Álag meira en búist var við Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. janúar 2020 22:00 Forstjóri Landspítalans segir álag á spítalanum hafa aukist meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Opnun skammtímadeildar til að bregaðst við ástandinu sé möguleiki en til þess þurfi meira fjármagn. Málefni bráðamóttöku Landspítalans hafa verið í brennideplinum síðustu daga. Mikið álag hefur verið á deildinni sem oft er yfirfull og óttast starfsfólk hvaða áhrif það kann að hafa. Bæði stjórn læknaráðs og vaktstjórar hjúkrunar á deildinni sendu frá sér yfirlýsingar í dag vegna ástandsins. Vaktstjórarnir segja neyðarástand ríkja á deildinni og það endi með ósköpum ef ekki verður brugðist við með róttækum aðgerðum nú þegar. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á bráðamóttökunni hafa aukist hratt síðustu ár. Álagið sé í raun birtingarmynd þess að þjóðin sé að eldast en aukin veikindi fylgja því. „Okkur er að fjölga og síðan erum við með mjög mikinn fjölda ferðamanna. Allt þetta hefur aukið álagið umfram það sem við gerðum ráð fyrir og umfram meira að segja þær auknu fjárveitingar sem við höfum þó fengið,“ segir Páll. Alma Möller landlæknir sagði í Kastljósinu á RÚV í gær að Landspítalinn hafi ekki farið eftir öllum ábendingum úr skýrslu Landlæknisembættisins um vanda bráðamóttökunnar. Þar var til að mynda sú hugmynd að opna sérstaka biðdeild. „Við erum með 48 tíma deild fyrir fólk sem er með almenn veikindi, þarf innlögn en bara í 48 tíma, við þurfum aðra slíka deild. Við getum sett hana upp. Ég tel að við getum mannað hana en til þess þurfum við fjármagn,“ segir Páll. Páll segir að þegar hafi verið gripið til margra aðgerða til bregðast við vandanum. „Þetta verður náttúrulega alltaf verkefni að bregðast við álagstoppum en við viljum að álagstopparnir, þeir verstu, séu sjaldnar og í skemmri tíma,“ segir Páll. Þá segir hann að velt verði við öllum steinum í leit að leiðum til að draga úr álagi. „Það eru fjölmargar leiðir til þess. Mörg af þeim skrefum hafa verið stigin en eru ekki komin til framkvæmda enn þá en það er líka margt eftir enn. En það er að verulegu leyti utan nákvæmlega þess sem við getum gert í dag eða morgun,“ segir Páll. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir álag á spítalanum hafa aukist meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Opnun skammtímadeildar til að bregaðst við ástandinu sé möguleiki en til þess þurfi meira fjármagn. Málefni bráðamóttöku Landspítalans hafa verið í brennideplinum síðustu daga. Mikið álag hefur verið á deildinni sem oft er yfirfull og óttast starfsfólk hvaða áhrif það kann að hafa. Bæði stjórn læknaráðs og vaktstjórar hjúkrunar á deildinni sendu frá sér yfirlýsingar í dag vegna ástandsins. Vaktstjórarnir segja neyðarástand ríkja á deildinni og það endi með ósköpum ef ekki verður brugðist við með róttækum aðgerðum nú þegar. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á bráðamóttökunni hafa aukist hratt síðustu ár. Álagið sé í raun birtingarmynd þess að þjóðin sé að eldast en aukin veikindi fylgja því. „Okkur er að fjölga og síðan erum við með mjög mikinn fjölda ferðamanna. Allt þetta hefur aukið álagið umfram það sem við gerðum ráð fyrir og umfram meira að segja þær auknu fjárveitingar sem við höfum þó fengið,“ segir Páll. Alma Möller landlæknir sagði í Kastljósinu á RÚV í gær að Landspítalinn hafi ekki farið eftir öllum ábendingum úr skýrslu Landlæknisembættisins um vanda bráðamóttökunnar. Þar var til að mynda sú hugmynd að opna sérstaka biðdeild. „Við erum með 48 tíma deild fyrir fólk sem er með almenn veikindi, þarf innlögn en bara í 48 tíma, við þurfum aðra slíka deild. Við getum sett hana upp. Ég tel að við getum mannað hana en til þess þurfum við fjármagn,“ segir Páll. Páll segir að þegar hafi verið gripið til margra aðgerða til bregðast við vandanum. „Þetta verður náttúrulega alltaf verkefni að bregðast við álagstoppum en við viljum að álagstopparnir, þeir verstu, séu sjaldnar og í skemmri tíma,“ segir Páll. Þá segir hann að velt verði við öllum steinum í leit að leiðum til að draga úr álagi. „Það eru fjölmargar leiðir til þess. Mörg af þeim skrefum hafa verið stigin en eru ekki komin til framkvæmda enn þá en það er líka margt eftir enn. En það er að verulegu leyti utan nákvæmlega þess sem við getum gert í dag eða morgun,“ segir Páll.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira