Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2025 07:32 Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, mun nú yfirgefa Sauðárkrók til að taka við nýju starfi. Vísir/Anton Brink Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson hefur ákveðið að segja skilið við Tindastól, eftir að hafa stýrt fótboltaliðum félagsins í 200 leikjum í meistaraflokki. Ljóst er að spennandi tækifæri gæti beðið hans eftir frábæran árangur við erfiðar aðstæður. Tindastóll kvaddi Donna, eins og Halldór er ávallt kallaður, í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Hann vill sjálfur ekkert gefa uppi um næstu skref. Ljóst er þó að Íslandsmeistarar Breiðabliks renna til hans hýru auga, eftir að ljóst varð að Nik Chamberlain tæki við Kristianstad í Svíþjóð, og þá á KSÍ eftir að ráða nýjan þjálfara U19-landsliðs kvenna. Þróttur er einnig í leit að arftaka Ólafs Kristjánssonar sem verður aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna, og mikið er um hræringar í þjálfaramálum karlamegin, svo möguleikarnir virðast margir fyrir Donna sem nú er tilbúinn að kveðja Sauðárkók. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Tindastóls (@tindastoll_fotbolti) „Ég er búin að vera með liðið núna í fjögur ár og held að ég komist svo sem ekki lengra með það eins og er. Mig langar að fá aðeins aðra áskorun sjálfur og ég held að það sé fínt fyrir þær að fá aðeins aðra rödd,“ segir Donni sem verið hefur í fullri vinnu sem kennari í Árskóla samhliða fullu starfi sem þjálfari. Hann fer ekki leynt með að það hafi oft reynst þungt að halda öllu gangandi hjá Tindastóli, með þrjá mismunandi formenn á síðustu fjórum árum og alls konar áskoranir, en samt hefur Tindastóll haldið sér í Bestu deild kvenna í þrjú ár samfleytt. Nú mun liðið hins vegar falla, eftir hörkubaráttu. Donni hefur heldur ekki farið leynt með hve erfitt hafi verið að halda liðinu gangandi á hæsta stigi, með afar takmarkað fjármagn. „Þetta er búið að vera ótrúlega þungt. Við erum búin að vera þrjú ár í efstu deild sem er ótrúlegt afrek að mínu mati, ef við berum okkur saman við liðin annars staðar. Það fólk sem við höfum er ótrúlega flott fólk sem hefur lagt sig allt í þetta en við þurfum fleira fólk og meira fjármagn til að vera samkeppnishæf lengur. Það er bara staðreynd. Að sama skapi eru þetta orðin þrjú ár í efstu deild og það er bara geggjað. En mig langaði bara í nýja áskorun,“ segir Donni. Moka völlinn sjálf og ekki með búningsklefa á veturna Beðinn um að útskýra nánar erfiðar aðstæður á Króknum nefnir hann sem dæmi þá staðreynd að fótbolta- og körfuboltalið bæjarins hafi þurft að deila búningsklefum: „Við búum við aðrar aðstæður yfir vetrartímann en önnur lið. Völlurinn er langoftast ekki upphitaður og við höfum þurft að moka hann sjálf til að geta æft. Við höfum verið í vandræðum með fjármagn til að fá leikmenn. Aðstöðuleysið er eiginlega algjört. Á veturna erum við ekki með klefa, nema fyrir þetta tímabil þegar búinn var til mini-klefi fyrir leikmenn sem annars hafa bara þurft að koma klæddar á æfingar. Aðbúnaðurinn er því ekki sá sami og hjá öðrum. Þetta eru lítil dæmi en svona safnast saman og nú eru til að mynda þrír leikmenn enn samningslausir sem urðu samningslausir í sumar. Ég er alls ekki að lasta núverandi stjórn sem er að gera allt í sínu valdi til að rétta skútuna af, en svona hefur þetta verið. Við höfum verið hérna með þrjú lið í efstu deild í þessum 3.500 manna kjarna sem er hérna. Það er ekkert auðvelt, þó að það sé fjármagn í Firðinum eins og við vitum öll. Það er allt hægt en eðli málsins samkvæmt ræður fólk hvað það styður við og hvað því finnst skemmtilegast. Ég ítreka að ég er ekki að lasta neinn. Körfuboltinn á heiður skilinn og við höfum unnið vel saman heilt yfir. Þetta hefur verið geggjaður tími og Tindastóll verður alltaf ofarlega í mínu hjarta,“ segir Donni. „Fullt af samtölum átt sér stað“ Hann býr með fjölskyldu sinni á Sauðárkróki en ætlar nú að flytja sig um set: „Ég er galopinn fyrir öllum áskorunum og skoða hvað sem er,“ segir Donni. Aðspurður sérstaklega hvort hann sé að taka við Breiðabliki svarar hann: „Ég vil hvorki staðfesta neitt né neita neinu. Það hefur fullt af samtölum átt sér stað sem er bara skemmtilegt og spennandi. Ég er mjög glaður með það. Við skulum sjá hvað gerist.