Ferðamennirnir enn á leið til byggða Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 07:00 Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. Skyggni var heldur ekki með besta móti, líkt og sjá má af þessari mynd frá björgunaraðgerðunum í gærkvöldi. Landsbjörg Enn var unnið að því að koma ferðamönnunum, sem bjargað var af Langjökli í gærkvöldi og í nótt, til byggða snemma á sjötta tímanum í morgun. Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi, sem birt var um fimmleytið, var gert ráð fyrir að fyrsti hópur yrði kominn að Gullfossi eftir um hálftíma. Fréttastofa hefur ekki náð tali af viðbragðsaðilum það sem af er morgni en í frétt RÚV segir að fyrstu hópar hafi komið í Gullfosskaffi um klukkan sex.Sjá einnig: Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Gullfosskaffi þar sem lögregla, heilbrigðisstarfsfólk frá Heibrigðisstofnun Suðurlands og viðbragðshópur fjöldahjálpar hjá Rauða krossinum taka á móti fólkinu. Enginn er alvarlega slasaður en fólk er orðið kalt, blautt og þrekað eftir atburði gærdagsins og næturinnar, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Allir ferðamannirnir voru komnir af vettvangi um klukkan tvö í nótt. Um 300 manns tóku þátt í björgunaraðgerðum á 57 tækjum við mjög erfiðar og krefjandi aðstæður. Virkjuð var aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi ásamt Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra. Hér að neðan má sjá myndband frá björgunaraðgerðum sem birt var á Facebook-síðu Landsbjargar í morgun. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Enn var unnið að því að koma ferðamönnunum, sem bjargað var af Langjökli í gærkvöldi og í nótt, til byggða snemma á sjötta tímanum í morgun. Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi, sem birt var um fimmleytið, var gert ráð fyrir að fyrsti hópur yrði kominn að Gullfossi eftir um hálftíma. Fréttastofa hefur ekki náð tali af viðbragðsaðilum það sem af er morgni en í frétt RÚV segir að fyrstu hópar hafi komið í Gullfosskaffi um klukkan sex.Sjá einnig: Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Gullfosskaffi þar sem lögregla, heilbrigðisstarfsfólk frá Heibrigðisstofnun Suðurlands og viðbragðshópur fjöldahjálpar hjá Rauða krossinum taka á móti fólkinu. Enginn er alvarlega slasaður en fólk er orðið kalt, blautt og þrekað eftir atburði gærdagsins og næturinnar, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Allir ferðamannirnir voru komnir af vettvangi um klukkan tvö í nótt. Um 300 manns tóku þátt í björgunaraðgerðum á 57 tækjum við mjög erfiðar og krefjandi aðstæður. Virkjuð var aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi ásamt Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra. Hér að neðan má sjá myndband frá björgunaraðgerðum sem birt var á Facebook-síðu Landsbjargar í morgun.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08