Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 12:47 Ríkisútvarpið sendi frá sér yfirlýsingu vegna myndbands Samherja. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. Útgerðarfélagið sendi frá sér vefþátt í morgun þar sem það svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins árið 2012 um sölu Samherja á afla til dótturfélags. Í þættinum er Helgi Seljan borinn þungum sökum og sagður hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn. Í yfirlýsingu sem undirrituð er af útvarpsstjóra og fréttastjóra Ríkisútvarpsins segja þau miðilinn hafna þessum ásökunum „sem röngu.“ Helgi hafi ekki falsað eða átt við gögn og að umrædd skýrsla sem umfjöllun Ríkissútvarpsins „byggðist meðal annars á“ hafi verið raunveruleg. Ríkisútvarpið svarar að öðru leyti ekki efnislega því sem fram kemur í myndbandi Samherja, aðeins að útspil Samherja sé aðför að mannorð Helga. Aldrei hafi fyrirtæki gengið jafn langt í ófrægingarherferð eins og útgerðarfélagið geri með myndbandi sínu. „Það er líklega einsdæmi að stórfyrirtæki leggi í persónulega herferð gegn blaðamanni með áratugareynslu. Þessi grófa árás þjónar þeim eina tilgangi að skaða mannorð fréttamanns RÚV, sem hefur hvorki falsað gögn né „átt við þau“ og trúverðugleika fréttastofunnar,“ skrifa Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkissútvarpsins. „Kerfisbundin atlaga gegn fréttamiðlum til að verjast gagnrýninni umfjöllun er ekki ný af nálinni en sú aðferð sem Samherji beitir nú gengur mun lengra en þekkst hefur hér á landi. Það er umhugsunarvert,“ skrifa þau og bæta við: „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins og hefur kallað yfir sig reiði hagsmunaaðila með vinnu sinni, og nú herferð stórfyrirtækis gegn mannorði hans og æru. RÚV fordæmir þessa aðför sem gerð er að fréttamanninum með tilhæfulausum ásökunum.“ Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00 Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. Útgerðarfélagið sendi frá sér vefþátt í morgun þar sem það svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins árið 2012 um sölu Samherja á afla til dótturfélags. Í þættinum er Helgi Seljan borinn þungum sökum og sagður hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn. Í yfirlýsingu sem undirrituð er af útvarpsstjóra og fréttastjóra Ríkisútvarpsins segja þau miðilinn hafna þessum ásökunum „sem röngu.“ Helgi hafi ekki falsað eða átt við gögn og að umrædd skýrsla sem umfjöllun Ríkissútvarpsins „byggðist meðal annars á“ hafi verið raunveruleg. Ríkisútvarpið svarar að öðru leyti ekki efnislega því sem fram kemur í myndbandi Samherja, aðeins að útspil Samherja sé aðför að mannorð Helga. Aldrei hafi fyrirtæki gengið jafn langt í ófrægingarherferð eins og útgerðarfélagið geri með myndbandi sínu. „Það er líklega einsdæmi að stórfyrirtæki leggi í persónulega herferð gegn blaðamanni með áratugareynslu. Þessi grófa árás þjónar þeim eina tilgangi að skaða mannorð fréttamanns RÚV, sem hefur hvorki falsað gögn né „átt við þau“ og trúverðugleika fréttastofunnar,“ skrifa Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkissútvarpsins. „Kerfisbundin atlaga gegn fréttamiðlum til að verjast gagnrýninni umfjöllun er ekki ný af nálinni en sú aðferð sem Samherji beitir nú gengur mun lengra en þekkst hefur hér á landi. Það er umhugsunarvert,“ skrifa þau og bæta við: „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins og hefur kallað yfir sig reiði hagsmunaaðila með vinnu sinni, og nú herferð stórfyrirtækis gegn mannorði hans og æru. RÚV fordæmir þessa aðför sem gerð er að fréttamanninum með tilhæfulausum ásökunum.“
Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00 Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00
Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00