Appelsínugular viðvaranir, vegalokanir og snjóflóð Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 10:13 Svona er staðan á viðvörunum veðurstofu á hádegi í dag. Skjáskot/veðurstofa íslands Gular viðvaranir veðurstofunnar eru orðnar að appelsínugulum á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka þegar gildi og renna ekki út fyrr en síðdegis. Vindur nær hámarki norðaustan og austanlands frá hádegi í dag og þar til undir kvöld, að því er fram kemur í viðvörun frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Búist er við hviðum allt að 40 m/s við vestanverðan Eyjafjörð til Dalvíkur, í Ljósavatnsskarði og eins á Héraði og staðbundið á Austfjörðum. Aðstæður verða mjög varasamar á vegum, þar sem hált er eða snjóþekja. Þá verður hríðarveður á Norðurlandi, víða 20-28 m/s og víðtækar samgöngutruflanir, einkum á Norðurlandi vestra. Ekkert ferðaveður verður í landshlutanum á meðan viðvörunin er í gildi, eða þar til klukkan 2 í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að búið sé að loka veginum frá Lónsbakka við Akureyri til Dalvíkur vegna mikils skafrennings og lélegs skyggnis. Þá er einnig lokað frá Dalvík og til Ólafsfjarðar vegna snjóflóðs sem féll á veginn í morgun. Mælst er til þess að vegfarendur fylgist vel með veðurspám. Búið er að opna vegina um Hellisheiði og Þrengsli en enn er þó hvasst á svæðinu og Mosfellsheiði er enn lokuð, sem og Lyngdalsheiði og vegir í kringum Þingvallavatn. Þá er enn lokað á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og ófært um Svínadal. Flestir vegir á Snæfellsnesi eru jafnframt ýmist ófærir eða lokaðir. Á Vestfjörðum eru flestir fjallvegir ófærir og beðið verður með mokstur. Þá er vegum lokað á utanverðum Tröllaskaga vegna snjóflóðahættu en einnig er lokað á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Víða er þæfingsfærð og slæmt skyggni og sumstaðar yfirgefnir bílar í vegkanti. Hér má nálgast upplýsingar um færð á vegum. Gular viðvaranir eru jafnframt enn í gildi í öðrum landshlutum þangað til síðdegis í dag. Skólaakstur hefur raskast og þá féllu allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður í morgun. Veður Tengdar fréttir Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. 8. janúar 2020 07:50 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Gular viðvaranir veðurstofunnar eru orðnar að appelsínugulum á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka þegar gildi og renna ekki út fyrr en síðdegis. Vindur nær hámarki norðaustan og austanlands frá hádegi í dag og þar til undir kvöld, að því er fram kemur í viðvörun frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Búist er við hviðum allt að 40 m/s við vestanverðan Eyjafjörð til Dalvíkur, í Ljósavatnsskarði og eins á Héraði og staðbundið á Austfjörðum. Aðstæður verða mjög varasamar á vegum, þar sem hált er eða snjóþekja. Þá verður hríðarveður á Norðurlandi, víða 20-28 m/s og víðtækar samgöngutruflanir, einkum á Norðurlandi vestra. Ekkert ferðaveður verður í landshlutanum á meðan viðvörunin er í gildi, eða þar til klukkan 2 í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að búið sé að loka veginum frá Lónsbakka við Akureyri til Dalvíkur vegna mikils skafrennings og lélegs skyggnis. Þá er einnig lokað frá Dalvík og til Ólafsfjarðar vegna snjóflóðs sem féll á veginn í morgun. Mælst er til þess að vegfarendur fylgist vel með veðurspám. Búið er að opna vegina um Hellisheiði og Þrengsli en enn er þó hvasst á svæðinu og Mosfellsheiði er enn lokuð, sem og Lyngdalsheiði og vegir í kringum Þingvallavatn. Þá er enn lokað á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og ófært um Svínadal. Flestir vegir á Snæfellsnesi eru jafnframt ýmist ófærir eða lokaðir. Á Vestfjörðum eru flestir fjallvegir ófærir og beðið verður með mokstur. Þá er vegum lokað á utanverðum Tröllaskaga vegna snjóflóðahættu en einnig er lokað á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Víða er þæfingsfærð og slæmt skyggni og sumstaðar yfirgefnir bílar í vegkanti. Hér má nálgast upplýsingar um færð á vegum. Gular viðvaranir eru jafnframt enn í gildi í öðrum landshlutum þangað til síðdegis í dag. Skólaakstur hefur raskast og þá féllu allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður í morgun.
Veður Tengdar fréttir Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. 8. janúar 2020 07:50 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. 8. janúar 2020 07:50