Ferðamennirnir í rútum á leið til Reykjavíkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 09:48 Afar erfiðar aðstæður voru í og við Langjökul. Myndin er frá björgunaraðgerðunum í gærkvöldi. andsbjörg Ferðamennirnir sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær eru nú á leið til Reykjavíkur með rútum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins sem gerði út ferðina. Aðgerðum í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Gullfosskaffi verður því senn lokið. Ferðamennirnir, sem telja 39 manns auk um tíu leiðsögumanna, voru allir komnir í hús í fjöldahjálparstöðina um áttaleytið í morgun. Verið var að færa síðustu ferðamennina úr húsi snemma á tíunda tímanum. „Aðgerðum hérna á svæðinu er að ljúka á næsta klukkutíma eða svo,“ segir Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum í samtali við Vísi. „Björgunarsveitir og sjúkralið eru að fara af vettvangi, Rauði krossinn verður aðeins lengur eftir á og svo tala ég við mína sjálfboðaliða og við tökum stöðuna.“ Gekk eins og smurð vél Jón Grétar segir hópinn hafa verið fjölbreyttan, af nokkrum þjóðernum og á öllum aldri – sá yngsti sex ára. Þá segir hann aðgerðir í Gullfosskaffi hafa gengið afar vel en Rauði krossinn veitti þar sálræna aðstoð, mat og drykk og stóð fyrir fataúthlutun. „Það gekk eins og smurð vél. Rauði krossinn er þaulvanur í þessu og okkur tókst rosalega vel. Við erum búin að styrkja mjög mikið okkar fólk á Suðurlandi þannig að við erum tilbúin í þetta. En fólki leið auðvitað eftir atvikum.“ Hópurinn verður fluttur til Reykjavíkur í rútum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins sem gerði út ferðina. Um er að ræða fyrirtækið Mountaineers of Iceland, samkvæmt heimildum Vísis. Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins. Nú líkt og þá var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins. Enn er afar slæmt veður víða á landinu og á Suðurlandi en búið er að opna fyrir umferð um bæði Hellisheiði og Þrengsli, sem lokað var í gær vegna veðurs. Hópurinn frá Gullfossi ætti því að komast leiðar sinnar Reykjavíkur. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. 8. janúar 2020 08:12 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Ferðamennirnir sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær eru nú á leið til Reykjavíkur með rútum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins sem gerði út ferðina. Aðgerðum í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Gullfosskaffi verður því senn lokið. Ferðamennirnir, sem telja 39 manns auk um tíu leiðsögumanna, voru allir komnir í hús í fjöldahjálparstöðina um áttaleytið í morgun. Verið var að færa síðustu ferðamennina úr húsi snemma á tíunda tímanum. „Aðgerðum hérna á svæðinu er að ljúka á næsta klukkutíma eða svo,“ segir Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum í samtali við Vísi. „Björgunarsveitir og sjúkralið eru að fara af vettvangi, Rauði krossinn verður aðeins lengur eftir á og svo tala ég við mína sjálfboðaliða og við tökum stöðuna.“ Gekk eins og smurð vél Jón Grétar segir hópinn hafa verið fjölbreyttan, af nokkrum þjóðernum og á öllum aldri – sá yngsti sex ára. Þá segir hann aðgerðir í Gullfosskaffi hafa gengið afar vel en Rauði krossinn veitti þar sálræna aðstoð, mat og drykk og stóð fyrir fataúthlutun. „Það gekk eins og smurð vél. Rauði krossinn er þaulvanur í þessu og okkur tókst rosalega vel. Við erum búin að styrkja mjög mikið okkar fólk á Suðurlandi þannig að við erum tilbúin í þetta. En fólki leið auðvitað eftir atvikum.“ Hópurinn verður fluttur til Reykjavíkur í rútum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins sem gerði út ferðina. Um er að ræða fyrirtækið Mountaineers of Iceland, samkvæmt heimildum Vísis. Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins. Nú líkt og þá var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins. Enn er afar slæmt veður víða á landinu og á Suðurlandi en búið er að opna fyrir umferð um bæði Hellisheiði og Þrengsli, sem lokað var í gær vegna veðurs. Hópurinn frá Gullfossi ætti því að komast leiðar sinnar Reykjavíkur.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. 8. janúar 2020 08:12 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00
Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. 8. janúar 2020 08:12
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent