Lögreglumenn treystu sér ekki inn á veitingastaði vegna smithættu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 9. ágúst 2020 12:32 Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögreglumenn sem sinntu í gær eftirliti með veitingastöðum, börum og skemmtistöðum, hafi ekki treyst sér inn á suma staði vegna smithættu. Vísir/Jóhann Lögreglumenn þorðu ekki inn á suma staði vegna smithættu við eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fólk hafa setið eins og í tunnu á sumum stöðum. Íslendingar kannist varla við tveggja metra regluna á þriðja bjór. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og fram á kvöld til að tryggja að reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra fjarlægð sé fylgt eftir. Fimmtán staðir fylgdu ekki reglum svo viðunandi væri. „Við heimsóttum 24 staði, bæði matsölustaði, bari og skemmtistaði. Ástandið var bara þónokkuð slæmt að okkar mati. Það voru að minnsta kosti fimmtán staðir af þessum 24 sem að voru með allt í vitleysu,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Mikill fjöldi fólks hafi verið inni á stöðunum miðað við stærð þeirra. „Það var engin leið að bjóða upp á tveggja metra regluna. Það er eins og Íslendingar séu bara ekkert að spá í þetta þegar þeir eru komnir í glas.“ Eins og fólk gleymi öllum reglum á þriðja bjór Lögreglumenn treystu sér ekki inn á suma staði vegna smithættu. „Við vorum búin að einsetja okkur að við ætluðum að gefa veitingahúsum séns, ræða við þá og biðja um að fara eftir þessu. Við ætluðum ekki að fara að sekta eða vera með einhver læti. En á sumum stöðum treystum við okkur bara ekki inn og báðum dyravörðinn að fara inn og sækja þann sem stjórnaði, hann kom bara út og talaði við okkur bara upp á smithættu,“ segir Jóhann. Sektir verða ekki gefnar út eftir kvöldið. Ætlunin hafi verið að fara og minna á að sóttvarnareglum yrði fylgt. „En við munum fylgja þessu eftir í kjölfarið með hörku. Við lokuðu tveimur stöðum í gær en það var út af þeir voru með útrunnið rekstrarleyfi.“ Um næstu helgi verði þessu tekið af meiri festu. „Það var talsverð ölvun á stöðunum og það hefur enginn heyrt um þessa tveggja metra reglu þegar fólk er komið á þriðja bjór. Þá gleymirðu þessu öllu,“ segir Jóhann. Þá var vertunum gefinn kostur á að koma hlutunum í lag. „Þeir bara lofuðu að fara að huga að breytingum en þetta náttúrulega snýst um það að þegar þú kemur inn á veitingahús og ert að fara út að borða.“ „Ef þú vilt vera tvo metra frá öllum ókunnugum sem eru í kring um þig, þá á veitingastaðurinn að gefa kost á því að þú getir sest niður og það séu tveir metrar í næsta ókunnuga mann sem er á næsta borði. Á mörgum af þessum veitingastöðum er það bara ekkert í boði. Borðin eru bara uppsett eins og staðurinn má taka. Þessu þarf að breyta,“ segir Jóhann Karl. Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. 9. ágúst 2020 11:24 Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Lögreglumenn þorðu ekki inn á suma staði vegna smithættu við eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fólk hafa setið eins og í tunnu á sumum stöðum. Íslendingar kannist varla við tveggja metra regluna á þriðja bjór. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og fram á kvöld til að tryggja að reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra fjarlægð sé fylgt eftir. Fimmtán staðir fylgdu ekki reglum svo viðunandi væri. „Við heimsóttum 24 staði, bæði matsölustaði, bari og skemmtistaði. Ástandið var bara þónokkuð slæmt að okkar mati. Það voru að minnsta kosti fimmtán staðir af þessum 24 sem að voru með allt í vitleysu,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Mikill fjöldi fólks hafi verið inni á stöðunum miðað við stærð þeirra. „Það var engin leið að bjóða upp á tveggja metra regluna. Það er eins og Íslendingar séu bara ekkert að spá í þetta þegar þeir eru komnir í glas.“ Eins og fólk gleymi öllum reglum á þriðja bjór Lögreglumenn treystu sér ekki inn á suma staði vegna smithættu. „Við vorum búin að einsetja okkur að við ætluðum að gefa veitingahúsum séns, ræða við þá og biðja um að fara eftir þessu. Við ætluðum ekki að fara að sekta eða vera með einhver læti. En á sumum stöðum treystum við okkur bara ekki inn og báðum dyravörðinn að fara inn og sækja þann sem stjórnaði, hann kom bara út og talaði við okkur bara upp á smithættu,“ segir Jóhann. Sektir verða ekki gefnar út eftir kvöldið. Ætlunin hafi verið að fara og minna á að sóttvarnareglum yrði fylgt. „En við munum fylgja þessu eftir í kjölfarið með hörku. Við lokuðu tveimur stöðum í gær en það var út af þeir voru með útrunnið rekstrarleyfi.“ Um næstu helgi verði þessu tekið af meiri festu. „Það var talsverð ölvun á stöðunum og það hefur enginn heyrt um þessa tveggja metra reglu þegar fólk er komið á þriðja bjór. Þá gleymirðu þessu öllu,“ segir Jóhann. Þá var vertunum gefinn kostur á að koma hlutunum í lag. „Þeir bara lofuðu að fara að huga að breytingum en þetta náttúrulega snýst um það að þegar þú kemur inn á veitingahús og ert að fara út að borða.“ „Ef þú vilt vera tvo metra frá öllum ókunnugum sem eru í kring um þig, þá á veitingastaðurinn að gefa kost á því að þú getir sest niður og það séu tveir metrar í næsta ókunnuga mann sem er á næsta borði. Á mörgum af þessum veitingastöðum er það bara ekkert í boði. Borðin eru bara uppsett eins og staðurinn má taka. Þessu þarf að breyta,“ segir Jóhann Karl.
Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. 9. ágúst 2020 11:24 Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. 9. ágúst 2020 11:24
Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07
Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53