Sportpakkinn: Espanyol freistar þess að vinna granna sína í fyrsta sinn síðan 2009 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2020 16:30 Barcelona hefur ekki tapað fyrir Espanyol í 30 leikjum í röð. vísir/ap Keppni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í kvöld eftir jólafrí. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki helgarinnar. Sevilla er í 3. sæti og getur náð Real Madrid að stigum með sigri á Athletic Bilbao. Sevilla vann 2-0 þegar liðin mættust í Andalúsíu í lok síðustu leiktíðar en Bilbao vann Sevilla tvisvar á síðustu leiktíð, 2-0 í deildinni og 1-0 í bikarkeppninni á Ramón Sánchez Pizjuán, heimavelli Sevilla. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stórleikur 19. umferðarinnar verður grannaslagurinn í Katalóníu þegar Espanyol fær Barcelona í heimsókn. Það er óhætt að segja að himin og haf skilji liðin að; Espanyol er í neðsta sæti með tíu stig en Barcelona er í 1. sæti með 39. Espanyol hefur aðeins unnið tvo leiki, þann seinni í lok október 1-0 gegn Levante. Sex tapleikir og tvö jafntefli er uppskeran síðan þá og liðið hefur aðeins skorað tólf mörk í 18 leikjum. Barcelona er ósigrað í sjö síðustu leikjum og hefur unnið fimm þeirra. Barcelona vann 4-0 á heimavelli Espanyol á síðustu leiktíð. Lionel Messi skoraði tvö markanna og þeir Luis Suárez og Ousmane Dembélé hin mörkin. Barcelona vann á Nývangi, 2-0, með tveimur mörkum frá Messi. Síðasti sigur Espanyol á Barcelona kom í nóvember 2009; 2-1 urðu úrslitin. Barcelona hefur ekki tapað í 30 síðustu leikjum gegn grönnum sínum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig fimm. Gamli varnarmaðurinn hjá Barcelona, Abelardo Fernández, tók við Espanyol í lok desember. Hann er þriðji knattspyrnustjóri liðsins á leiktíðinni. David Gallego var rekinn 7. október og Pablo Machín 22. desember. Leikurinn er annað kvöld klukkan 20:00, beint á Stöð 2 Sport 2. Þegar sá leikur byrjar gæti Real Madrid verið komið á toppinn. Real fer í stutta ferð til Getafe. Real hefur oft farið illa með granna sína en liðin gerðu markalaust jafntefli á síðustu leiktíð. Getafe hefur spjarað sig vel í deildinni á leiktíðinni, er í 6. sæti, sjö stigum á eftir Real Madríd. Þeir töpuðu ekki í sjö leikjum í röð þar til í síðustu umferð þegar Villarreal vann 1-0. Leikur Getafe og Real Madríd hefst klukkan 15:00 á laugardag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jafnteflin hjá Atlético Madrid gætu reynst afdrifarík í lok leiktíðar. Í 18 leikjum í deildinni eru jafnteflin átta. Sem fyrr er varnarleikurinn traustur. Liðið hefur aðeins fengið á sig ellefu mörk, fæst allra liða í deildinni. Það gengur verr að skora. Liðið hefur aðeins skorað 20 mörk en til samanburðar hefur Barcelona skorað 47 mörk í deildinni í vetur. Atletico mætir Levante klukkan 17:30 á morgun á Stöð 2 Sport 4. Á þarsíðustu leiktíð vann Atletico Madríd 5-0 á útivelli og 3-0 á heimavelli en á síðustu leiktíð gerðu liðin 2-2 jafntefli á heimavelli Levante en Madrídarliðið marði sigur á heimavelli 1-0, þá skoraði Antoine Grizeman úr vítaspyrnu. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Borgarslagur í Barselóna Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Sjá meira
Keppni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í kvöld eftir jólafrí. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki helgarinnar. Sevilla er í 3. sæti og getur náð Real Madrid að stigum með sigri á Athletic Bilbao. Sevilla vann 2-0 þegar liðin mættust í Andalúsíu í lok síðustu leiktíðar en Bilbao vann Sevilla tvisvar á síðustu leiktíð, 2-0 í deildinni og 1-0 í bikarkeppninni á Ramón Sánchez Pizjuán, heimavelli Sevilla. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stórleikur 19. umferðarinnar verður grannaslagurinn í Katalóníu þegar Espanyol fær Barcelona í heimsókn. Það er óhætt að segja að himin og haf skilji liðin að; Espanyol er í neðsta sæti með tíu stig en Barcelona er í 1. sæti með 39. Espanyol hefur aðeins unnið tvo leiki, þann seinni í lok október 1-0 gegn Levante. Sex tapleikir og tvö jafntefli er uppskeran síðan þá og liðið hefur aðeins skorað tólf mörk í 18 leikjum. Barcelona er ósigrað í sjö síðustu leikjum og hefur unnið fimm þeirra. Barcelona vann 4-0 á heimavelli Espanyol á síðustu leiktíð. Lionel Messi skoraði tvö markanna og þeir Luis Suárez og Ousmane Dembélé hin mörkin. Barcelona vann á Nývangi, 2-0, með tveimur mörkum frá Messi. Síðasti sigur Espanyol á Barcelona kom í nóvember 2009; 2-1 urðu úrslitin. Barcelona hefur ekki tapað í 30 síðustu leikjum gegn grönnum sínum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig fimm. Gamli varnarmaðurinn hjá Barcelona, Abelardo Fernández, tók við Espanyol í lok desember. Hann er þriðji knattspyrnustjóri liðsins á leiktíðinni. David Gallego var rekinn 7. október og Pablo Machín 22. desember. Leikurinn er annað kvöld klukkan 20:00, beint á Stöð 2 Sport 2. Þegar sá leikur byrjar gæti Real Madrid verið komið á toppinn. Real fer í stutta ferð til Getafe. Real hefur oft farið illa með granna sína en liðin gerðu markalaust jafntefli á síðustu leiktíð. Getafe hefur spjarað sig vel í deildinni á leiktíðinni, er í 6. sæti, sjö stigum á eftir Real Madríd. Þeir töpuðu ekki í sjö leikjum í röð þar til í síðustu umferð þegar Villarreal vann 1-0. Leikur Getafe og Real Madríd hefst klukkan 15:00 á laugardag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jafnteflin hjá Atlético Madrid gætu reynst afdrifarík í lok leiktíðar. Í 18 leikjum í deildinni eru jafnteflin átta. Sem fyrr er varnarleikurinn traustur. Liðið hefur aðeins fengið á sig ellefu mörk, fæst allra liða í deildinni. Það gengur verr að skora. Liðið hefur aðeins skorað 20 mörk en til samanburðar hefur Barcelona skorað 47 mörk í deildinni í vetur. Atletico mætir Levante klukkan 17:30 á morgun á Stöð 2 Sport 4. Á þarsíðustu leiktíð vann Atletico Madríd 5-0 á útivelli og 3-0 á heimavelli en á síðustu leiktíð gerðu liðin 2-2 jafntefli á heimavelli Levante en Madrídarliðið marði sigur á heimavelli 1-0, þá skoraði Antoine Grizeman úr vítaspyrnu. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Borgarslagur í Barselóna
Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Sjá meira