Hver er þessi Kamala? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2020 11:30 Joe Biden og Kamala Harris, forseta og varaforsetaefni Demókrata. AP Photo/David J. Phillip Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. „Mér hefur hlotnast sá heiður að tilkynna að ég hef valið Kamala Harris,“ skrifaði Biden á Twitter í gær þegar hann tilkynnti hver yrði varaforsetaefni hans. Þar með lauk margra mánaða ferli en fjölmiðlar í Bandaríkjunum höfðu talið líklegt að Harris yrði fyrir valinu. Let’s go win this, @KamalaHarris. pic.twitter.com/O2EYo6rYyk— Joe Biden (@JoeBiden) August 12, 2020 Hvaðan kemur hún? Harris er 55 ára lögfræðingur frá Kaliforníu. Foreldrar hennar eru innflytjendur frá Indlandi og Jamaíku og kynntust þau eftir að hafa bæði flutt til Bandaríkjanna til að starfa við háskóla á San Francisco-svæðinu í Kaliforníu. Bakgrunnur hennar þýðir að hún verður fyrsta þeldökka konan í framboði í forsetakosningum í Bandaríkjunum þegar framboð hennar og Biden verður staðfest á landsþingi Demókrata. Þá er hún aðeins fjórða konan til þess að vera á blaði í forsetakosningunum, á eftir Geraldine Ferraro, Sarah Palin og Hillary Clinton. Í umfjöllun BBC um bakgrunn Harris segir að eftir að foreldrar hennar skildu hafi móðir hennar að mestu séð um uppeldið á henni og yngri systur hennar. Móðir hennar kemur frá Indlandi og hefur Harris sagt að indverskur bakgrunnur hennar sé stór hluti af persónuleika hennar. Harris hefur setið í öldungardeildinni fyrir Kaliforníu-ríki frá árinu 2017, en hún hafði áður verið dómsmálaráðherra ríksins frá árinu 2011. Þar áður hafði hún verið héraðssaksóknari San Francisco frá árinu 2003. Lengi verið vonarstjarna Demókratar hafa lengi horft til Harris sem framtíðarleiðtoga en til marks um það má nefna að stjórnmálafræðingurinn Silja Bára Ómarsdóttir nefndi hana til sögunar í umfjöllun Vísis aðspurð um það skömmu eftir forsetakosningarnar 2016 hvaða demókrati gæti tekið við kindlinum af Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Í öldungadeildinni vakti Harris ekki síst athygli fyrir harða atlögu hennar að Brett Kavanaugh, umdeildum hæstaréttardómaraefni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og William Barr, núverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Grillaði Biden í forkosningunum Harris nýtti sér athyglina til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forkosningarnar og vakti framganga hennar í kappræðum frambjóðanda mikla athygli, ekki síst þar sem hún sótti mjög að Biden. Framboð Harris náði ágætu flugi framan af en dalaði fljótt, í frétt BBC er það meðal annars rakið til þess að hún hafi ekki getað gefið nógu skýr svör um hver stefnumál hennar væru. Þá var vinstri vængur Demókrataflokksins ekki endilega ánægður með stefnumál hennar og var hún jafnan gagnrýnd úr þeirri átt fyrir að vera ekki nógu framsækin. Þannig var hún gagnrýnd fyrir að hafa, sem dómsmálaráðherra Kaliforníu, ekki stigið nægjanlega afgerandi skref í átt að umbótum í starfi lögreglunnar eða dómskerfinu. Var hún ekki talin vera samstíga vinstri vængnum varðandi kerfisbundinn rasisma í réttarkerfi Bandaríkjanna. Verður hún forsetaframbjóðandinn 2024? Fjölmiðlar ytra hafa rætt um að með því að velja Harris sé Demókrataflokkurinn nánast búinn að velja forsetaefni flokksins fyrir forsetakosningarnar 2024, en Joe Biden er sem kunnugt er 78 ára gamall og óvíst hvort hann treysti sér í annað kjörtímabil, nái hann kjöri. Hann hefur raunar sjálfur sagt að hann líti á sig sem ákveðna brú fyrir næstu kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins. Í umfjöllun Five Thirty Eight segir þó að þetta séð háð mörgum óvissuþáttum. Ef Biden og Harris tapa sé líklegt að draumar hennar um forsetaembættið séu úr sögunni, og jafn vel þótt að þau verði kjörinn þurfi Harris að sýna það sem varaforseti að hún sé tilbúin til þess að gegna embætti forseta, komi til þess að Biden sækist ekki eftir endurkjöri, verði hann kjörinn í haust. