Biðja foreldra um að sækja börn sín á höfuðborgarsvæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. janúar 2020 13:35 Það mun blása hressilega í dag. Vísir/vilhelm Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þess á leit við foreldra og forráðamenn að þeir sæki börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár en gul veðurviðvörun er í gildi, meðal annars fyrir höfuðborgarsvæðið. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að ekki sé þörf á að sækja börn fyrir neinn tiltekinn tíma heldur sé verið að hvetja til þess að börn yngri en 12 ára gangi ekki ein heim í lok skóladags. Þó eru einstaka skólar sem telja aðstæður ekki þannig að sækja þurfi börnin. Skólastjóri Melaskóla telur aðstæður vestur í bæ ekki þannig að sækja þurfi börnin. Í nótt virkjaði Veðurstofan appelsínugula veðurviðvörun fyrir Breiðafjörð og Vestfirði en þær renna ekki út fyrr en síðdegis. Suðvestan hríðarveður með vindhraða á bilinu 20-28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Skyggni er slæmt, einkum í éljum og akstursskilyrði víðast hvar slæm. Gul viðvörun er síðan í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Suðurland, Strandir, Norðurland Vestra og miðhálendið. Snjóflóðahætta mikil Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir snjóflóðahættu vera til fjalla því talsvert hefur snjóað í fjöll á þriðjudag og því mikið skafrenningsfóður. Mikil snjóflóðahætta er í utanverðum Tröllaskaga og töluverð hætta á Suðvesturhorninu og á norðanverðum Vestfjörðum. Siglufjarðarvegi hefur verið lokað utan Fljóta vegna snjóflóðahættu og það sama á við um Súðavíkurhlið. Snjóflóð féll í Súgandafirði í morgun og því þurfti að loka veginum. Víða ýmist ófært eða lokað Vetrarfærð er um mest allt land í dag en í sumum landshlutum er vonskuveður. Vegir eru víða ýmist ófærir eða lokaðir, því er mælst til þess að fólk fylgist vel með færð á vegum og veðurspá. Á Snæfellsnesi eru flestar leiðir ófærar og ófært er á Laxárdalsheiði. Brattabrekka er lokuð sem og Holtavörðuheiði. Þá eru flestir vegir á norðanverðum Vestfjörðum ófærar. Öxnadalsheiði sem og veginum um Þverárfjall og Vatnsskarð hefur verið lokað.Sjá einnig: Flug liggur niðri og vegum víða lokað Röskun á flugsamgöngum Innanlandsflugi hefur verið aflýst í til að minnsta kosti korter yfir fjögur en þá verður staðan metin að nýju og nýjar upplýsingar liggja fyrir um flug. Óveðrið hefur einnig haft áhrif á millilandaflug. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi spurður út í stöðuna á Keflavíkurflugvelli. „Það hefur verið ansi slæmt veður á svæðinu núna síðan í nótt. Landgangar okkar voru teknir úr notkun á fimmta tímanum í nótt en þeir voru reyndar teknir í notkun í um hálftíma á áttunda tímanum á meðan vindinn lægði örlítið. Sex vélar Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun, fimm frá Bandaríkjunum og ein frá Kanada. Voru stigabílar og um tíma landgangarnir notaðir til að hleypa fólki frá borði. En eins og staðan er núna er gert ráð fyrir að tólf vélar fari af stað upp úr hádegi en við hvetjum farþega til þess að fylgjast vandlega með áætlun á vefsíðu Keflavíkurflugvallar til að fylgjast með hver staðan er hverju sinni vegna þess að það getur reynst erfitt að afgreiða vélar vegna veðurs,“ segir Guðjón. Hefur veðrið sett dagskrána alveg úr skorðum?„Já, það hefur verið núna í dag og í gær. Flugfélög hafa verið að fresta eða jafnvel flýta ferðum. Í sumum tilvikum fóru vélar af stað fljótlega eftir miðnætti sem áttu að fara af stað síðar þannig að það er búið að flýta og seinka ferðum og aflýsa núna í dag og síðustu daga,“ segir Guðjón en eins og Vísir greindi frá í morgun er ekki útlit fyrir að veðrið skáni næstu daga, nema síður sé. Búið er að aflýsa flugi Icelandair annars vegar til Lundúna sem átti að fara klukkan 15.20 og hins vegar til Dyflinnar en fyrirhuguð brottför var klukkan 14:05. Lufthansa hefur þá aflýst flugi sínu til Frankfurt sem átti að fara laust fyrir klukkan tvö. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30 Flug liggur niðri og vegum víða lokað Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. 