Innlent

Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans

Vandi bráðamóttökunnar hefur verið til umfjöllunar síðustu daga eftir að Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á spítalanum skrifaði grein í Læknablaðinu um að hann óttaðist stórslys þar vegna gríðarlegs álags.

RÚV hefur greint frá því að krabbameinsveikur maður með blóðtappa hafi í nóvember verið sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans, vegna álags á deildinni. Hann lést stuttu síðar. Þá hefur komið fram að Már Kristjánsson hafi beðið ekkju mannsins afsökunar á málinu og greint frá því að hann hafi verið útskrifaður of fljótt.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að skráð alvarleg tilvik á spítalanum í heild á síðasta ári séu níu en það er þegar sjúklingur verður fyrir eða hefði getað orðið fyrir varanlegum miska eða dauða vegna meðferðar á spítalanum. Þetta tilvik sé ekki meðal þeirra. 

„Ég hef ekki upplýsingar um að þetta tilvik sem hefur verið til umfjöllunar sé meðal skráðra alvarlegra atvika á spítalanum á síðasta ári. Eftir því sem ég kemst næst voru þau níu, nokkrum færri en í hittifyrra,“ segir Guðlaug. 

Samkvæmt upplýsingum frá frá bráðamóttöku Landspítalans var tilvikið ekki skráð sem alvarlegt en verið sé að fara yfir ferlið. Yfirleitt taki það hins vegar um eina viku að fara yfir slík mál. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×