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum. „Mér hefur hlotnast sá heiður að tilkynna að ég hef valið Kamala Harris,“ skrifaði Biden á Twitter í gær þegar hann tilkynnti hver yrði varaforsetaefni hans. Þar með lauk margra mánaða ferli en fjölmiðlar í Bandaríkjunum höfðu talið líklegt að Harris yrði fyrir valinu. Let’s go win this, @KamalaHarris. pic.twitter.com/O2EYo6rYyk— Joe Biden (@JoeBiden) August 12, 2020 Hvaðan kemur hún? Harris er 55 ára lögfræðingur frá Kaliforníu. Foreldrar hennar eru innflytjendur frá Indlandi og Jamaíku og kynntust þau eftir að hafa bæði flutt til Bandaríkjanna til að starfa við háskóla á San Francisco-svæðinu í Kaliforníu. Bakgrunnur hennar þýðir að hún verður fyrsta þeldökka konan í framboði í forsetakosningum í Bandaríkjunum þegar framboð hennar og Biden verður staðfest á landsþingi Demókrata. Þá er hún aðeins fjórða konan til þess að vera á blaði í forsetakosningunum, á eftir Geraldine Ferraro, Sarah Palin og Hillary Clinton. Í umfjöllun BBC um bakgrunn Harris segir að eftir að foreldrar hennar skildu hafi móðir hennar að mestu séð um uppeldið á henni og yngri systur hennar. Móðir hennar kemur frá Indlandi og hefur Harris sagt að indverskur bakgrunnur hennar sé stór hluti af persónuleika hennar. Harris hefur setið í öldungardeildinni fyrir Kaliforníu-ríki frá árinu 2017, en hún hafði áður verið dómsmálaráðherra ríksins frá árinu 2011. Þar áður hafði hún verið héraðssaksóknari San Francisco frá árinu 2003. Lengi verið vonarstjarna Demókratar hafa lengi horft til Harris sem framtíðarleiðtoga en til marks um það má nefna að stjórnmálafræðingurinn Silja Bára Ómarsdóttir nefndi hana til sögunar í umfjöllun Vísis aðspurð um það skömmu eftir forsetakosningarnar 2016 hvaða demókrati gæti tekið við kindlinum af Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Í öldungadeildinni vakti Harris ekki síst athygli fyrir harða atlögu hennar að Brett Kavanaugh, umdeildum hæstaréttardómaraefni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og William Barr, núverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Grillaði Biden í forkosningunum Harris nýtti sér athyglina til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forkosningarnar og vakti framganga hennar í kappræðum frambjóðanda mikla athygli, ekki síst þar sem hún sótti mjög að Biden. Framboð Harris náði ágætu flugi framan af en dalaði fljótt, í frétt BBC er það meðal annars rakið til þess að hún hafi ekki getað gefið nógu skýr svör um hver stefnumál hennar væru. Þá var vinstri vængur Demókrataflokksins ekki endilega ánægður með stefnumál hennar og var hún jafnan gagnrýnd úr þeirri átt fyrir að vera ekki nógu framsækin. Þannig var hún gagnrýnd fyrir að hafa, sem dómsmálaráðherra Kaliforníu, ekki stigið nægjanlega afgerandi skref í átt að umbótum í starfi lögreglunnar eða dómskerfinu. Var hún ekki talin vera samstíga vinstri vængnum varðandi kerfisbundinn rasisma í réttarkerfi Bandaríkjanna. Verður hún forsetaframbjóðandinn 2024? Fjölmiðlar ytra hafa rætt um að með því að velja Harris sé Demókrataflokkurinn nánast búinn að velja forsetaefni flokksins fyrir forsetakosningarnar 2024, en Joe Biden er sem kunnugt er 78 ára gamall og óvíst hvort hann treysti sér í annað kjörtímabil, nái hann kjöri. Hann hefur raunar sjálfur sagt að hann líti á sig sem ákveðna brú fyrir næstu kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins. Í umfjöllun Five Thirty Eight segir þó að þetta séð háð mörgum óvissuþáttum. Ef Biden og Harris tapa sé líklegt að draumar hennar um forsetaembættið séu úr sögunni, og jafn vel þótt að þau verði kjörinn þurfi Harris að sýna það sem varaforseti að hún sé tilbúin til þess að gegna embætti forseta, komi til þess að Biden sækist ekki eftir endurkjöri, verði hann kjörinn í haust.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Sjá meira