Engar breytingar varðandi landamærin að svo stöddu Sylvía Hall og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 12. ágúst 2020 22:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðgerðir á landamærunum ekki þurfa að haldast í hendur við aðgerðir innanlands. Vísir/Vilhelm Reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum verða rýmkaðar en áfram mega að hámarki eitt hundrað koma saman samkvæmt nýjum reglum sem taka gildi á föstudag. Bera þarf grímu í strætó ef ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur. Engar breytingar verða gerðar að svo stöddu hvað varðar landamæri. Þær reglur sem nú gilda um samkomutakmarkanir falla úr gildi á miðnætti annað kvöld. Heilbrigðisráðuneytið kynnti í dag nýjar reglur sem taka gildi á föstudaginn sem byggja á tillögum sóttvarnalæknis til ráðherra. Áfram mega að hámarki hundrað koma saman og meginreglan um tveggja metra nálægðarmörk gildir áfram. Í framhalds- og háskólum verður heimilt að hafa einn metra á milli einstaklinga án þess að grímur séu notaðar. Þrátt fyrir tveggja metra regluna verða snertingar heimilar á milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Að öðru leyti skal tveggja metra reglan gilda í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Þá hafa reglur um notkun andlitsgrímu verið skýrðar. Þær skal nota við aðstæður þar sem eðli starfssemi krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tveggja metra, og í almenningssamgöngum þar sem ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur. Áfram er áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir. Nýjar reglur gilda til 27. ágúst og varða aðeins aðgerðir innanlands, ekki ráðstafanir á landamærum. „Þetta fyrirkomulag, sem að hefur gefist ágætlega, það gildir til 15. september og hvort að stjórnvöld vilja grípa til einhverra breytinga eða breyta einhverju fyrir þann tíma, það get ég ekki sagt til um,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um fyrirkomulagið á landamærum. Hann kveðst ekki líta svo á að aðgerðir á landamærum annars vegar og innanlands hins vegar, þurfi að haldast í hendur. „Þetta spilar á einhvern hátt saman en líka að öðru leyti þá er þetta óháð hvort öðru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. 12. ágúst 2020 12:13 Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Sjá meira
Reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum verða rýmkaðar en áfram mega að hámarki eitt hundrað koma saman samkvæmt nýjum reglum sem taka gildi á föstudag. Bera þarf grímu í strætó ef ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur. Engar breytingar verða gerðar að svo stöddu hvað varðar landamæri. Þær reglur sem nú gilda um samkomutakmarkanir falla úr gildi á miðnætti annað kvöld. Heilbrigðisráðuneytið kynnti í dag nýjar reglur sem taka gildi á föstudaginn sem byggja á tillögum sóttvarnalæknis til ráðherra. Áfram mega að hámarki hundrað koma saman og meginreglan um tveggja metra nálægðarmörk gildir áfram. Í framhalds- og háskólum verður heimilt að hafa einn metra á milli einstaklinga án þess að grímur séu notaðar. Þrátt fyrir tveggja metra regluna verða snertingar heimilar á milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Að öðru leyti skal tveggja metra reglan gilda í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Þá hafa reglur um notkun andlitsgrímu verið skýrðar. Þær skal nota við aðstæður þar sem eðli starfssemi krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tveggja metra, og í almenningssamgöngum þar sem ferð varir í þrjátíu mínútur eða lengur. Áfram er áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir. Nýjar reglur gilda til 27. ágúst og varða aðeins aðgerðir innanlands, ekki ráðstafanir á landamærum. „Þetta fyrirkomulag, sem að hefur gefist ágætlega, það gildir til 15. september og hvort að stjórnvöld vilja grípa til einhverra breytinga eða breyta einhverju fyrir þann tíma, það get ég ekki sagt til um,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um fyrirkomulagið á landamærum. Hann kveðst ekki líta svo á að aðgerðir á landamærum annars vegar og innanlands hins vegar, þurfi að haldast í hendur. „Þetta spilar á einhvern hátt saman en líka að öðru leyti þá er þetta óháð hvort öðru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. 12. ágúst 2020 12:13 Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Sjá meira
Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16
Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. 12. ágúst 2020 12:13