Gilda lög í vopnuðum átökum? Brynhildur Bolladóttir skrifar 8. janúar 2020 13:00 Þónokkuð hefur verið fjallað um orð Trump Bandaríkjaforseta um að hann hafi áætlanir um 52 írönsk skotmörk í hernaðarlegum aðgerðum, mörg þeirra mikilvæg í íranskri menningu. Eflaust spyrja sig margir hvers vegna þetta skipti máli og hvort Trump megi ekki bara gera það sem hann vill? Gilda einhver lög í stríði? Stutta svarið er já, í vopnuðum átökum gilda lög. Alþjóðleg mannúðarlög gilda á tímum ófriðar, þau helgast bæði af venjurétti sem og Genfarsamningunum svokölluðu sem urðu 70 ára á síðasta ári sem og þremur viðbótarbókunum við þá auk annarra mikilvægra samninga á sviði mannúðarlaga. Með undirritun Genfarsamninganna hafa ríki heims skuldbundið sig til þess að takmarka stríðsrekstur á ýmsan hátt og hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriði. Genfarsamningarnir veita vernd í vopnuðum átökum og eru hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auk Vatíkansins, Palestínu og Cookseyja, hafa fullgilt samninganna og fjölmörg ríki hafa fullgilt viðauka við þá. Alþjóðaráð Rauða krossins er verndari Genfarsamninganna frá 1949 og viðauka við þá. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða fórnarlömb stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Grundvallaratriði Genfarsamninganna eru: Allir sem hafa lagt niður vopn eiga rétt á vernd. Fangar njóta verndar. Þeir sem sinna hjálpastarfi njóta verndar. Ekki má ráðast á eignir óbreyttra borgara. Ekki má valda þarflausri eyðileggingu eða þjáningum. Menningarverðmæti líkt og söfn, sögulegar minjar eða fornleifar eru hluti af sjálfsmynd fólks og njóta einnig verndar. Árásir á menningarverðmæti eru svo miklu meira en eyðilegging á múrsteinum, viði eða steypu. Þær eru árásir á sjálfsmynd, minni og sögu, reisn og framtíð komandi kynslóða. Hvað segja alþjóðleg mannúðarlög um menningarverðmæti í stríði? Alþjóðleg mannúðarlög skylda aðila vopnaðra átaka til að vernda og virða menningarverðmæti. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum er óheimilt að ráðast á menningarverðmæti eða nota í hernaðarlegum tilgangi, nema hernaðarleg nauðsyn krefjist þess. Ennfremur mega aðilar að átökunum ekki hertaka, eyðileggja eða skemma menningarverðmæti og verða að stöðva þjófnað, skothríð eða skemmdarverk sem beinast gegn slíkum verðmætum. Fylgifiskur þess að glata menningarverðmætum er að fólk, samfélög og þjóðfélög glatar þeim og sögunni. Til að setja þetta í eitthvað samhengi sem við getum mögulega skilið þá má nefna nokkur dæmi um staði sem okkur þykir vænt um og viljum halda. Árbæjarsafn. Þjóðveldisbærinn á Stöng. Listasafn Íslands. Þjóðminjasafnið. Þjóðmenningarhúsið Hverfisgötu. Hallgrímskirkja. Þá reikar hugurinn til Parísar og Notre Dame sem brann á síðasta ári og heimurinn fylgdist með. Þar var vissulega ekki um skotmark vopnaðra átaka að ræða en bruni hennar hafði áhrif langt út fyrir landsteina Frakklands. Kveðið er á um lagalega vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum bæði í venjurétti sem og alþjóðasamningum, þar á meðal Haag-samningnum frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum, tveimur bókunum hans svo og viðbótarbókunum frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949. Ísland hefur ekki fullgilt Haag-samninginn frá 1954 en fyrir þinginu liggur þingsályktunartillaga þess efnis. Það er full ástæða til að fullgilda hann og það er full ástæða fyrir Ísland að tala um fyrir aukinni virðingu fyrir Genfarsamningunum, að þeir séu virtir í hvívetna hvort sem um sé að ræða menningarverðmæti eða þær manneskjur sem njóta verndar á tímum vopnaðra átaka lögum samkvæmt. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Íran Brynhildur Bolladóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Sjá meira
