Innlent

Úrgangur minnkaði í fyrsta sinn í fimm ár

Nadine Guðrún Yaghi skrifar

Sorpa hefur tekið saman tölur fyrir 2019 en þær sýna samdrátt á heildarmagni úrgangs á milli ára í fyrsta sinn frá 2014. Á árunum 2014 til 2018 jókst magn úrgangs um hundrað þúsund tonn.

„Og þessi heildarsamdráttur hjá Sorpu sem við erum að taka á móti er um fimmtán prósent,“ segir Ragna Halldórsdóttir, deildarstjóri umhverfis- og fræðsludeildar Sorpu. 

Stór hluti sé vegna þess að minna sé af jarðvegsefnum. „Minna af jarðvegs og steinefnum og þessháttar inn á urðunarstaðinn sem var átt í 30 prósent,“ segir Ragna. 

Þá sé nokkur samdráttur í úrgangi frá framkvæmdum. Ragna segir að minni losun á sorpi geti tengst samdrætti í efnahagslífinu. 

„Í gegn um árin höfum við séð sveiflurnar í efnahagnum og um leið og uppsveifla verður í þjóðfélaginu þá eykst úrgangurinn,“ segir Ragna. 

Þá veitti sorpa átján og hálfs milljón króna styrk út úr Góða hirðinum í árslok 2019.

„Við tókum við minna magni í gegn um góða hirðinn en við seldum sextíu prósent meira þannig við erum að fá hagnað og hagræðingu í rekstri þar og það var niðurstaðan, við náðum að styrkja góð málefni um 18 milljónir,“ segir Ragna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×