„Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2020 09:11 Ásgeir Þór Ásgeirsson mætti með allar græjur í viðtal á Bylgjunni í morgun. Mynd/Bylgjan Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. Að sögn Ásgeirs, sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, kannaði lögregla sóttvarnarráðstafanir á sex veitingastöðum í gær. „Fjögur þeirra voru í lagi og þrjú þeirra með allt til fyrirmyndar. En tvö af þessum húsum, þar var ástandið ekki eins og það átti að vera. En það grátlega við þetta er að það voru ekki það margir gestir inni þannig að veitingamennirnir hefðu getað haft þetta í lagi,“ sagði Ásgeir. Þar sem fámennt var inni á stöðunum var ekki talin ástæða til þess að rýma staðina. Tekin verður skýrsla af eigendum veitingastaðanna í dag og fer málið í viðeigandi ferli hjá lögreglunni. Hefði verið auðvelt að bregðast við fréttum helgarinnar Aðfaranótt sunnudagsins fór lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í sama tilgangi, og kom í ljós að fimmtán af stöðunum 24 voru ekki að fylgja reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra regluna. „Það hefði verið mjög auðvelt að vera búinn að bregðast við þessu og gera eitthvað þannig að þetta væri í lagi en þessir tveir veitingamenn höfðu ekki gert nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Ásgeir. Lögreglumenn verða settir í það verkefni að kanna stöðuna á veitingastöðum út vikuna og sagði Ásgeir að markmiðið væri að allir veitinga- og skemmtistaðir yrðu komin með sín sóttvarnarmál á hreint fyrir næstu helgi. Það væri þó bagalegt fyrir lögregluna að þurfa að sjá til þess að svo væri. „Við höfum engan áhuga á því að vera í þessum aðgerðum. Við myndum gjarnan vilja að allir veitingamenn myndu gera ráðstafnir eins og voru á hinum fjórum stöðunum. Ég held að það hljóti allir að vilja að hafa þetta í lagi og þurfa ekki að fá lögregluna til að mæla á milli borða. Þetta er hálf barnalegt,“ sagði Ásgeir. Skrýtið ef lögreglan þurfi að passa upp á að fólk veikist ekki Bætti hann því við að hver og einn einstaklingur bæri ábyrgð á hegðun sinni og það væri á herðum hvers og eins að hindra útbreiðslu veirunnar, til dæmis með því að fara ekki í aðstæður þar sem ljóst sé að ekki sé verið að virða sóttvarnarreglur. „Það er skrýtið ef að lögreglan þarf að vera að passa upp á það að fólk sé ekki að veikjast á þessari veiru. Þetta ætti að vera nægjanlegur hvati fyrir þetta fólk sjálft. Ég hef séð fullt af fólki í kringum mig veikjast. Þetta er skelfilegur sjúkdómur. Lögreglumenn sem veiktust í sumar eru jafn vel ekki ennþá búnir að ná sér,“ sagði Ásgeir og bætti við. „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf.“ 23 í sóttkví Alls eru 23 lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í sóttkví, allir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. „Það er svona nánast eins og ég myndi missa allt útkallsliðið af vakt í lögregðustöð í Kópavogi eða Hafnarfirði. Það er eins og heil stöð fari í burtu. Í lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þetta gerðist, þar dreifist þetta á þrjár deildir, umferðardeildina, útkallsdeildina og rannsóknarliðið. Þetta sleppur hjá okkur, ennþá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. Að sögn Ásgeirs, sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, kannaði lögregla sóttvarnarráðstafanir á sex veitingastöðum í gær. „Fjögur þeirra voru í lagi og þrjú þeirra með allt til fyrirmyndar. En tvö af þessum húsum, þar var ástandið ekki eins og það átti að vera. En það grátlega við þetta er að það voru ekki það margir gestir inni þannig að veitingamennirnir hefðu getað haft þetta í lagi,“ sagði Ásgeir. Þar sem fámennt var inni á stöðunum var ekki talin ástæða til þess að rýma staðina. Tekin verður skýrsla af eigendum veitingastaðanna í dag og fer málið í viðeigandi ferli hjá lögreglunni. Hefði verið auðvelt að bregðast við fréttum helgarinnar Aðfaranótt sunnudagsins fór lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í sama tilgangi, og kom í ljós að fimmtán af stöðunum 24 voru ekki að fylgja reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra regluna. „Það hefði verið mjög auðvelt að vera búinn að bregðast við þessu og gera eitthvað þannig að þetta væri í lagi en þessir tveir veitingamenn höfðu ekki gert nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Ásgeir. Lögreglumenn verða settir í það verkefni að kanna stöðuna á veitingastöðum út vikuna og sagði Ásgeir að markmiðið væri að allir veitinga- og skemmtistaðir yrðu komin með sín sóttvarnarmál á hreint fyrir næstu helgi. Það væri þó bagalegt fyrir lögregluna að þurfa að sjá til þess að svo væri. „Við höfum engan áhuga á því að vera í þessum aðgerðum. Við myndum gjarnan vilja að allir veitingamenn myndu gera ráðstafnir eins og voru á hinum fjórum stöðunum. Ég held að það hljóti allir að vilja að hafa þetta í lagi og þurfa ekki að fá lögregluna til að mæla á milli borða. Þetta er hálf barnalegt,“ sagði Ásgeir. Skrýtið ef lögreglan þurfi að passa upp á að fólk veikist ekki Bætti hann því við að hver og einn einstaklingur bæri ábyrgð á hegðun sinni og það væri á herðum hvers og eins að hindra útbreiðslu veirunnar, til dæmis með því að fara ekki í aðstæður þar sem ljóst sé að ekki sé verið að virða sóttvarnarreglur. „Það er skrýtið ef að lögreglan þarf að vera að passa upp á það að fólk sé ekki að veikjast á þessari veiru. Þetta ætti að vera nægjanlegur hvati fyrir þetta fólk sjálft. Ég hef séð fullt af fólki í kringum mig veikjast. Þetta er skelfilegur sjúkdómur. Lögreglumenn sem veiktust í sumar eru jafn vel ekki ennþá búnir að ná sér,“ sagði Ásgeir og bætti við. „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf.“ 23 í sóttkví Alls eru 23 lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í sóttkví, allir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. „Það er svona nánast eins og ég myndi missa allt útkallsliðið af vakt í lögregðustöð í Kópavogi eða Hafnarfirði. Það er eins og heil stöð fari í burtu. Í lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þetta gerðist, þar dreifist þetta á þrjár deildir, umferðardeildina, útkallsdeildina og rannsóknarliðið. Þetta sleppur hjá okkur, ennþá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira