Fótbolti

Segja ekki rétt að Ragnar eigi við áfengisvandamál að stríða

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ragnar Sigurðsson í landsleik.
Ragnar Sigurðsson í landsleik. vísir/getty

Rússneska knattspyrnufélagið Rostov gaf frá sér yfirlýsingu í dag vegna mála Ragnars Sigurðssonar.

Eins og kunnugt er þá hefur Ragnar fengið sig lausan frá félaginu og er í leit að nýju félagi.

Rússneskir fjölmiðlar vörpuðu því fram í dag að Ragnar hefði átt við alvarlegt áfengisvandamál að stríða og því hefði hann farið.

„Það er ekki rétt að Ragnar hafi átt við áfengisvandamál að stríða eins og kom fram í fjölmiðlum. Á þeim tveimur árum sem Ragnar var hjá okkur var hann fyrirmyndaratvinnumaður og manneskja sem hægt var að treysta á er gaf á bátinn. Þess vegna var hann gerður að fyrirliða liðsins,“ segir í yfirlýsingu Rostov.

„Samningi var rift að beiðni leikmannsins. Við samþykktum það af virðingu við Ragnar. Við vörum fjölmiðla við því að vera með falsfréttir um leikmenn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×