Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 10:12 Öryggisverðir við inngang ráðstefnumiðstöðvar í Beijing sem kínversk stjórnvöld hafa breytt í sóttvarnamiðstöð þar sem fólk sem kemur til landsins er skimað fyrir veirunni. Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Með þessu vilja stjórnvöld bregðast við því meirihluti nýrra smita kórónuveiru sem greinast í landinu koma utan frá. Tugir þúsunda Kínverja smituðust af kórónuveirunni eftir að hún skaut fyrst upp kollinum í borginni Wuhan í desember. Yfirvöld gripu til harðra aðgerða og er faraldurinn nú talinn í rénun á þeim svæðum sem hann var sem skæðastur. Nú er svo komið að flestir þeirra sem greinast með veiruna er fólk sem kom erlendis frá. Reuters-fréttastofan segir ný stefna kínverskra stjórnvalda um að setja alla ferðalanga í sóttkví taki gildi klukkan 12:01 að staðartíma á morgun. Ráðstefnumiðstöð í Bejing hefur verið breytt í sóttvarnamiðstöð þar sem farþegar sem koma til landsins eru skimaðir fyrir kórónuveirunni. Þeir sem greinast með einkenni eru fluttir á sjúkrahús en aðrir eru sendir í sóttkví, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjöldi ríkja hefur gripið til ferðatakmarkana til að freista þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Bandaríkin takmarka ferðir fólks frá Evrópu og Kína. Danmörk og Noregur hafa komið á enn strangara ferðabanni. Spánn og Frakkland hafa fylgt í kjölfarið. Allir ferðamenn sem koma til Ástralíu eru nú skyldaðir til að fara í fjórtán daga heimasóttkví eftir klukkan 13:00 að íslenskum tíma í dag. Scott Morrison, forsætisráðherra, tilkynnti jafnframt að skemmtiferðaskip fengju ekki að koma til landsins næstu þrjátíu dagana. Allar guðsþjónustur Frans páfa kaþólsku kirkjunnar yfir páskahátíðina í næsta mánuði fara fram án messugesta. Tugir þúsunda kaþólikka flykkjast til Ítalíu yfir páska á hverju ári og er ákvörðun Páfagarðs sögð fordæmalaus á síðari tímum. Enn fleiri ríki hafa bannað samkomur stærri hópa, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Bannið á Íslandi tekur gildi á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Danmörk Noregur Tengdar fréttir Ringulreið á bandaríkum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. 15. mars 2020 07:57 Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. 14. mars 2020 23:14 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Með þessu vilja stjórnvöld bregðast við því meirihluti nýrra smita kórónuveiru sem greinast í landinu koma utan frá. Tugir þúsunda Kínverja smituðust af kórónuveirunni eftir að hún skaut fyrst upp kollinum í borginni Wuhan í desember. Yfirvöld gripu til harðra aðgerða og er faraldurinn nú talinn í rénun á þeim svæðum sem hann var sem skæðastur. Nú er svo komið að flestir þeirra sem greinast með veiruna er fólk sem kom erlendis frá. Reuters-fréttastofan segir ný stefna kínverskra stjórnvalda um að setja alla ferðalanga í sóttkví taki gildi klukkan 12:01 að staðartíma á morgun. Ráðstefnumiðstöð í Bejing hefur verið breytt í sóttvarnamiðstöð þar sem farþegar sem koma til landsins eru skimaðir fyrir kórónuveirunni. Þeir sem greinast með einkenni eru fluttir á sjúkrahús en aðrir eru sendir í sóttkví, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjöldi ríkja hefur gripið til ferðatakmarkana til að freista þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Bandaríkin takmarka ferðir fólks frá Evrópu og Kína. Danmörk og Noregur hafa komið á enn strangara ferðabanni. Spánn og Frakkland hafa fylgt í kjölfarið. Allir ferðamenn sem koma til Ástralíu eru nú skyldaðir til að fara í fjórtán daga heimasóttkví eftir klukkan 13:00 að íslenskum tíma í dag. Scott Morrison, forsætisráðherra, tilkynnti jafnframt að skemmtiferðaskip fengju ekki að koma til landsins næstu þrjátíu dagana. Allar guðsþjónustur Frans páfa kaþólsku kirkjunnar yfir páskahátíðina í næsta mánuði fara fram án messugesta. Tugir þúsunda kaþólikka flykkjast til Ítalíu yfir páska á hverju ári og er ákvörðun Páfagarðs sögð fordæmalaus á síðari tímum. Enn fleiri ríki hafa bannað samkomur stærri hópa, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Bannið á Íslandi tekur gildi á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Danmörk Noregur Tengdar fréttir Ringulreið á bandaríkum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. 15. mars 2020 07:57 Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. 14. mars 2020 23:14 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Ringulreið á bandaríkum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01
Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. 15. mars 2020 07:57
Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. 14. mars 2020 23:14