Þónokkuð hefur verið fjallað um orð Trump Bandaríkjaforseta um að hann hafi áætlanir um 52 írönsk skotmörk í hernaðarlegum aðgerðum, mörg þeirra mikilvæg í íranskri menningu. Eflaust spyrja sig margir hvers vegna þetta skipti máli og hvort Trump megi ekki bara gera það sem hann vill? Gilda einhver lög í stríði? Stutta svarið er já, í vopnuðum átökum gilda lög. Alþjóðleg mannúðarlög gilda á tímum ófriðar, þau helgast bæði af venjurétti sem og Genfarsamningunum svokölluðu sem urðu 70 ára á síðasta ári sem og þremur viðbótarbókunum við þá auk annarra mikilvægra samninga á sviði mannúðarlaga. Með undirritun Genfarsamninganna hafa ríki heims skuldbundið sig til þess að takmarka stríðsrekstur á ýmsan hátt og hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriði. Genfarsamningarnir veita vernd í vopnuðum átökum og eru hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auk Vatíkansins, Palestínu og Cookseyja, hafa fullgilt samninganna og fjölmörg ríki hafa fullgilt viðauka við þá. Alþjóðaráð Rauða krossins er verndari Genfarsamninganna frá 1949 og viðauka við þá. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða fórnarlömb stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Grundvallaratriði Genfarsamninganna eru: Allir sem hafa lagt niður vopn eiga rétt á vernd. Fangar njóta verndar. Þeir sem sinna hjálpastarfi njóta verndar. Ekki má ráðast á eignir óbreyttra borgara. Ekki má valda þarflausri eyðileggingu eða þjáningum. Menningarverðmæti líkt og söfn, sögulegar minjar eða fornleifar eru hluti af sjálfsmynd fólks og njóta einnig verndar. Árásir á menningarverðmæti eru svo miklu meira en eyðilegging á múrsteinum, viði eða steypu. Þær eru árásir á sjálfsmynd, minni og sögu, reisn og framtíð komandi kynslóða. Hvað segja alþjóðleg mannúðarlög um menningarverðmæti í stríði? Alþjóðleg mannúðarlög skylda aðila vopnaðra átaka til að vernda og virða menningarverðmæti. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum er óheimilt að ráðast á menningarverðmæti eða nota í hernaðarlegum tilgangi, nema hernaðarleg nauðsyn krefjist þess. Ennfremur mega aðilar að átökunum ekki hertaka, eyðileggja eða skemma menningarverðmæti og verða að stöðva þjófnað, skothríð eða skemmdarverk sem beinast gegn slíkum verðmætum. Fylgifiskur þess að glata menningarverðmætum er að fólk, samfélög og þjóðfélög glatar þeim og sögunni. Til að setja þetta í eitthvað samhengi sem við getum mögulega skilið þá má nefna nokkur dæmi um staði sem okkur þykir vænt um og viljum halda. Árbæjarsafn. Þjóðveldisbærinn á Stöng. Listasafn Íslands. Þjóðminjasafnið. Þjóðmenningarhúsið Hverfisgötu. Hallgrímskirkja. Þá reikar hugurinn til Parísar og Notre Dame sem brann á síðasta ári og heimurinn fylgdist með. Þar var vissulega ekki um skotmark vopnaðra átaka að ræða en bruni hennar hafði áhrif langt út fyrir landsteina Frakklands. Kveðið er á um lagalega vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum bæði í venjurétti sem og alþjóðasamningum, þar á meðal Haag-samningnum frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum, tveimur bókunum hans svo og viðbótarbókunum frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949. Ísland hefur ekki fullgilt Haag-samninginn frá 1954 en fyrir þinginu liggur þingsályktunartillaga þess efnis. Það er full ástæða til að fullgilda hann og það er full ástæða fyrir Ísland að tala um fyrir aukinni virðingu fyrir Genfarsamningunum, að þeir séu virtir í hvívetna hvort sem um sé að ræða menningarverðmæti eða þær manneskjur sem njóta verndar á tímum vopnaðra átaka lögum samkvæmt. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun