Kvennalið KR styrkir sig með tveimur erlendum leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 16:30 Taryn McCutcheon í leik með Michigan State háskólaliðinu á síðustu leiktíð en hún spilar í Vesturbænum í vetur. Getty/G Fiume KR hefur samið við leikstjórnandann Taryn McCutcheon frá Bandaríkjunum, og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen um að leika með meistaraflokki kvenna í Domino´s deildinni á komandi leiktíð. KR segir frá komu nýju erlendu leikmanna sinn á heimasíðu sinni en þar er einnig viðtal við þjálfarann um liðstyrkinn. Francisco Garcia tók við KR-liðinu af Benedikti Guðmundssyni í sumar. Taryn McCutcheon er 165 sm á hæð og kemur frá Michigan State háskólanum í Bandaríkjunum. Taryn var lykil leikmaður og leikstjórnandi í liði MSU þar sem hún skoraði 9,4 stig og gaf 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferli sínum með skólanum. Enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar í sögu kvennaliðs Michigan State eða 582 á fjórum árum. Á síðasta ári sínu með Michigan State háskólaliðinu þá var Taryn McCutcheon með 10,8 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún tók þátt í nýliðavali WNBA á þessu ári en var ekki valin. Annika Holopainen er 27 ára finnsk landsliðskona en hún er 188 sm framherji sem hefur spilað með liðum á borð við Reims í Frakklandi, Gdansk í Póllandi og TSV Wasserburg í Þýskalandi. Annika lék með Old Dominion háskólanum í Bandaríkjunum. Annika Holopainen spilaði í frönsku b-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hún var með 8,9 stig og 3,8 fráköst að meðaltali í leik. „Við vorum að leita að fjölhæfum leikmönnum sem gætu leyst nokkrar stöður á vellinum. Leikmönnum sem munu hjálpa okkur bæði varnar- og sóknarlega og bæta liðið. Ég tel að Taryn og Annika uppfylli þessi skilyrði, ég er mjög ánægður með þennan liðsstyrk,“ sagði Francisco Garcia, þjálfari KR, við heimasíðu KR. „Taryn er traustur leikstjórnandi, snjöll, getur skorað en jafnframt góður varnarmaður. Hún var leiðtogi í sterku liði Michigan State,“ sagði Garcia. „Annika er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað þrist, fjarka og fimmu. Hún er líka reynslumikil. Fyrir utan háskólaferil hennar, þá hefur hún spilað í erfiðri deild í Þýskalandi, þar sem hún spilaði líka í Eurocup, einnig hefur hún spilað í Póllandi og Frakklandi. Svo er hún í finnska landsliðinu. Hún mun gefa KR-liðinu mikinn karakter,“ sagði Garcia. Dominos-deild kvenna Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
KR hefur samið við leikstjórnandann Taryn McCutcheon frá Bandaríkjunum, og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen um að leika með meistaraflokki kvenna í Domino´s deildinni á komandi leiktíð. KR segir frá komu nýju erlendu leikmanna sinn á heimasíðu sinni en þar er einnig viðtal við þjálfarann um liðstyrkinn. Francisco Garcia tók við KR-liðinu af Benedikti Guðmundssyni í sumar. Taryn McCutcheon er 165 sm á hæð og kemur frá Michigan State háskólanum í Bandaríkjunum. Taryn var lykil leikmaður og leikstjórnandi í liði MSU þar sem hún skoraði 9,4 stig og gaf 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferli sínum með skólanum. Enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar í sögu kvennaliðs Michigan State eða 582 á fjórum árum. Á síðasta ári sínu með Michigan State háskólaliðinu þá var Taryn McCutcheon með 10,8 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún tók þátt í nýliðavali WNBA á þessu ári en var ekki valin. Annika Holopainen er 27 ára finnsk landsliðskona en hún er 188 sm framherji sem hefur spilað með liðum á borð við Reims í Frakklandi, Gdansk í Póllandi og TSV Wasserburg í Þýskalandi. Annika lék með Old Dominion háskólanum í Bandaríkjunum. Annika Holopainen spilaði í frönsku b-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hún var með 8,9 stig og 3,8 fráköst að meðaltali í leik. „Við vorum að leita að fjölhæfum leikmönnum sem gætu leyst nokkrar stöður á vellinum. Leikmönnum sem munu hjálpa okkur bæði varnar- og sóknarlega og bæta liðið. Ég tel að Taryn og Annika uppfylli þessi skilyrði, ég er mjög ánægður með þennan liðsstyrk,“ sagði Francisco Garcia, þjálfari KR, við heimasíðu KR. „Taryn er traustur leikstjórnandi, snjöll, getur skorað en jafnframt góður varnarmaður. Hún var leiðtogi í sterku liði Michigan State,“ sagði Garcia. „Annika er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað þrist, fjarka og fimmu. Hún er líka reynslumikil. Fyrir utan háskólaferil hennar, þá hefur hún spilað í erfiðri deild í Þýskalandi, þar sem hún spilaði líka í Eurocup, einnig hefur hún spilað í Póllandi og Frakklandi. Svo er hún í finnska landsliðinu. Hún mun gefa KR-liðinu mikinn karakter,“ sagði Garcia.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira