Flýja húsin sín í Púertó Ríkó Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2020 14:53 Skjálftinn mældist 6,4 stig og honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar. AP/Carlos Giusti Minnst einn er látinn og átta slasaðir eftir að jarðskjálfti skók Púertó Ríkó í nótt. Skjálftinn mældist 6,4 stig og honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar. Í raun hafa skjálftar verið að leika íbúa eyjunnar grátt frá 28. desember og sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir um hvenær þeim ljúki eða hvort von sé á stærri skjálftum. Fyrstu mælingar gáfu í skyn að skjálftinn hefði verið 6,6 stig en nánari skoðun leiddi í ljóst að hann var 6,4. Einn eftirskjálftanna mældist sex stig. Fjöldi bygginga hefur skemmst og jafnvel hrunið vegna skjálftanna og hefur það, auk óvissunnar, leitt til þess að fjölmargir treysta sér ekki til að halda til í húsum sínum. Þá hafa sjúklingar verið fluttir út af sjúkrahúsum og er verið að hlúa að þeim út á götu. Þá hafa aldraðir íbúar hjúkrunarheimila einnig víða verið færðir út af ótta við hrun húsa. A photo worth 1000 words - Hospital patients taken out because of distrust in the structure's reliability #PuertoRicoEarthquakepic.twitter.com/Zud9uKZFf6— Eddie M. Guerra (@eddiemguerra) January 7, 2020 Sá sem lést var 77 ára gamall og dó hann þegar veggur hrundi á hann. Mestar skemmdir urðu á suðurhluta Púertó Ríkó en skjálftinn mældist skammt suður af eyjunni. Þá er rafmagnslaust víða og vegir skemmdir og ófærir vegna skriða. Blaðamenn AP ræddu við nokkra íbúa sem segja öngþveiti hafa myndast í umferð þar sem íbúar reyni að flýja svæðið. Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur skipað opinberum starfsmönnum að halda sér heima og hvatt fólk til að sýna stillingu. My family in #PuertoRico woke up to this scene on January 7th, 2020 #PuertoRicoEarthquake Take a look at school in Guanica, PR pic.twitter.com/NSOSyqPISy— Eddie M. Guerra (@eddiemguerra) January 7, 2020 Púertó Ríkó Tengdar fréttir Sterkur skjálfti skekur Púertó Ríkó Sterkur skjálfti skók Púertó Ríkó nú í morgun og mældist hann 6,6 stig. 7. janúar 2020 09:12 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Minnst einn er látinn og átta slasaðir eftir að jarðskjálfti skók Púertó Ríkó í nótt. Skjálftinn mældist 6,4 stig og honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar. Í raun hafa skjálftar verið að leika íbúa eyjunnar grátt frá 28. desember og sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir um hvenær þeim ljúki eða hvort von sé á stærri skjálftum. Fyrstu mælingar gáfu í skyn að skjálftinn hefði verið 6,6 stig en nánari skoðun leiddi í ljóst að hann var 6,4. Einn eftirskjálftanna mældist sex stig. Fjöldi bygginga hefur skemmst og jafnvel hrunið vegna skjálftanna og hefur það, auk óvissunnar, leitt til þess að fjölmargir treysta sér ekki til að halda til í húsum sínum. Þá hafa sjúklingar verið fluttir út af sjúkrahúsum og er verið að hlúa að þeim út á götu. Þá hafa aldraðir íbúar hjúkrunarheimila einnig víða verið færðir út af ótta við hrun húsa. A photo worth 1000 words - Hospital patients taken out because of distrust in the structure's reliability #PuertoRicoEarthquakepic.twitter.com/Zud9uKZFf6— Eddie M. Guerra (@eddiemguerra) January 7, 2020 Sá sem lést var 77 ára gamall og dó hann þegar veggur hrundi á hann. Mestar skemmdir urðu á suðurhluta Púertó Ríkó en skjálftinn mældist skammt suður af eyjunni. Þá er rafmagnslaust víða og vegir skemmdir og ófærir vegna skriða. Blaðamenn AP ræddu við nokkra íbúa sem segja öngþveiti hafa myndast í umferð þar sem íbúar reyni að flýja svæðið. Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur skipað opinberum starfsmönnum að halda sér heima og hvatt fólk til að sýna stillingu. My family in #PuertoRico woke up to this scene on January 7th, 2020 #PuertoRicoEarthquake Take a look at school in Guanica, PR pic.twitter.com/NSOSyqPISy— Eddie M. Guerra (@eddiemguerra) January 7, 2020
Púertó Ríkó Tengdar fréttir Sterkur skjálfti skekur Púertó Ríkó Sterkur skjálfti skók Púertó Ríkó nú í morgun og mældist hann 6,6 stig. 7. janúar 2020 09:12 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Sterkur skjálfti skekur Púertó Ríkó Sterkur skjálfti skók Púertó Ríkó nú í morgun og mældist hann 6,6 stig. 7. janúar 2020 09:12