Erlent

Tugir sagðir hafa troðist undir í jarðarför Soleimani

Samúel Karl Ólason skrifar
Áætlað er að rúmlega milljón manns hafi mætt á minningarathöfn í Teheran í gær.e
Áætlað er að rúmlega milljón manns hafi mætt á minningarathöfn í Teheran í gær.e AP/Erfan Kouchari

Minnst 35 eru sagðir látnir og tugir slasaðir eftir gífurlegan troðning við jarðarför Qassem Soleimani, íransks hershöfðingja Bandaríkin réðu af dögum í síðustu viku. Ríkissjónvarp Íran segir 48 hafa slasast þegar líkfylgd Soleimani hófst í bænum Kerman, sem er heimabær hershöfðingjans. Aðrir fjölmiðlar hafa ekki getað staðfest fjölda látinna og slasaðra.

Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýna látið fólk á götum Kerman.

Áætlað er að rúmlega milljón manns hafi mætt á minningarathöfn í Teheran í gær. Slíkur fjöldi hefur ekki komið saman í Íran síðan Ayatollah Ruhollah Khomeini var jarðarður árið 1989, samkvæmt Guardian.

Soleimani fór fyrir Quds-hersveitum íranska byltingarvarðarins sem tóku þátt í hernaðaraðgerðum Írana fyrir utan landsteinana, meðal annars í Sýrlandi, Írak og Jemen.

Hér að neðan má sjá myndband frá athöfninni í gær.


Tengdar fréttir

Þúsundir komu saman vegna út­farar So­leimani

Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku.

Flykkjast til heima­bæjar So­leimani

Gríðarlegur mannfjöldi kom saman í heimabæ Qasems Soleimani, íranska herforingjans sem ráðinn var af dögum í Bagdad í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×