Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2020 21:15 Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak. Vísir/AP New York Times hefur birt myndband sem virðist sýna íranskt flugskeyti lenda á úkraínsku farþegavélinni sem hrapaði aðfaranótt miðvikudags. Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem hún hætti að senda frá sér merki skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. Parand er staðsett nálægt alþjóðaflugvellinum í Teheran, höfuðborg Írans, þaðan sem hún tók á loft stuttu áður en hún fórst. Bandarískir embættismenn fullyrða að hún hafi verið skotin niður af írönskum eldflaugum fyrir mistök en bandarískir miðlar greindu frá því í kvöld. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda hefur neitað ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna.Sjá einnig: Misvísandi skilaboð frá ÍranAf myndbandinu að dæma sést lítil sprenging þegar vélin varð fyrir umræddu flugskeyti. Hún er sögð hafa flogið áfram í nokkrar mínútur áður en hún sneri við. Eftir það flaug hún í ljósum logum í átt að flugvellinum í Teheran áður en hún sprakk og hrapaði skyndilega, ef marka má önnur myndbönd af atvikinu sem TheNewYorkTimes segist hafa undir höndum. Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag aðspurður um málið að hann hafi haft sínar grunsemdir orsök slyssins. Hann sagði vélina hafa verið að fljúga yfir átakasvæði þegar hún hrapaði. „Þetta er sorglegt en mögulega gerði einhver mistök hinum megin.“ Greint var frá því í dag að bandarískir gervihnettir hafi numið tvær eldflaugar fara á loft stuttu áður en farþegavélin sprakk. Bandarískum embættismönnum var greint frá þessu í dag samkvæmt heimildum CBS og hefur miðillinn eftir ónefndum heimildarmanni að eldflaugapartar hafi fundist nálægt slysstað. Ratsjárgögn eru einnig sögð styðja þessa fullyrðingu.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Íran Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
New York Times hefur birt myndband sem virðist sýna íranskt flugskeyti lenda á úkraínsku farþegavélinni sem hrapaði aðfaranótt miðvikudags. Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem hún hætti að senda frá sér merki skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. Parand er staðsett nálægt alþjóðaflugvellinum í Teheran, höfuðborg Írans, þaðan sem hún tók á loft stuttu áður en hún fórst. Bandarískir embættismenn fullyrða að hún hafi verið skotin niður af írönskum eldflaugum fyrir mistök en bandarískir miðlar greindu frá því í kvöld. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda hefur neitað ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna.Sjá einnig: Misvísandi skilaboð frá ÍranAf myndbandinu að dæma sést lítil sprenging þegar vélin varð fyrir umræddu flugskeyti. Hún er sögð hafa flogið áfram í nokkrar mínútur áður en hún sneri við. Eftir það flaug hún í ljósum logum í átt að flugvellinum í Teheran áður en hún sprakk og hrapaði skyndilega, ef marka má önnur myndbönd af atvikinu sem TheNewYorkTimes segist hafa undir höndum. Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag aðspurður um málið að hann hafi haft sínar grunsemdir orsök slyssins. Hann sagði vélina hafa verið að fljúga yfir átakasvæði þegar hún hrapaði. „Þetta er sorglegt en mögulega gerði einhver mistök hinum megin.“ Greint var frá því í dag að bandarískir gervihnettir hafi numið tvær eldflaugar fara á loft stuttu áður en farþegavélin sprakk. Bandarískum embættismönnum var greint frá þessu í dag samkvæmt heimildum CBS og hefur miðillinn eftir ónefndum heimildarmanni að eldflaugapartar hafi fundist nálægt slysstað. Ratsjárgögn eru einnig sögð styðja þessa fullyrðingu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Íran Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16
Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15
Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04
Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13