Af flóru, fánu og jafnvel fungu Starri Heiðmarsson skrifar 9. janúar 2020 10:00 Til tjáskipta höfum við tungumál og erum við Íslendingar heppnir hvað það varðar að íslenskan er nokkuð gegnsætt tungumál. Gegnsæið er mögulegt þar sem við höfum gegnum tíðina verið frekar treg að taka upp erlend orð og því oft útskýring orða fólgin í þeim sjálfum. Einangrunin er þó ekki alger og fjölmörg tökuorð falla vel að íslensku og hafa fyrir löngu unnið sér þegnrétt. Þau orð eru þó ekki alltaf jafn auðskilin og þau sem eiga dýpri rætur í tungu okkar. Sem dæmi um tökuorð sem falla vel að íslensku eru flóra og fána sem vísa til plantna (flóra) og dýra (fána). Hinsvegar virðist flóra vera þekktara orð meðal almennings og mörg dæmi um misbeitingu þess orðs sem líklega má rekja til vankunnáttu og er von mín að þetta greinarkorn hjálpi til við skilning á hugtakinu og hvar á við að beita því. Stefán Stefánsson grasafræðingur gaf góða skýringu á orðinu í formála að fyrstu útgáfu Flóru Íslands sem gefin var út 1901. Stefán segir: „Á útlendum málum táknar orðið „flóra“, sem upprunalega er nafn blómgyðjunnar hjá Rómverjum, bæði plönturíki einhvers lands eða landshluta og bók eða rit sem skýrir frá plöntunum og lýsir þeim.“ Þú lesandi góður undrast kannski þörf mína fyrir að skýra tilurð og rétta notkun orðsins flóra! Ástæður þessa má finna í menntun minni og starfi. Sem grasafræðingur þá nýti ég flóruhugtakið iðulega í starfi mínu og er þar að vísa til þeirra tegunda plantna sem vaxa á ákveðnu svæði, t.d. tegundir sem tilheyra íslensku flórunni. Sambærilegt orð yfir dýraríkið er síðan fána og í seinni tíð, vegna bættrar þekkingar okkar á skyldleika og tengslum innan lífríkisins, hefur hugtakið funga verið tekið upp fyrir sveppi. Í seinni tíð hefur sá misskilningur orðið útbreiddur að flóruhugtakið tákni fjölbreytni sem er alrangt. Í orðinu flóra er ekkert sem táknar fjölbreytni. Því þarf að taka sérstaklega fram hvort flóran er fábreytt eða fjölbreytt, eftir því sem við á, hvorugt felst í orðinu. Stundum heyrist jafnvel talað um fuglaflóru eða mannflóru sem hvort tveggja er röng notkun þar sem hvorki fuglar né mannfólk geta talist til plantna. Í dýraríkinu kemur orðið fána inn um samsafn allra dýra á viðkomandi svæði. Hér á Íslandi höfum við miklu fleiri tegundir dýra en plantna og því er fána Íslands mun fjölbreyttari en flóran. Tungumálið missir marks þegar hugtök eru misnotuð og misskilin. Ég vil því hvetja fólk til þess að íhuga merkingu orða sinna. Orðin flóra og fána eru alþjóðleg og hafa verið tekin upp í flest önnur tungumál í óbreyttri merkingu. Það skýtur því skökku við ef á að fara að taka upp nýja merkingu þeirra í íslensku.Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðyrkja Íslenska á tækniöld Skógrækt og landgræðsla Starri Heiðmarsson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Til tjáskipta höfum við tungumál og erum við Íslendingar heppnir hvað það varðar að íslenskan er nokkuð gegnsætt tungumál. Gegnsæið er mögulegt þar sem við höfum gegnum tíðina verið frekar treg að taka upp erlend orð og því oft útskýring orða fólgin í þeim sjálfum. Einangrunin er þó ekki alger og fjölmörg tökuorð falla vel að íslensku og hafa fyrir löngu unnið sér þegnrétt. Þau orð eru þó ekki alltaf jafn auðskilin og þau sem eiga dýpri rætur í tungu okkar. Sem dæmi um tökuorð sem falla vel að íslensku eru flóra og fána sem vísa til plantna (flóra) og dýra (fána). Hinsvegar virðist flóra vera þekktara orð meðal almennings og mörg dæmi um misbeitingu þess orðs sem líklega má rekja til vankunnáttu og er von mín að þetta greinarkorn hjálpi til við skilning á hugtakinu og hvar á við að beita því. Stefán Stefánsson grasafræðingur gaf góða skýringu á orðinu í formála að fyrstu útgáfu Flóru Íslands sem gefin var út 1901. Stefán segir: „Á útlendum málum táknar orðið „flóra“, sem upprunalega er nafn blómgyðjunnar hjá Rómverjum, bæði plönturíki einhvers lands eða landshluta og bók eða rit sem skýrir frá plöntunum og lýsir þeim.“ Þú lesandi góður undrast kannski þörf mína fyrir að skýra tilurð og rétta notkun orðsins flóra! Ástæður þessa má finna í menntun minni og starfi. Sem grasafræðingur þá nýti ég flóruhugtakið iðulega í starfi mínu og er þar að vísa til þeirra tegunda plantna sem vaxa á ákveðnu svæði, t.d. tegundir sem tilheyra íslensku flórunni. Sambærilegt orð yfir dýraríkið er síðan fána og í seinni tíð, vegna bættrar þekkingar okkar á skyldleika og tengslum innan lífríkisins, hefur hugtakið funga verið tekið upp fyrir sveppi. Í seinni tíð hefur sá misskilningur orðið útbreiddur að flóruhugtakið tákni fjölbreytni sem er alrangt. Í orðinu flóra er ekkert sem táknar fjölbreytni. Því þarf að taka sérstaklega fram hvort flóran er fábreytt eða fjölbreytt, eftir því sem við á, hvorugt felst í orðinu. Stundum heyrist jafnvel talað um fuglaflóru eða mannflóru sem hvort tveggja er röng notkun þar sem hvorki fuglar né mannfólk geta talist til plantna. Í dýraríkinu kemur orðið fána inn um samsafn allra dýra á viðkomandi svæði. Hér á Íslandi höfum við miklu fleiri tegundir dýra en plantna og því er fána Íslands mun fjölbreyttari en flóran. Tungumálið missir marks þegar hugtök eru misnotuð og misskilin. Ég vil því hvetja fólk til þess að íhuga merkingu orða sinna. Orðin flóra og fána eru alþjóðleg og hafa verið tekin upp í flest önnur tungumál í óbreyttri merkingu. Það skýtur því skökku við ef á að fara að taka upp nýja merkingu þeirra í íslensku.Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun