greindist á landamærum þar sem mótenamælingar er beðið. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni covid.is.
Alls eru nú 114 manns í einangrun og 962 manns í sóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna veirunnar og liggur á gjörgæslu.
Tekin voru 2.203 sýni á landsmærum í gær og 394 á sýkla og veirufræðideild Landspítalans. Smitin þrjú greindust öll hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Enn eru virk smit í öllum landshlutum, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru einnig langflestir, eða 666, í sóttkví. Þar á eftir kemur Suðurland, þar sem hundrað eru í sóttkví.
Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er líkt og í gær 27,0.