9. janúar 2020 08:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þess á leit við foreldra og forráðamenn að þeir sæki börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár en gul veðurviðvörun er í gildi, meðal annars fyrir höfuðborgarsvæðið. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að ekki sé þörf á að sækja börn fyrir neinn tiltekinn tíma heldur sé verið að hvetja til þess að börn yngri en 12 ára gangi ekki ein heim í lok skóladags. Þó eru einstaka skólar sem telja aðstæður ekki þannig að sækja þurfi börnin. Skólastjóri Melaskóla telur aðstæður vestur í bæ ekki þannig að sækja þurfi börnin. Í nótt virkjaði Veðurstofan appelsínugula veðurviðvörun fyrir Breiðafjörð og Vestfirði en þær renna ekki út fyrr en síðdegis. Suðvestan hríðarveður með vindhraða á bilinu 20-28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Skyggni er slæmt, einkum í éljum og akstursskilyrði víðast hvar slæm. Gul viðvörun er síðan í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Suðurland, Strandir, Norðurland Vestra og miðhálendið. Snjóflóðahætta mikil Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir snjóflóðahættu vera til fjalla því talsvert hefur snjóað í fjöll á þriðjudag og því mikið skafrenningsfóður. Mikil snjóflóðahætta er í utanverðum Tröllaskaga og töluverð hætta á Suðvesturhorninu og á norðanverðum Vestfjörðum. Siglufjarðarvegi hefur verið lokað utan Fljóta vegna snjóflóðahættu og það sama á við um Súðavíkurhlið. Snjóflóð féll í Súgandafirði í morgun og því þurfti að loka veginum. Víða ýmist ófært eða lokað Vetrarfærð er um mest allt land í dag en í sumum landshlutum er vonskuveður. Vegir eru víða ýmist ófærir eða lokaðir, því er mælst til þess að fólk fylgist vel með færð á vegum og veðurspá. Á Snæfellsnesi eru flestar leiðir ófærar og ófært er á Laxárdalsheiði. Brattabrekka er lokuð sem og Holtavörðuheiði. Þá eru flestir vegir á norðanverðum Vestfjörðum ófærar. Öxnadalsheiði sem og veginum um Þverárfjall og Vatnsskarð hefur verið lokað.Sjá einnig: Flug liggur niðri og vegum víða lokað Röskun á flugsamgöngum Innanlandsflugi hefur verið aflýst í til að minnsta kosti korter yfir fjögur en þá verður staðan metin að nýju og nýjar upplýsingar liggja fyrir um flug. Óveðrið hefur einnig haft áhrif á millilandaflug. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi spurður út í stöðuna á Keflavíkurflugvelli. „Það hefur verið ansi slæmt veður á svæðinu núna síðan í nótt. Landgangar okkar voru teknir úr notkun á fimmta tímanum í nótt en þeir voru reyndar teknir í notkun í um hálftíma á áttunda tímanum á meðan vindinn lægði örlítið. Sex vélar Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun, fimm frá Bandaríkjunum og ein frá Kanada. Voru stigabílar og um tíma landgangarnir notaðir til að hleypa fólki frá borði. En eins og staðan er núna er gert ráð fyrir að tólf vélar fari af stað upp úr hádegi en við hvetjum farþega til þess að fylgjast vandlega með áætlun á vefsíðu Keflavíkurflugvallar til að fylgjast með hver staðan er hverju sinni vegna þess að það getur reynst erfitt að afgreiða vélar vegna veðurs,“ segir Guðjón. Hefur veðrið sett dagskrána alveg úr skorðum?„Já, það hefur verið núna í dag og í gær. Flugfélög hafa verið að fresta eða jafnvel flýta ferðum. Í sumum tilvikum fóru vélar af stað fljótlega eftir miðnætti sem áttu að fara af stað síðar þannig að það er búið að flýta og seinka ferðum og aflýsa núna í dag og síðustu daga,“ segir Guðjón en eins og Vísir greindi frá í morgun er ekki útlit fyrir að veðrið skáni næstu daga, nema síður sé. Búið er að aflýsa flugi Icelandair annars vegar til Lundúna sem átti að fara klukkan 15.20 og hins vegar til Dyflinnar en fyrirhuguð brottför var klukkan 14:05. Lufthansa hefur þá aflýst flugi sínu til Frankfurt sem átti að fara laust fyrir klukkan tvö.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30 Flug liggur niðri og vegum víða lokað Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. 9. janúar 2020 08:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30
Flug liggur niðri og vegum víða lokað Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. 9. janúar 2020 08:56