“ Besta deild kvenna Tindastóll Breiðablik Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Tindastóll kvaddi Donna, eins og Halldór er ávallt kallaður, í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Hann vill sjálfur ekkert gefa uppi um næstu skref. Ljóst er þó að Íslandsmeistarar Breiðabliks renna til hans hýru auga, eftir að ljóst varð að Nik Chamberlain tæki við Kristianstad í Svíþjóð, og þá á KSÍ eftir að ráða nýjan þjálfara U19-landsliðs kvenna. Þróttur er einnig í leit að arftaka Ólafs Kristjánssonar sem verður aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna, og mikið er um hræringar í þjálfaramálum karlamegin, svo möguleikarnir virðast margir fyrir Donna sem nú er tilbúinn að kveðja Sauðárkók. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Tindastóls (@tindastoll_fotbolti) „Ég er búin að vera með liðið núna í fjögur ár og held að ég komist svo sem ekki lengra með það eins og er. Mig langar að fá aðeins aðra áskorun sjálfur og ég held að það sé fínt fyrir þær að fá aðeins aðra rödd,“ segir Donni sem verið hefur í fullri vinnu sem kennari í Árskóla samhliða fullu starfi sem þjálfari. Hann fer ekki leynt með að það hafi oft reynst þungt að halda öllu gangandi hjá Tindastóli, með þrjá mismunandi formenn á síðustu fjórum árum og alls konar áskoranir, en samt hefur Tindastóll haldið sér í Bestu deild kvenna í þrjú ár samfleytt. Nú mun liðið hins vegar falla, eftir hörkubaráttu. Donni hefur heldur ekki farið leynt með hve erfitt hafi verið að halda liðinu gangandi á hæsta stigi, með afar takmarkað fjármagn. „Þetta er búið að vera ótrúlega þungt. Við erum búin að vera þrjú ár í efstu deild sem er ótrúlegt afrek að mínu mati, ef við berum okkur saman við liðin annars staðar. Það fólk sem við höfum er ótrúlega flott fólk sem hefur lagt sig allt í þetta en við þurfum fleira fólk og meira fjármagn til að vera samkeppnishæf lengur. Það er bara staðreynd. Að sama skapi eru þetta orðin þrjú ár í efstu deild og það er bara geggjað. En mig langaði bara í nýja áskorun,“ segir Donni. Moka völlinn sjálf og ekki með búningsklefa á veturna Beðinn um að útskýra nánar erfiðar aðstæður á Króknum nefnir hann sem dæmi þá staðreynd að fótbolta- og körfuboltalið bæjarins hafi þurft að deila búningsklefum: „Við búum við aðrar aðstæður yfir vetrartímann en önnur lið. Völlurinn er langoftast ekki upphitaður og við höfum þurft að moka hann sjálf til að geta æft. Við höfum verið í vandræðum með fjármagn til að fá leikmenn. Aðstöðuleysið er eiginlega algjört. Á veturna erum við ekki með klefa, nema fyrir þetta tímabil þegar búinn var til mini-klefi fyrir leikmenn sem annars hafa bara þurft að koma klæddar á æfingar. Aðbúnaðurinn er því ekki sá sami og hjá öðrum. Þetta eru lítil dæmi en svona safnast saman og nú eru til að mynda þrír leikmenn enn samningslausir sem urðu samningslausir í sumar. Ég er alls ekki að lasta núverandi stjórn sem er að gera allt í sínu valdi til að rétta skútuna af, en svona hefur þetta verið. Við höfum verið hérna með þrjú lið í efstu deild í þessum 3.500 manna kjarna sem er hérna. Það er ekkert auðvelt, þó að það sé fjármagn í Firðinum eins og við vitum öll. Það er allt hægt en eðli málsins samkvæmt ræður fólk hvað það styður við og hvað því finnst skemmtilegast. Ég ítreka að ég er ekki að lasta neinn. Körfuboltinn á heiður skilinn og við höfum unnið vel saman heilt yfir. Þetta hefur verið geggjaður tími og Tindastóll verður alltaf ofarlega í mínu hjarta,“ segir Donni. „Fullt af samtölum átt sér stað“ Hann býr með fjölskyldu sinni á Sauðárkróki en ætlar nú að flytja sig um set: „Ég er galopinn fyrir öllum áskorunum og skoða hvað sem er,“ segir Donni. Aðspurður sérstaklega hvort hann sé að taka við Breiðabliki svarar hann: „Ég vil hvorki staðfesta neitt né neita neinu. Það hefur fullt af samtölum átt sér stað sem er bara skemmtilegt og spennandi. Ég er mjög glaður með það. Við skulum sjá hvað gerist.“
Besta deild kvenna Tindastóll Breiðablik Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira