„Það var smá stress og drama“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2025 08:03 Janus verður frá í tvo til þrjá mánuði en óttast var að tímabili hans væri lokið. Javier Borrego/Europa Press via Getty Images Betur fór en áhorfðist hjá handboltamanninum Janusi Daða Smárasyni sem varð fyrir hroðalegum hnémeiðslum á dögunum. Hann vonast til að ná komandi Evrópumóti í janúar. Janus Daði hafði farið vel af stað með liði sínu Pick Szeged í Ungverjalandi í haust og var meðal annars markahæstur í frábærum sigri á PSG í Meistaradeildinni á dögunum. Í leik við Tatabanya í ungversku deildinni varð hann hins vegar fyrir slysi. „Það var bleyta á vellinum sem ég asnast til að stíga í og reyni að bremsa. Ég flýg bara á hausinn og þunginn fer allur innan á hnéð. Maður heyrði eitthvað aðeins en ég var aðallega svo pirraður yfir bleytunni að ég pældi ekki mikið í þessu. Svo kom verkur og með því,“ segir Janus í Sportpakkanum á Sýn. Fótur Janusar skekktist illa og leit hreint ekki vel út með stöðuna. „Þeir sem voru þarna sögðu að þetta hefði litið mjög óheppilega út. Það var smá stress og drama. En ég er voða ánægður að þetta var ekki meira og að ég geti einbeitt mér á fullu núna að því að koma til baka.“ Bjartsýnn að vera góður í janúar Óttast var um krossbandsslit en nú tekur við kapphlaup við tímann hjá Janusi, sem verður frá næstu tíu til tólf vikurnar. Um fjórtán vikur eru þar til EM í handbolta fer af stað og er það gulrót fyrir Selfyssinginn í endurhæfingunni. „Eins og staðan er núna er það bara á dagskránni hjá mér. Það er fínt að hafa það fyrir framan sig að hver vika telur. Ef ég er nógu duglegur og heppinn með hvernig líkaminn bregst við. Þá er aldrei að vita nema ég geti sprikklað aðeins fyrr og verði í toppstandi þegar kemur að janúar,“ segir Janus. Móðirin fær aukna hvíld Janus getur þá beitt sér meira heima fyrir á meðan endurhæfingunni stendur. „Þetta er svekkjandi, en það gefst ekki tími í að svekkja sig á þessu. Ég er heppinn að eiga ellefu mánaða dóttur hérna sem heldur mér við efnið. Dagsdaglega rútínin verður örugglega bara sú sama og ég reyni að vera jafn aktívur heima við og í gymminu,“ „Við fjölskyldan höfum það bara nokkuð gott hérna. Krakkinn er að byrja í leikskóla. Það er kannski að maður taki nokkrar nætur núna fyrir mömmuna að fá smá hvíld,“ segir Janus. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Ungverski handboltinn Handbolti Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Janus Daði hafði farið vel af stað með liði sínu Pick Szeged í Ungverjalandi í haust og var meðal annars markahæstur í frábærum sigri á PSG í Meistaradeildinni á dögunum. Í leik við Tatabanya í ungversku deildinni varð hann hins vegar fyrir slysi. „Það var bleyta á vellinum sem ég asnast til að stíga í og reyni að bremsa. Ég flýg bara á hausinn og þunginn fer allur innan á hnéð. Maður heyrði eitthvað aðeins en ég var aðallega svo pirraður yfir bleytunni að ég pældi ekki mikið í þessu. Svo kom verkur og með því,“ segir Janus í Sportpakkanum á Sýn. Fótur Janusar skekktist illa og leit hreint ekki vel út með stöðuna. „Þeir sem voru þarna sögðu að þetta hefði litið mjög óheppilega út. Það var smá stress og drama. En ég er voða ánægður að þetta var ekki meira og að ég geti einbeitt mér á fullu núna að því að koma til baka.“ Bjartsýnn að vera góður í janúar Óttast var um krossbandsslit en nú tekur við kapphlaup við tímann hjá Janusi, sem verður frá næstu tíu til tólf vikurnar. Um fjórtán vikur eru þar til EM í handbolta fer af stað og er það gulrót fyrir Selfyssinginn í endurhæfingunni. „Eins og staðan er núna er það bara á dagskránni hjá mér. Það er fínt að hafa það fyrir framan sig að hver vika telur. Ef ég er nógu duglegur og heppinn með hvernig líkaminn bregst við. Þá er aldrei að vita nema ég geti sprikklað aðeins fyrr og verði í toppstandi þegar kemur að janúar,“ segir Janus. Móðirin fær aukna hvíld Janus getur þá beitt sér meira heima fyrir á meðan endurhæfingunni stendur. „Þetta er svekkjandi, en það gefst ekki tími í að svekkja sig á þessu. Ég er heppinn að eiga ellefu mánaða dóttur hérna sem heldur mér við efnið. Dagsdaglega rútínin verður örugglega bara sú sama og ég reyni að vera jafn aktívur heima við og í gymminu,“ „Við fjölskyldan höfum það bara nokkuð gott hérna. Krakkinn er að byrja í leikskóla. Það er kannski að maður taki nokkrar nætur núna fyrir mömmuna að fá smá hvíld,“ segir Janus. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Ungverski handboltinn Handbolti Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira